Hroki Þórarinn Þórarinsson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Ég nýt þeirra lífsgæða að hafa hvorki áhuga né vit á knattspyrnu en mun meiri áhuga á mannlegu eðli. Hef þess vegna staldrað sérstaklega við tilfinningahitann, hatur og ást fólks á mönnum sem það þekkir ekki neitt í kringum HM. Sýnist þessi Rónaldó og Messi helst hafa unnið sér það til óhelgi að vera milljón sinnum betri í fótbolta en „strákarnir okkar“. Formælingarnar og fúkyrðin sem hafa dunið á Rónaldó eru sérlega áhugaverð. Ég fæ ekki betur séð en að maðurinn sé ótrúlega hæfileikaríkur, einbeittur og einarður. Alveg átakanlega íslenskt að hatast við hann fyrir að vera góður með sig og að hafa dirfst að gera lítið úr heilögu strákunum okkar á EM. Í HM-fárinu hef ég tekið eftir að Íslendingar eru aldrei yfir það hafnir að gera lítið úr fólki sem skyggir á þá með yfirburða hæfileikum. Amma mín sagði mér fyrir margt löngu að það væri ekkert að hroka ef fólk getur staðið undir honum og mér sýnist Rónaldó hafa full efni á að sýna hroka og yfirlæti. Hann er góður í sínu sporti. Á heimsmælikvarða. Herra Hroki er samt farinn heim og þá er ekkert annað í stöðunni en að halda með Englandi. Hrokafull þjóð, þótt deila megi um innistæðuna. England mun samt leggja fulltrúa einnar jafnleiðinlegustu þjóðar heims, Svía, á laugardaginn og Svíar geta sjálfum sér um kennt. Hvernig datt þeim í hug að nota ekki flottasta hrokagikk síðari tíma, Zlatan Ibrahimovic, á þessu móti? Hroki Zlatans er svo tær og réttmætur að meira að segja anti-sportisti eins og ég getur ekki annað en hrifist með. Hann er maður þeirrar sjaldgæfu gerðar að hann er búinn að vinna áður en hann reimar á sig takkaskóna. Ágætt að Svíar eru kjánar. Áfram England! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég nýt þeirra lífsgæða að hafa hvorki áhuga né vit á knattspyrnu en mun meiri áhuga á mannlegu eðli. Hef þess vegna staldrað sérstaklega við tilfinningahitann, hatur og ást fólks á mönnum sem það þekkir ekki neitt í kringum HM. Sýnist þessi Rónaldó og Messi helst hafa unnið sér það til óhelgi að vera milljón sinnum betri í fótbolta en „strákarnir okkar“. Formælingarnar og fúkyrðin sem hafa dunið á Rónaldó eru sérlega áhugaverð. Ég fæ ekki betur séð en að maðurinn sé ótrúlega hæfileikaríkur, einbeittur og einarður. Alveg átakanlega íslenskt að hatast við hann fyrir að vera góður með sig og að hafa dirfst að gera lítið úr heilögu strákunum okkar á EM. Í HM-fárinu hef ég tekið eftir að Íslendingar eru aldrei yfir það hafnir að gera lítið úr fólki sem skyggir á þá með yfirburða hæfileikum. Amma mín sagði mér fyrir margt löngu að það væri ekkert að hroka ef fólk getur staðið undir honum og mér sýnist Rónaldó hafa full efni á að sýna hroka og yfirlæti. Hann er góður í sínu sporti. Á heimsmælikvarða. Herra Hroki er samt farinn heim og þá er ekkert annað í stöðunni en að halda með Englandi. Hrokafull þjóð, þótt deila megi um innistæðuna. England mun samt leggja fulltrúa einnar jafnleiðinlegustu þjóðar heims, Svía, á laugardaginn og Svíar geta sjálfum sér um kennt. Hvernig datt þeim í hug að nota ekki flottasta hrokagikk síðari tíma, Zlatan Ibrahimovic, á þessu móti? Hroki Zlatans er svo tær og réttmætur að meira að segja anti-sportisti eins og ég getur ekki annað en hrifist með. Hann er maður þeirrar sjaldgæfu gerðar að hann er búinn að vinna áður en hann reimar á sig takkaskóna. Ágætt að Svíar eru kjánar. Áfram England!
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar