Hroki Þórarinn Þórarinsson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Ég nýt þeirra lífsgæða að hafa hvorki áhuga né vit á knattspyrnu en mun meiri áhuga á mannlegu eðli. Hef þess vegna staldrað sérstaklega við tilfinningahitann, hatur og ást fólks á mönnum sem það þekkir ekki neitt í kringum HM. Sýnist þessi Rónaldó og Messi helst hafa unnið sér það til óhelgi að vera milljón sinnum betri í fótbolta en „strákarnir okkar“. Formælingarnar og fúkyrðin sem hafa dunið á Rónaldó eru sérlega áhugaverð. Ég fæ ekki betur séð en að maðurinn sé ótrúlega hæfileikaríkur, einbeittur og einarður. Alveg átakanlega íslenskt að hatast við hann fyrir að vera góður með sig og að hafa dirfst að gera lítið úr heilögu strákunum okkar á EM. Í HM-fárinu hef ég tekið eftir að Íslendingar eru aldrei yfir það hafnir að gera lítið úr fólki sem skyggir á þá með yfirburða hæfileikum. Amma mín sagði mér fyrir margt löngu að það væri ekkert að hroka ef fólk getur staðið undir honum og mér sýnist Rónaldó hafa full efni á að sýna hroka og yfirlæti. Hann er góður í sínu sporti. Á heimsmælikvarða. Herra Hroki er samt farinn heim og þá er ekkert annað í stöðunni en að halda með Englandi. Hrokafull þjóð, þótt deila megi um innistæðuna. England mun samt leggja fulltrúa einnar jafnleiðinlegustu þjóðar heims, Svía, á laugardaginn og Svíar geta sjálfum sér um kennt. Hvernig datt þeim í hug að nota ekki flottasta hrokagikk síðari tíma, Zlatan Ibrahimovic, á þessu móti? Hroki Zlatans er svo tær og réttmætur að meira að segja anti-sportisti eins og ég getur ekki annað en hrifist með. Hann er maður þeirrar sjaldgæfu gerðar að hann er búinn að vinna áður en hann reimar á sig takkaskóna. Ágætt að Svíar eru kjánar. Áfram England! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég nýt þeirra lífsgæða að hafa hvorki áhuga né vit á knattspyrnu en mun meiri áhuga á mannlegu eðli. Hef þess vegna staldrað sérstaklega við tilfinningahitann, hatur og ást fólks á mönnum sem það þekkir ekki neitt í kringum HM. Sýnist þessi Rónaldó og Messi helst hafa unnið sér það til óhelgi að vera milljón sinnum betri í fótbolta en „strákarnir okkar“. Formælingarnar og fúkyrðin sem hafa dunið á Rónaldó eru sérlega áhugaverð. Ég fæ ekki betur séð en að maðurinn sé ótrúlega hæfileikaríkur, einbeittur og einarður. Alveg átakanlega íslenskt að hatast við hann fyrir að vera góður með sig og að hafa dirfst að gera lítið úr heilögu strákunum okkar á EM. Í HM-fárinu hef ég tekið eftir að Íslendingar eru aldrei yfir það hafnir að gera lítið úr fólki sem skyggir á þá með yfirburða hæfileikum. Amma mín sagði mér fyrir margt löngu að það væri ekkert að hroka ef fólk getur staðið undir honum og mér sýnist Rónaldó hafa full efni á að sýna hroka og yfirlæti. Hann er góður í sínu sporti. Á heimsmælikvarða. Herra Hroki er samt farinn heim og þá er ekkert annað í stöðunni en að halda með Englandi. Hrokafull þjóð, þótt deila megi um innistæðuna. England mun samt leggja fulltrúa einnar jafnleiðinlegustu þjóðar heims, Svía, á laugardaginn og Svíar geta sjálfum sér um kennt. Hvernig datt þeim í hug að nota ekki flottasta hrokagikk síðari tíma, Zlatan Ibrahimovic, á þessu móti? Hroki Zlatans er svo tær og réttmætur að meira að segja anti-sportisti eins og ég getur ekki annað en hrifist með. Hann er maður þeirrar sjaldgæfu gerðar að hann er búinn að vinna áður en hann reimar á sig takkaskóna. Ágætt að Svíar eru kjánar. Áfram England!
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar