Sumar stóru félagsskiptanna í íslenska körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 14:30 Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson lyfta Íslandsbikarnum á dögunum. Vísir/bára Fjórir toppleikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta hafa farið á milli liða í deildinni í sumar þar af þrír þeirra til liðs sem þeir mættu í úrslitakeppninni síðasta vor. Leikmennirnir fjórir eru Brynjar Þór Björnsson, Dagur Kár Jónsson, Danero Axel Thomas og Sigtryggur Arnar Björnsson. Sigtryggur Arnar var sá síðasti af þeim til að fara á milli liða þegar hann fékk sig lausann frá Tindastól og samdi við Grindvíkinga. Dagur Kár, Danero og Arnar voru allir á topp tíu í framlagi íslenskra leikmanna í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og Brynjar Þór var fyrirliði fimmfaldra Íslandsmeistara KR. Til viðbótar hafa líka þrír aðrir öflugir leikmenn farið á milli liða í deildinni. Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson fór frá Njarðvík í Val, framherjinn Ólafur Helgi Jónsson fór frá Þór Þorlákshöfn í Njarðvík og framherjinn Kristinn Marinósson fór frá ÍR í Hauka. Vísir ætlar nú að skoða aðeins þessa fjóru stærstu sem hafa farið á milli félaga á þessu viðburðarríka sumri í íslenska körfuboltanum.Sigtryggur Arnar Björnson var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabilivísir/báraSigtryggur Arnar Björnsson25 ára bakvörðurGamla liðið: TindastóllNýja liðið: Grindavík - Hjálpaði Tindastól að slá Grindavík út úr úrslitakeppinniMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 19,4 stig í leik 4,0 fráköst í leik 3,3 stoðsendingar í leik7. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (17,3 í leik)10. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (16,5 í leik) Átti frábært fyrsta tímabil með Tindastóls og fáir bjuggust við öðru en að hann yrði áfram hjá liðinu. Ekkert varð hinsvegar að því og Arnar spilar með sínu þriðja liði á þremur árum. Fór auðveldlega úr því að vera besti maðurinn í einu lélegasta liði deildarinnar í að vera besti maðurinn í einu besta liði deildarinnar.Brynjar Þór Björnsson í búningi Tindastóls.tindastóllBrynjar Þór Björnsson30 ára bakvörðurGamla liðið: KRNýja liðið: Tindastóll - Lyfti Íslandsbikarnum fimmta árið í röð eftir sigur á Tindastól í lokaúrslitumMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 12,5 stig í leik 3,0 fráköst í leik 2,5 stoðsendingar í leik33. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (10,4 í leik)19. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (10,8 í leik) Meiddist skömmu fyrir úrslitakeppni en kom til baka og fór fyrir frábærum endaspretti KR-liðsins. Skoraði 31 stig og 7 þrista í tveimur síðustu leikjum KR á móti Tindastól í úrslitaeinvíginu. Leikjhæsti og stigahæsti KR-ingur sögunnar.Danero Axel Thomas í leik með ÍR.vísir/andri marinóDanero Axel Thomas32 ára framherjiGamla liðið: ÍRNýja liðið: Tindastóll - Átti frábært einvígi með ÍR á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppninnarMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,1 stig í leik 6,5 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik16. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)4. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (21,0 í leik) Átti frábært tímabil með ÍR-liðinu og sýndi síðan að hann gat tekið að sér stærra hlutverk í forföllum Ryan Taylor. Danero var með 28,3 stig, 13 fráköst og 34 framlagsstig að meðaltali í leikjunum þremur þar sem Ryan var í leikbanni. Stólarnir fengu að kynnast þessum Danero frá fyrstu hendi og buðu honum samning.Dagur Kár Jónsson í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkDagur Kár Jónsson23 ára bakvörðurGamla liðið: GrindavíkNýja liðið: Stjarnan - Snýr aftur til baka til uppeldisfélagsins sínsMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,6 stig í leik 3,5 fráköst í leik 6,7 stoðsendingar í leik14. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)5. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (19,7 í leik) Kominn aftur heim í Garðabæinn eftir þriggja ára fjarveru í Bandaríkjunum og Grindavík. Fékk á sig mikla ábyrgð í Grindavíkurliðinu á síðasta tímabili og bætti sig sem leikmaður frá tímabilinu á undan. Orðinn mjög öflugur leikstjórnandi sem fær nú tækifæri til að stýra sóknarleiknum hjá sínu uppeldisfélagi.vísir Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
