Markadrottningin efst í inntökuprófinu fyrir læknisfræðina: „Þetta er algjör draumur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2018 09:00 Elín Metta leitaði meðal annars ráða hjá Katrínu Jónsdóttur, fyrrverandi landsliðskonu og núverandi lækni. Fréttablaðið/Eyþór Elín Metta Jensen, landsliðskona í knattspyrnu, gerði sér lítið fyrir og var efst í inntökuprófinu í læknisfræði við Háskóla Íslans og er því á leið í læknisnám í haust. Hún segir mikla vinnu hafa skilað sér og þakkar skilningsríkum þjálfurum fyrir þolinmæðina. Þetta er í annað sinn sem Elín Metta þreytir inntökuprófin en í þetta skiptið voru 284 sem þreyttu prófið fyrr í sumar. Aðeins 50 nemendur voru teknir inn. Niðurstöður lágu fyrir í fyrradag og var Elín Metta sem áður segir efst allra þeirra sem tóku prófið. Í samtali við Vísi segist Elín Metta enn vera í spennufalli eftir að hafa fengið niðurstöðurnar í hendurnar. „Maður bjóst ekkert við því endilega að komast inn. Þetta er mjög skrýtið próf og maður hefur enga tilfinningu fyrir því hvar maður lendir,“ segir Elín Metta. „Þetta er algjör draumur.“Elín Metta hefur skorað átta mörk í 35 landsleikjum.Fréttablaðið/EyþórÍ fantaformi á báðum vígstöðvum Elín Metta hefur verið í fantaformi með liði Vals í Pepsi-deild kvenna og er einnig lykilleikmaður íslenska kvennalandsliðsins. Ljóst er að töluvert álag hefur verið að samþætta námið fyrir inntökuprófið við knattspyrnuferilinn líkt og Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, benti á eftir 2-0 sigur gegn Slóveníu í síðasta mánuði. „Frábær leikmaður. Mikið búið að ganga á hjá henni, læknisfræðin og inntökupróf og vesen,“ sagði Freyr eftir sigurleikinn.En hvernig gekk Elínu Mettu að sameina þetta allt saman? „Ég þurfti að fórna öðru. Ég var svolítið mikið í fótboltanum og að læra fyrir þetta próf þannig að það komst ekki mikið annað að. Þetta tók alveg á, ég verð að viðurkenna það,“ segir Elín Metta. Þakkar hún þeim Pétri Péturssyni, þjálfara Vals, og Frey landsliðsþjálfara fyrir að hafa sýnt henni mikinn skilning í undirbúningi fyrir prófið. Víst er að hún hefur endurgoldið þann stuðning enda er hún markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar eftir átta umferðir og Valsstúlkur í harðri baráttu við Íslandsmeistara Þórs/KA um efsta sæti deildarinnar.Elín Metta Jensen hefur raðað inn mörkum í Pepsi-deildinni að undanförnu, níu stykki í átta leikjum.Fréttablaðið/ErnirFékk góð ráð frá Kötu Jóns Aðspurð hvort að hún búi yfir einhverju leyndarmáli sem skýri námsárangurinn segir hún svo ekki vera. Formúlan sé einföld en hún krefjist mikillar vinnu.„Ég held bara að það sé það að ég var tilbúin að leggja tíma í þetta. Ég lagði mjög mikið á mig og eyddi miklum tíma í að lesa. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Elín Metta.Framundan er því nám í læknisfræði við Háskóla Íslands auk þess sem að spennandi verkefni bíða, bæði með Val og landsliðinu sem er í dauðafæri á að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Frakklandi næsta ári.Gera má ráð þó fyrir því að það verði hægara sagt en gert að tvinna saman læknisfræðina og knattspyrnuferilinn en þar hefur Elín Metta þó góða fyrirmynd. Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi Katrín Jónsdóttir átti afar farsælan feril sem knattspyrnukona en hún starfaði á sama tíma sem læknir, og gerir enn.„Ég er frekar bjartsýn á að það gangi upp og mig langar að láta það ganga upp. Ég er með fyrirmynd í Kötu Jóns sem að gat gert það. Það gefur mér von um að þetta sé hægt,“ segir Elín Metta sem leitaði auðvitað ráða hjá Katrínu áður en hún tók ákvörðun um að skella sér í inntökuprófið.„Ég heyrði aðeins í henni og hún sagði mér bara að kýla á þetta ef mig langaði til þess að gera þetta. Hún náttúrulega mælir með þessu námi en hún sagði að þetta hefði samt tekið á hjá henni að reyna að samþætta stundum. Þetta var erfitt en maður er tilbúinn í þann slag,“ segir Elín Metta.Katrín Jónsdóttur var sem klettur í vörn íslenska landsliðsins á árum áður.Fréttablaðið/ValliTreystir á sama skilning frá kennurunum fyrir Þýskalandsleikinn Læknanámið hefst um það leyti sem einn mikilvægasti landsleikur í sögu íslenska kvennalandsliðsins fer fram. Ísland spilar þá úrslitaleik um toppsætið í 5. riðli undankeppninnar fyrir HM gegn ógnarsterku liði Þjóðverja í Laugardalnum þann 1. september en eitt stig skilur liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Treystir Elín Metta á sama skilning frá kennurunum í læknadeildinni og hún hefur fengið frá þjálfurunum sínum. „Maður reynir að púsla þessu saman. Verður maður ekki bara að segja þetta sé séríslenskt dæmi og þetta reddist?“ HM 2019 í Frakklandi Skóla - og menntamál Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn Þrir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gær. Toppsæti deildarnnar skipti um hendur í leikjum gærdagsins. 25. júní 2018 13:00 Elín Metta með tvö í fimmta deildarsigri Vals í röð Valur vann 4-2 sigur á FH í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna en leikið var í Kapakrika í dag. Leikurinn var fjörugur. 24. júní 2018 17:14 „Íslendingar takið 1. september frá. Við verðum öll að hjálpast að“ Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. 11. júní 2018 20:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Elín Metta Jensen, landsliðskona í knattspyrnu, gerði sér lítið fyrir og var efst í inntökuprófinu í læknisfræði við Háskóla Íslans og er því á leið í læknisnám í haust. Hún segir mikla vinnu hafa skilað sér og þakkar skilningsríkum þjálfurum fyrir þolinmæðina. Þetta er í annað sinn sem Elín Metta þreytir inntökuprófin en í þetta skiptið voru 284 sem þreyttu prófið fyrr í sumar. Aðeins 50 nemendur voru teknir inn. Niðurstöður lágu fyrir í fyrradag og var Elín Metta sem áður segir efst allra þeirra sem tóku prófið. Í samtali við Vísi segist Elín Metta enn vera í spennufalli eftir að hafa fengið niðurstöðurnar í hendurnar. „Maður bjóst ekkert við því endilega að komast inn. Þetta er mjög skrýtið próf og maður hefur enga tilfinningu fyrir því hvar maður lendir,“ segir Elín Metta. „Þetta er algjör draumur.“Elín Metta hefur skorað átta mörk í 35 landsleikjum.Fréttablaðið/EyþórÍ fantaformi á báðum vígstöðvum Elín Metta hefur verið í fantaformi með liði Vals í Pepsi-deild kvenna og er einnig lykilleikmaður íslenska kvennalandsliðsins. Ljóst er að töluvert álag hefur verið að samþætta námið fyrir inntökuprófið við knattspyrnuferilinn líkt og Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, benti á eftir 2-0 sigur gegn Slóveníu í síðasta mánuði. „Frábær leikmaður. Mikið búið að ganga á hjá henni, læknisfræðin og inntökupróf og vesen,“ sagði Freyr eftir sigurleikinn.En hvernig gekk Elínu Mettu að sameina þetta allt saman? „Ég þurfti að fórna öðru. Ég var svolítið mikið í fótboltanum og að læra fyrir þetta próf þannig að það komst ekki mikið annað að. Þetta tók alveg á, ég verð að viðurkenna það,“ segir Elín Metta. Þakkar hún þeim Pétri Péturssyni, þjálfara Vals, og Frey landsliðsþjálfara fyrir að hafa sýnt henni mikinn skilning í undirbúningi fyrir prófið. Víst er að hún hefur endurgoldið þann stuðning enda er hún markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar eftir átta umferðir og Valsstúlkur í harðri baráttu við Íslandsmeistara Þórs/KA um efsta sæti deildarinnar.Elín Metta Jensen hefur raðað inn mörkum í Pepsi-deildinni að undanförnu, níu stykki í átta leikjum.Fréttablaðið/ErnirFékk góð ráð frá Kötu Jóns Aðspurð hvort að hún búi yfir einhverju leyndarmáli sem skýri námsárangurinn segir hún svo ekki vera. Formúlan sé einföld en hún krefjist mikillar vinnu.