„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 08:04 Fulltrúar Sea Shepard voru hér á landi á dögunum að safna myndefni. Skjáskot Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, segja samtökin að veiðiaðferð Hvals valdi dýrunum ómældum þjáningum. Þar að auki sé lítill sem enginn innlendur markaður fyrir hvalkjöt og því sé það nær allt selt til Japans. Fulltrúar Bretlandsdeildar samtakanna voru hér á landi á dögunum til að safna myndefni, en fyrsti hvalurinn var dreginn að landi í Hvalfirði 21. júní síðastliðinn. Sea Shepard hafa lengi haft horn í síðu hvalveiða Íslendinga. Skemmst ber að minnast þess þegar tveir fulltrúar samtakanna sökktu skipunum Hvalur 6 og Hvalur 7 í Reykjavíkurhöfn og skemmdu hvalkjötsvinnsluna í Hvalfirði árið 1986. Í nýja myndbandinu eru áhorfendur hvattir til að senda töluvpósta á forsætisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur, umhverfisráðherrann Guðmund Inga Guðbrandsson og Ferðamálastofu til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Samtökin vona að íslensk stjórnvöld banni hvalveiðar í kringum landið og leggi þess í stað áherslu á hvalaskoðun. „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ spyrja samtökin í myndbandinu og vísa þar til hvalaverkunarinnar í Hvalfirði.Greint var frá því á dögunum að sala Hvals hf. hafi dregist saman um 31 prósent á milli ára og hagnaður fyrirtækisins um 515 milljónir króna á sama tímabili.Ef marka má könnun MMR eru skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar á hvalveiðum. Þriðjungur svarenda, eða 34 prósent, var andvígur, þriðjungur, einnig 34 prósent, hlynntir, og um þriðjungur, eða 31 prósent, hvorki hlynntur né andvígur. Myndband Sea Shepard má sjá hér að neðan. Hvalveiðar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, segja samtökin að veiðiaðferð Hvals valdi dýrunum ómældum þjáningum. Þar að auki sé lítill sem enginn innlendur markaður fyrir hvalkjöt og því sé það nær allt selt til Japans. Fulltrúar Bretlandsdeildar samtakanna voru hér á landi á dögunum til að safna myndefni, en fyrsti hvalurinn var dreginn að landi í Hvalfirði 21. júní síðastliðinn. Sea Shepard hafa lengi haft horn í síðu hvalveiða Íslendinga. Skemmst ber að minnast þess þegar tveir fulltrúar samtakanna sökktu skipunum Hvalur 6 og Hvalur 7 í Reykjavíkurhöfn og skemmdu hvalkjötsvinnsluna í Hvalfirði árið 1986. Í nýja myndbandinu eru áhorfendur hvattir til að senda töluvpósta á forsætisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur, umhverfisráðherrann Guðmund Inga Guðbrandsson og Ferðamálastofu til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Samtökin vona að íslensk stjórnvöld banni hvalveiðar í kringum landið og leggi þess í stað áherslu á hvalaskoðun. „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ spyrja samtökin í myndbandinu og vísa þar til hvalaverkunarinnar í Hvalfirði.Greint var frá því á dögunum að sala Hvals hf. hafi dregist saman um 31 prósent á milli ára og hagnaður fyrirtækisins um 515 milljónir króna á sama tímabili.Ef marka má könnun MMR eru skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar á hvalveiðum. Þriðjungur svarenda, eða 34 prósent, var andvígur, þriðjungur, einnig 34 prósent, hlynntir, og um þriðjungur, eða 31 prósent, hvorki hlynntur né andvígur. Myndband Sea Shepard má sjá hér að neðan.
Hvalveiðar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira