Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2018 21:45 Frá Mathöllinni við Hlemm. Fréttablaðið/Eyþór Heildarkostnaður við Mathöllina við Hlemm er um þrefalt meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Spurt var um hver hafi verið upphaflegur áætlaður kostnaður vegna Mathallarinnar við Hlemm og hver heildarkostnaðurinn varð eftir endurbætur og breytingar. Dyr Mathallarinnar voru opnaðar í ágúst á síðasta ári eftir að miklar endurbætur höfðu verið gerðar á strætóbiðstöðinni fornfrægu. Þar má gera vel við sig í mat og drykk og hefur Mathöllinn reynst mjög vinsæl strax frá fyrsta degi.Margir muna kannski eftir Hlemmi svona, áður en ráðist var í breytingarnar.Fréttablaðið/ErnirHúsið „tæplega“ fokhelt áður en ráðist var í endurbætur Frumkostnaðarmat vegna breytinganna var gert í febrúar 2016. Þar var gert ráð fyrir rétt tæpum 100 milljónum í kostnað við að endurhanna Hlemm til þess að rúma þar mathöll. Ofan á það var reiknað með rúmum sjö milljónum í uppsafnað viðhald á húsnæðinu. Í svari við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins kemur hins vegar fram að uppsafnað viðhald á Hlemmi hafi reynst mun umfangsmeira en áætlað var. Segir þar að eftir að eldri innréttingar hafi verið fjarlægðar hafi húsið verið í „tæplega fokheldisástandi.“ Í sundurliðuðu kostnaðaryfirliti sem fylgir svarinu, og sjá má á mynd neðst í fréttinni, kemur fram að stærsti einstaki kostnaðarliðurinn við framkvæmdirnar voru framkvæmdir við nýja milliveggi og loft eða 49 milljónir. Þá voru hita- og hreinlætislagnir endurnýjaðar fyrir 40 milljónir og viðhald og endurnýjun á þakklæðningu og gleri kostaði 33 milljónir. Þá kostaði átta milljónir að rífa og hreinsa út úr húsinu áður en framkvæmdir hófust.Kostnaður vegna þessara umfangsmiklu breytinga er í dag bókaður 236 milljónir króna en í desember 2016 var borgarráð upplýst um að umfang verksins yrði mun meira en frumkostnaðaráætlunin gaf til kynna. Við milljónirnar 236 bættist svo ýmis kostnaður, þar á meðal lóðaframkvæmdir upp á ellefu milljónir, verk að ósk leigutaka upp á 22 milljónir, sem hækkar leiguverð til samsvörunar. Í svarinu kemur einnig fram að til viðbótar hafi komið ýmis ófyrirséður kostnaður, líkt og ákvörðun borgarráðs um að halda húsinu opnu fram til miðnættis á þróunar- og undirbúningstímabili Mathallarinnar. Það hafi falið í sér að ráða öryggisfyrirtæki til þess að sjá um gæslu umfram þann tíma sem lagt var upp með. Heildarkostnaður tekinn saman 4. júní, hafi samtals verið 308 milljónir króna. Í svarinu kemur einnig fram að húsnæðið sjálft sé orðið 40 ára og að ljóst sé að „ stór hluti af þessum kostnaði hefði borgin þurft að takast á hvort sem ákveðið hefði verið að leggjast í framkvæmdir sem miðuðu að umbreytingu til þess að endurskapa húsið sem mathöll Reykvíkinga.“Mathöllin er vinsæl, þrátt fyrir að hafa verið mun dýrari en reiknað var með í fyrstu.Fréttablaðið/EyþórSegir þrekvirki hafa verið unnið Í svarinu segir að verkefnið að umbreyta strætóstöð í nútíma mathöll hafi verið óvenju flókið. Þrekvirki hafi hins vegar verið unnið við endurreisn Hlemms með framkvæmdunum við Mathöllina.„Það er ljóst að þrekvirki hefur unnist í endurreisn Hlemms og á undurskömmum tíma hefur svæði sem þótti eiga undir högg að sækja fengið sess sem eitt mest spennandi og áhugaverðasta svæði í Reykjavík,“ segir í svarinu.Þá segir einnig að velgengni verkisins hafi haft jákvæð áhrif langt út fyrir sjálfa Mathöllinar þar sem tóm rými ofarlega á Laugavegi hafi byrjað að fyllast af lífi fljótlega eftir að tilkynnt var um áætlanirnar um koma Mathöll fyrir á Hlemmi.„Áður vartalið að Laugavegurinn væri mögulega of löng verslunargata en með Mathöll hefur tekist að skapa nýjan segul á austurenda miðborgarinnar sem skapar betra jafnvægi í umferð gesta og gangandi um hana,“ segir í svarinu.Kostnaðargreining vegna Mathallarinnar við Hlemm frá 4. júní. Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Heildarkostnaður við Mathöllina við Hlemm er um þrefalt meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Spurt var um hver hafi verið upphaflegur áætlaður kostnaður vegna Mathallarinnar við Hlemm og hver heildarkostnaðurinn varð eftir endurbætur og breytingar. Dyr Mathallarinnar voru opnaðar í ágúst á síðasta ári eftir að miklar endurbætur höfðu verið gerðar á strætóbiðstöðinni fornfrægu. Þar má gera vel við sig í mat og drykk og hefur Mathöllinn reynst mjög vinsæl strax frá fyrsta degi.Margir muna kannski eftir Hlemmi svona, áður en ráðist var í breytingarnar.Fréttablaðið/ErnirHúsið „tæplega“ fokhelt áður en ráðist var í endurbætur Frumkostnaðarmat vegna breytinganna var gert í febrúar 2016. Þar var gert ráð fyrir rétt tæpum 100 milljónum í kostnað við að endurhanna Hlemm til þess að rúma þar mathöll. Ofan á það var reiknað með rúmum sjö milljónum í uppsafnað viðhald á húsnæðinu. Í svari við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins kemur hins vegar fram að uppsafnað viðhald á Hlemmi hafi reynst mun umfangsmeira en áætlað var. Segir þar að eftir að eldri innréttingar hafi verið fjarlægðar hafi húsið verið í „tæplega fokheldisástandi.“ Í sundurliðuðu kostnaðaryfirliti sem fylgir svarinu, og sjá má á mynd neðst í fréttinni, kemur fram að stærsti einstaki kostnaðarliðurinn við framkvæmdirnar voru framkvæmdir við nýja milliveggi og loft eða 49 milljónir. Þá voru hita- og hreinlætislagnir endurnýjaðar fyrir 40 milljónir og viðhald og endurnýjun á þakklæðningu og gleri kostaði 33 milljónir. Þá kostaði átta milljónir að rífa og hreinsa út úr húsinu áður en framkvæmdir hófust.Kostnaður vegna þessara umfangsmiklu breytinga er í dag bókaður 236 milljónir króna en í desember 2016 var borgarráð upplýst um að umfang verksins yrði mun meira en frumkostnaðaráætlunin gaf til kynna. Við milljónirnar 236 bættist svo ýmis kostnaður, þar á meðal lóðaframkvæmdir upp á ellefu milljónir, verk að ósk leigutaka upp á 22 milljónir, sem hækkar leiguverð til samsvörunar. Í svarinu kemur einnig fram að til viðbótar hafi komið ýmis ófyrirséður kostnaður, líkt og ákvörðun borgarráðs um að halda húsinu opnu fram til miðnættis á þróunar- og undirbúningstímabili Mathallarinnar. Það hafi falið í sér að ráða öryggisfyrirtæki til þess að sjá um gæslu umfram þann tíma sem lagt var upp með. Heildarkostnaður tekinn saman 4. júní, hafi samtals verið 308 milljónir króna. Í svarinu kemur einnig fram að húsnæðið sjálft sé orðið 40 ára og að ljóst sé að „ stór hluti af þessum kostnaði hefði borgin þurft að takast á hvort sem ákveðið hefði verið að leggjast í framkvæmdir sem miðuðu að umbreytingu til þess að endurskapa húsið sem mathöll Reykvíkinga.“Mathöllin er vinsæl, þrátt fyrir að hafa verið mun dýrari en reiknað var með í fyrstu.Fréttablaðið/EyþórSegir þrekvirki hafa verið unnið Í svarinu segir að verkefnið að umbreyta strætóstöð í nútíma mathöll hafi verið óvenju flókið. Þrekvirki hafi hins vegar verið unnið við endurreisn Hlemms með framkvæmdunum við Mathöllina.„Það er ljóst að þrekvirki hefur unnist í endurreisn Hlemms og á undurskömmum tíma hefur svæði sem þótti eiga undir högg að sækja fengið sess sem eitt mest spennandi og áhugaverðasta svæði í Reykjavík,“ segir í svarinu.Þá segir einnig að velgengni verkisins hafi haft jákvæð áhrif langt út fyrir sjálfa Mathöllinar þar sem tóm rými ofarlega á Laugavegi hafi byrjað að fyllast af lífi fljótlega eftir að tilkynnt var um áætlanirnar um koma Mathöll fyrir á Hlemmi.„Áður vartalið að Laugavegurinn væri mögulega of löng verslunargata en með Mathöll hefur tekist að skapa nýjan segul á austurenda miðborgarinnar sem skapar betra jafnvægi í umferð gesta og gangandi um hana,“ segir í svarinu.Kostnaðargreining vegna Mathallarinnar við Hlemm frá 4. júní.
Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00
Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00
Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30