Svíarnir um Englendingana: Þeir bera enga virðingu fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 10:30 Englendingarnir Dele Alli og Harry Kane ásamt Svíunum Emil Forsberg og Viktor Claesson. Vísir/Getty Sænska landsliðið stendur í veg fyrir því að Englendingar komist í undanúrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar á morgun. Það er stytra síðan að sænska landsliðið spilaði í undanúrslitum HM en því náðu þeir á HM í Bandaríkjunum 1994. Enska landsliðið komst síðast í undanúrslitin á HM á Ítalíu sumarið 1990. Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, tjáði sig um virðingarleysi ensku landsliðsmannanna fyrir sænska landsliðinu en Svíar eru komnir mun lengra en flestir bjuggust við. Svíar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM með 1-0 sigri á Sviss og þeir unnu lika sinn riðil sem var líka með Þýskaland, Mexíkó og Suður-Kóreu. Sænska liðið hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í allri keppnini og það voru einmitt einu mörkin sem heimsmeistarar Þjóðverjar skoruðu á HM í ár. Sænska liðið hefur haldið hreinu í hinum þremur leikjum sínum. „Þeir bera enga virðingu fyrir okkur. Fólk býst heldur ekki við því að við vinnum þennan leik og öll pressan er á enska liðinu,“ sagði Peter Wettergren við Sky Sports. Sebastian Larsson þekkir líka vel til enska fótboltans. „Það búast allir við því í Englandi að þeir fari áfram og það yrðu gríðarlega mikil vonbrigði fyrir þá ef þeir myndu ekki vinna Svíþjóð,“ sagði Sebastian Larsson."If they weren't to go through and beat Sweden that would be a massive disappointment to say the least, so that's something the English players have to deal with." Full story: https://t.co/PSLZQVcC8Spic.twitter.com/OOv5pqfGyO — Sky Sports World Cup (@SkyFootball) July 5, 2018 Martin Olsson, leikmaður Swansea, segir að sænska liðið þurfi ekkert að óttast í þessum leik. „Við erum með ungt og jákvætt lið, við erum með góðan þjálfara og við erum spila með miklu sjálfstrausti. Við erum bara fyrst og fremst ánægðir að vera hérna og við erum ánægðir fyrir hönd stuðningsmanna okkar,“ sagði Martin Olsson. Leikur Englands og Svíþjóðar fer fram á morgun og hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sjá meira
Sænska landsliðið stendur í veg fyrir því að Englendingar komist í undanúrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar á morgun. Það er stytra síðan að sænska landsliðið spilaði í undanúrslitum HM en því náðu þeir á HM í Bandaríkjunum 1994. Enska landsliðið komst síðast í undanúrslitin á HM á Ítalíu sumarið 1990. Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, tjáði sig um virðingarleysi ensku landsliðsmannanna fyrir sænska landsliðinu en Svíar eru komnir mun lengra en flestir bjuggust við. Svíar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM með 1-0 sigri á Sviss og þeir unnu lika sinn riðil sem var líka með Þýskaland, Mexíkó og Suður-Kóreu. Sænska liðið hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í allri keppnini og það voru einmitt einu mörkin sem heimsmeistarar Þjóðverjar skoruðu á HM í ár. Sænska liðið hefur haldið hreinu í hinum þremur leikjum sínum. „Þeir bera enga virðingu fyrir okkur. Fólk býst heldur ekki við því að við vinnum þennan leik og öll pressan er á enska liðinu,“ sagði Peter Wettergren við Sky Sports. Sebastian Larsson þekkir líka vel til enska fótboltans. „Það búast allir við því í Englandi að þeir fari áfram og það yrðu gríðarlega mikil vonbrigði fyrir þá ef þeir myndu ekki vinna Svíþjóð,“ sagði Sebastian Larsson."If they weren't to go through and beat Sweden that would be a massive disappointment to say the least, so that's something the English players have to deal with." Full story: https://t.co/PSLZQVcC8Spic.twitter.com/OOv5pqfGyO — Sky Sports World Cup (@SkyFootball) July 5, 2018 Martin Olsson, leikmaður Swansea, segir að sænska liðið þurfi ekkert að óttast í þessum leik. „Við erum með ungt og jákvætt lið, við erum með góðan þjálfara og við erum spila með miklu sjálfstrausti. Við erum bara fyrst og fremst ánægðir að vera hérna og við erum ánægðir fyrir hönd stuðningsmanna okkar,“ sagði Martin Olsson. Leikur Englands og Svíþjóðar fer fram á morgun og hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sjá meira