Fjórir toppleikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta hafa farið á milli liða í deildinni í sumar þar af þrír þeirra til liðs sem þeir mættu í úrslitakeppninni síðasta vor. Leikmennirnir fjórir eru Brynjar Þór Björnsson, Dagur Kár Jónsson, Danero Axel Thomas og Sigtryggur Arnar Björnsson. Sigtryggur Arnar var sá síðasti af þeim til að fara á milli liða þegar hann fékk sig lausann frá Tindastól og samdi við Grindvíkinga. Dagur Kár, Danero og Arnar voru allir á topp tíu í framlagi íslenskra leikmanna í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og Brynjar Þór var fyrirliði fimmfaldra Íslandsmeistara KR. Til viðbótar hafa líka þrír aðrir öflugir leikmenn farið á milli liða í deildinni. Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson fór frá Njarðvík í Val, framherjinn Ólafur Helgi Jónsson fór frá Þór Þorlákshöfn í Njarðvík og framherjinn Kristinn Marinósson fór frá ÍR í Hauka. Vísir ætlar nú að skoða aðeins þessa fjóru stærstu sem hafa farið á milli félaga á þessu viðburðarríka sumri í íslenska körfuboltanum.Sigtryggur Arnar Björnson var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabilivísir/báraSigtryggur Arnar Björnsson25 ára bakvörðurGamla liðið: TindastóllNýja liðið: Grindavík - Hjálpaði Tindastól að slá Grindavík út úr úrslitakeppinniMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 19,4 stig í leik 4,0 fráköst í leik 3,3 stoðsendingar í leik7. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (17,3 í leik)10. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (16,5 í leik) Átti frábært fyrsta tímabil með Tindastóls og fáir bjuggust við öðru en að hann yrði áfram hjá liðinu. Ekkert varð hinsvegar að því og Arnar spilar með sínu þriðja liði á þremur árum. Fór auðveldlega úr því að vera besti maðurinn í einu lélegasta liði deildarinnar í að vera besti maðurinn í einu besta liði deildarinnar.Brynjar Þór Björnsson í búningi Tindastóls.tindastóllBrynjar Þór Björnsson30 ára bakvörðurGamla liðið: KRNýja liðið: Tindastóll - Lyfti Íslandsbikarnum fimmta árið í röð eftir sigur á Tindastól í lokaúrslitumMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 12,5 stig í leik 3,0 fráköst í leik 2,5 stoðsendingar í leik33. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (10,4 í leik)19. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (10,8 í leik) Meiddist skömmu fyrir úrslitakeppni en kom til baka og fór fyrir frábærum endaspretti KR-liðsins. Skoraði 31 stig og 7 þrista í tveimur síðustu leikjum KR á móti Tindastól í úrslitaeinvíginu. Leikjhæsti og stigahæsti KR-ingur sögunnar.Danero Axel Thomas í leik með ÍR.vísir/andri marinóDanero Axel Thomas32 ára framherjiGamla liðið: ÍRNýja liðið: Tindastóll - Átti frábært einvígi með ÍR á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppninnarMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,1 stig í leik 6,5 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik16. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)4. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (21,0 í leik) Átti frábært tímabil með ÍR-liðinu og sýndi síðan að hann gat tekið að sér stærra hlutverk í forföllum Ryan Taylor. Danero var með 28,3 stig, 13 fráköst og 34 framlagsstig að meðaltali í leikjunum þremur þar sem Ryan var í leikbanni. Stólarnir fengu að kynnast þessum Danero frá fyrstu hendi og buðu honum samning.Dagur Kár Jónsson í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkDagur Kár Jónsson23 ára bakvörðurGamla liðið: GrindavíkNýja liðið: Stjarnan - Snýr aftur til baka til uppeldisfélagsins sínsMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,6 stig í leik 3,5 fráköst í leik 6,7 stoðsendingar í leik14. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)5. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (19,7 í leik) Kominn aftur heim í Garðabæinn eftir þriggja ára fjarveru í Bandaríkjunum og Grindavík. Fékk á sig mikla ábyrgð í Grindavíkurliðinu á síðasta tímabili og bætti sig sem leikmaður frá tímabilinu á undan. Orðinn mjög öflugur leikstjórnandi sem fær nú tækifæri til að stýra sóknarleiknum hjá sínu uppeldisfélagi.vísir
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira