Svíarnir um Englendingana: Þeir bera enga virðingu fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 10:30 Englendingarnir Dele Alli og Harry Kane ásamt Svíunum Emil Forsberg og Viktor Claesson. Vísir/Getty Sænska landsliðið stendur í veg fyrir því að Englendingar komist í undanúrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar á morgun. Það er stytra síðan að sænska landsliðið spilaði í undanúrslitum HM en því náðu þeir á HM í Bandaríkjunum 1994. Enska landsliðið komst síðast í undanúrslitin á HM á Ítalíu sumarið 1990. Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, tjáði sig um virðingarleysi ensku landsliðsmannanna fyrir sænska landsliðinu en Svíar eru komnir mun lengra en flestir bjuggust við. Svíar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM með 1-0 sigri á Sviss og þeir unnu lika sinn riðil sem var líka með Þýskaland, Mexíkó og Suður-Kóreu. Sænska liðið hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í allri keppnini og það voru einmitt einu mörkin sem heimsmeistarar Þjóðverjar skoruðu á HM í ár. Sænska liðið hefur haldið hreinu í hinum þremur leikjum sínum. „Þeir bera enga virðingu fyrir okkur. Fólk býst heldur ekki við því að við vinnum þennan leik og öll pressan er á enska liðinu,“ sagði Peter Wettergren við Sky Sports. Sebastian Larsson þekkir líka vel til enska fótboltans. „Það búast allir við því í Englandi að þeir fari áfram og það yrðu gríðarlega mikil vonbrigði fyrir þá ef þeir myndu ekki vinna Svíþjóð,“ sagði Sebastian Larsson."If they weren't to go through and beat Sweden that would be a massive disappointment to say the least, so that's something the English players have to deal with." Full story: https://t.co/PSLZQVcC8Spic.twitter.com/OOv5pqfGyO — Sky Sports World Cup (@SkyFootball) July 5, 2018 Martin Olsson, leikmaður Swansea, segir að sænska liðið þurfi ekkert að óttast í þessum leik. „Við erum með ungt og jákvætt lið, við erum með góðan þjálfara og við erum spila með miklu sjálfstrausti. Við erum bara fyrst og fremst ánægðir að vera hérna og við erum ánægðir fyrir hönd stuðningsmanna okkar,“ sagði Martin Olsson. Leikur Englands og Svíþjóðar fer fram á morgun og hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Sænska landsliðið stendur í veg fyrir því að Englendingar komist í undanúrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar á morgun. Það er stytra síðan að sænska landsliðið spilaði í undanúrslitum HM en því náðu þeir á HM í Bandaríkjunum 1994. Enska landsliðið komst síðast í undanúrslitin á HM á Ítalíu sumarið 1990. Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, tjáði sig um virðingarleysi ensku landsliðsmannanna fyrir sænska landsliðinu en Svíar eru komnir mun lengra en flestir bjuggust við. Svíar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM með 1-0 sigri á Sviss og þeir unnu lika sinn riðil sem var líka með Þýskaland, Mexíkó og Suður-Kóreu. Sænska liðið hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í allri keppnini og það voru einmitt einu mörkin sem heimsmeistarar Þjóðverjar skoruðu á HM í ár. Sænska liðið hefur haldið hreinu í hinum þremur leikjum sínum. „Þeir bera enga virðingu fyrir okkur. Fólk býst heldur ekki við því að við vinnum þennan leik og öll pressan er á enska liðinu,“ sagði Peter Wettergren við Sky Sports. Sebastian Larsson þekkir líka vel til enska fótboltans. „Það búast allir við því í Englandi að þeir fari áfram og það yrðu gríðarlega mikil vonbrigði fyrir þá ef þeir myndu ekki vinna Svíþjóð,“ sagði Sebastian Larsson."If they weren't to go through and beat Sweden that would be a massive disappointment to say the least, so that's something the English players have to deal with." Full story: https://t.co/PSLZQVcC8Spic.twitter.com/OOv5pqfGyO — Sky Sports World Cup (@SkyFootball) July 5, 2018 Martin Olsson, leikmaður Swansea, segir að sænska liðið þurfi ekkert að óttast í þessum leik. „Við erum með ungt og jákvætt lið, við erum með góðan þjálfara og við erum spila með miklu sjálfstrausti. Við erum bara fyrst og fremst ánægðir að vera hérna og við erum ánægðir fyrir hönd stuðningsmanna okkar,“ sagði Martin Olsson. Leikur Englands og Svíþjóðar fer fram á morgun og hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira