„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 08:04 Fulltrúar Sea Shepard voru hér á landi á dögunum að safna myndefni. Skjáskot Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, segja samtökin að veiðiaðferð Hvals valdi dýrunum ómældum þjáningum. Þar að auki sé lítill sem enginn innlendur markaður fyrir hvalkjöt og því sé það nær allt selt til Japans. Fulltrúar Bretlandsdeildar samtakanna voru hér á landi á dögunum til að safna myndefni, en fyrsti hvalurinn var dreginn að landi í Hvalfirði 21. júní síðastliðinn. Sea Shepard hafa lengi haft horn í síðu hvalveiða Íslendinga. Skemmst ber að minnast þess þegar tveir fulltrúar samtakanna sökktu skipunum Hvalur 6 og Hvalur 7 í Reykjavíkurhöfn og skemmdu hvalkjötsvinnsluna í Hvalfirði árið 1986. Í nýja myndbandinu eru áhorfendur hvattir til að senda töluvpósta á forsætisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur, umhverfisráðherrann Guðmund Inga Guðbrandsson og Ferðamálastofu til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Samtökin vona að íslensk stjórnvöld banni hvalveiðar í kringum landið og leggi þess í stað áherslu á hvalaskoðun. „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ spyrja samtökin í myndbandinu og vísa þar til hvalaverkunarinnar í Hvalfirði.Greint var frá því á dögunum að sala Hvals hf. hafi dregist saman um 31 prósent á milli ára og hagnaður fyrirtækisins um 515 milljónir króna á sama tímabili.Ef marka má könnun MMR eru skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar á hvalveiðum. Þriðjungur svarenda, eða 34 prósent, var andvígur, þriðjungur, einnig 34 prósent, hlynntir, og um þriðjungur, eða 31 prósent, hvorki hlynntur né andvígur. Myndband Sea Shepard má sjá hér að neðan. Hvalveiðar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, segja samtökin að veiðiaðferð Hvals valdi dýrunum ómældum þjáningum. Þar að auki sé lítill sem enginn innlendur markaður fyrir hvalkjöt og því sé það nær allt selt til Japans. Fulltrúar Bretlandsdeildar samtakanna voru hér á landi á dögunum til að safna myndefni, en fyrsti hvalurinn var dreginn að landi í Hvalfirði 21. júní síðastliðinn. Sea Shepard hafa lengi haft horn í síðu hvalveiða Íslendinga. Skemmst ber að minnast þess þegar tveir fulltrúar samtakanna sökktu skipunum Hvalur 6 og Hvalur 7 í Reykjavíkurhöfn og skemmdu hvalkjötsvinnsluna í Hvalfirði árið 1986. Í nýja myndbandinu eru áhorfendur hvattir til að senda töluvpósta á forsætisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur, umhverfisráðherrann Guðmund Inga Guðbrandsson og Ferðamálastofu til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Samtökin vona að íslensk stjórnvöld banni hvalveiðar í kringum landið og leggi þess í stað áherslu á hvalaskoðun. „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ spyrja samtökin í myndbandinu og vísa þar til hvalaverkunarinnar í Hvalfirði.Greint var frá því á dögunum að sala Hvals hf. hafi dregist saman um 31 prósent á milli ára og hagnaður fyrirtækisins um 515 milljónir króna á sama tímabili.Ef marka má könnun MMR eru skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar á hvalveiðum. Þriðjungur svarenda, eða 34 prósent, var andvígur, þriðjungur, einnig 34 prósent, hlynntir, og um þriðjungur, eða 31 prósent, hvorki hlynntur né andvígur. Myndband Sea Shepard má sjá hér að neðan.
Hvalveiðar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira