Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 21:26 Maðurinn og konan, sem talið er að séu þau Charlie Rowley og Dawn Sturgess, berjast nú fyrir lífi sínu á spítala. Facebook Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi á laugardag urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. Frá þessu er greint á vef BBC en lögreglan hélt blaðamannafund í kvöld vegna málsins. Um sama eitur er að ræða og eitrað var fyrir Skripal-feðginunum með fyrr á árinu. Maðurinn og konan, sem talið er að séu þau Charlie Rowley og Dawn Sturgess, berjast nú fyrir lífi sínu á spítala en að sögn lögreglu hefur enginn annar sýnt sömu einkenni og þau svo vitað sé til. Lögreglan segir að ekkert í fortíð þeirra Rowley og Sturgess bendi til þess að þau hafi verið einhvers konar skotmark, en Sergei Skripal sem varð fyrir sams konar eitrun er fyrrverandi rússneskur njósnari. Ekki hefur verið hægt að staðfesta hvort að eitrið sem Sturgess og Rowley urðu fyrir komi úr sama skammti og eitrið sem notað var á Skripal-feðginin.Einkenni sem fólkið sýndi vöktu áhyggjur hjá yfirvöldum Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Bretlandi fer nú með rannsókn málsins ásamt lögreglunni í Wiltshire. Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í kvöld að lögreglan hefði verið kölluð að heimili parsins í Amesbury á laugardag þar sem liðið hafði yfir 44 ára gamla konu. Hún var flutt á spítala en síðar sama dag var sjúkralið aftur kallað út að sama heimili og þá vegna manns sem hafði veikst. Hann var einnig fluttur á spítala. Í fyrstu var talið að veikindi fólksins tengdust fíkniefnaneyslu en á mánudag vöktu einkenni fólksins áhyggjur yfirvalda. Voru því sýni tekin úr þeim og send á tilraunastofu til rannsóknar sem skilaði niðurstöðu sinni nú í kvöld. Amesbury, bærinn þar sem parið býr, er skammt frá bænum Salisbury þar sem eitrað var fyrir Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu. Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 May vill herða aðgerðirnar gegn Rússum Breski forsætisráðherrann ætlar að leggja til að aðgerðunum verði viðhaldið og þær jafnvel hertar á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði. 13. júní 2018 14:19 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi á laugardag urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. Frá þessu er greint á vef BBC en lögreglan hélt blaðamannafund í kvöld vegna málsins. Um sama eitur er að ræða og eitrað var fyrir Skripal-feðginunum með fyrr á árinu. Maðurinn og konan, sem talið er að séu þau Charlie Rowley og Dawn Sturgess, berjast nú fyrir lífi sínu á spítala en að sögn lögreglu hefur enginn annar sýnt sömu einkenni og þau svo vitað sé til. Lögreglan segir að ekkert í fortíð þeirra Rowley og Sturgess bendi til þess að þau hafi verið einhvers konar skotmark, en Sergei Skripal sem varð fyrir sams konar eitrun er fyrrverandi rússneskur njósnari. Ekki hefur verið hægt að staðfesta hvort að eitrið sem Sturgess og Rowley urðu fyrir komi úr sama skammti og eitrið sem notað var á Skripal-feðginin.Einkenni sem fólkið sýndi vöktu áhyggjur hjá yfirvöldum Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Bretlandi fer nú með rannsókn málsins ásamt lögreglunni í Wiltshire. Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í kvöld að lögreglan hefði verið kölluð að heimili parsins í Amesbury á laugardag þar sem liðið hafði yfir 44 ára gamla konu. Hún var flutt á spítala en síðar sama dag var sjúkralið aftur kallað út að sama heimili og þá vegna manns sem hafði veikst. Hann var einnig fluttur á spítala. Í fyrstu var talið að veikindi fólksins tengdust fíkniefnaneyslu en á mánudag vöktu einkenni fólksins áhyggjur yfirvalda. Voru því sýni tekin úr þeim og send á tilraunastofu til rannsóknar sem skilaði niðurstöðu sinni nú í kvöld. Amesbury, bærinn þar sem parið býr, er skammt frá bænum Salisbury þar sem eitrað var fyrir Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu.
Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 May vill herða aðgerðirnar gegn Rússum Breski forsætisráðherrann ætlar að leggja til að aðgerðunum verði viðhaldið og þær jafnvel hertar á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði. 13. júní 2018 14:19 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45
May vill herða aðgerðirnar gegn Rússum Breski forsætisráðherrann ætlar að leggja til að aðgerðunum verði viðhaldið og þær jafnvel hertar á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði. 13. júní 2018 14:19
Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08