„Ég held bara að það sé það að ég var tilbúin að leggja tíma í þetta. Ég lagði mjög mikið á mig og eyddi miklum tíma í að lesa. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Elín Metta.Framundan er því nám í læknisfræði við Háskóla Íslands auk þess sem að spennandi verkefni bíða, bæði með Val og landsliðinu sem er í dauðafæri á að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Frakklandi næsta ári.Gera má ráð þó fyrir því að það verði hægara sagt en gert að tvinna saman læknisfræðina og knattspyrnuferilinn en þar hefur Elín Metta þó góða fyrirmynd. Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi Katrín Jónsdóttir átti afar farsælan feril sem knattspyrnukona en hún starfaði á sama tíma sem læknir, og gerir enn.„Ég er frekar bjartsýn á að það gangi upp og mig langar að láta það ganga upp. Ég er með fyrirmynd í Kötu Jóns sem að gat gert það. Það gefur mér von um að þetta sé hægt,“ segir Elín Metta sem leitaði auðvitað ráða hjá Katrínu áður en hún tók ákvörðun um að skella sér í inntökuprófið.„Ég heyrði aðeins í henni og hún sagði mér bara að kýla á þetta ef mig langaði til þess að gera þetta. Hún náttúrulega mælir með þessu námi en hún sagði að þetta hefði samt tekið á hjá henni að reyna að samþætta stundum. Þetta var erfitt en maður er tilbúinn í þann slag,“ segir Elín Metta.Katrín Jónsdóttur var sem klettur í vörn íslenska landsliðsins á árum áður.Fréttablaðið/ValliTreystir á sama skilning frá kennurunum fyrir Þýskalandsleikinn Læknanámið hefst um það leyti sem einn mikilvægasti landsleikur í sögu íslenska kvennalandsliðsins fer fram. Ísland spilar þá úrslitaleik um toppsætið í 5. riðli undankeppninnar fyrir HM gegn ógnarsterku liði Þjóðverja í Laugardalnum þann 1. september en eitt stig skilur liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Treystir Elín Metta á sama skilning frá kennurunum í læknadeildinni og hún hefur fengið frá þjálfurunum sínum. „Maður reynir að púsla þessu saman. Verður maður ekki bara að segja þetta sé séríslenskt dæmi og þetta reddist?“
HM 2019 í Frakklandi Skóla - og menntamál Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn Þrir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gær. Toppsæti deildarnnar skipti um hendur í leikjum gærdagsins. 25. júní 2018 13:00 Elín Metta með tvö í fimmta deildarsigri Vals í röð Valur vann 4-2 sigur á FH í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna en leikið var í Kapakrika í dag. Leikurinn var fjörugur. 24. júní 2018 17:14 „Íslendingar takið 1. september frá. Við verðum öll að hjálpast að“ Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. 11. júní 2018 20:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn Þrir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gær. Toppsæti deildarnnar skipti um hendur í leikjum gærdagsins. 25. júní 2018 13:00
Elín Metta með tvö í fimmta deildarsigri Vals í röð Valur vann 4-2 sigur á FH í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna en leikið var í Kapakrika í dag. Leikurinn var fjörugur. 24. júní 2018 17:14
„Íslendingar takið 1. september frá. Við verðum öll að hjálpast að“ Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. 11. júní 2018 20:30