Sérstök karla- og kvennaklósett munu brátt heyra sögunni til hjá Reykjavíkurborg Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2018 14:48 Nýtt mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar.. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á sínum fyrsta fundi, að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar verði gerð ókyngreind frá og með haustinu. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að gerð verði úttekt á klefa- og salernisaðstæðum í húsnæði þar sem Reykjavíkurborg veitir þjónustu með tillögum að úrbótum sem taki mið af ólíkum þörfum borgarbúa í samráði við þau hagsmunasamtök er málið varðar. „Með því að hafa salerni öllum opin og sér klefa þar sem það á við er komið til móts við þarfir margra hópa eins og trans og intersex fólks og barna, foreldra fatlaðra barna í fylgd foreldris af gagnstæðu kyni og einnig myndu sér klefar nýtast fólki með heilsufarsvanda eins og t.d. stóma. Markmið samþykktarinnar er að draga úr fordómum og skapa betra aðgengi allra að samfélaginu í sinni víðustu mynd,“ segir í fréttinni. Að neðan má sjá sérstaka bókun mannréttinda- og lýðræðisráðs:Að um leið og ráðið ítrekar mikilvægi tillögunnar er skorað á þær einingar sem koma að uppbyggingu og viðhaldi eigna borgarinnar auk viðeigandi fagráða, að við uppbyggingu nýrra mannvirkja borgarinnar sem og við breytingar og aðrar framkvæmdir sé þess gætt að salernis-, sturtu- og búningsaðstaða sé eins ókynbundin og frekast er unnt. Þannig telja fulltrúarnir að vinna megi gegn mismunun og tryggja að fleiri geti nýtt sér þjónustu borgarinnar. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Nýtt mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á sínum fyrsta fundi, að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar verði gerð ókyngreind frá og með haustinu. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að gerð verði úttekt á klefa- og salernisaðstæðum í húsnæði þar sem Reykjavíkurborg veitir þjónustu með tillögum að úrbótum sem taki mið af ólíkum þörfum borgarbúa í samráði við þau hagsmunasamtök er málið varðar. „Með því að hafa salerni öllum opin og sér klefa þar sem það á við er komið til móts við þarfir margra hópa eins og trans og intersex fólks og barna, foreldra fatlaðra barna í fylgd foreldris af gagnstæðu kyni og einnig myndu sér klefar nýtast fólki með heilsufarsvanda eins og t.d. stóma. Markmið samþykktarinnar er að draga úr fordómum og skapa betra aðgengi allra að samfélaginu í sinni víðustu mynd,“ segir í fréttinni. Að neðan má sjá sérstaka bókun mannréttinda- og lýðræðisráðs:Að um leið og ráðið ítrekar mikilvægi tillögunnar er skorað á þær einingar sem koma að uppbyggingu og viðhaldi eigna borgarinnar auk viðeigandi fagráða, að við uppbyggingu nýrra mannvirkja borgarinnar sem og við breytingar og aðrar framkvæmdir sé þess gætt að salernis-, sturtu- og búningsaðstaða sé eins ókynbundin og frekast er unnt. Þannig telja fulltrúarnir að vinna megi gegn mismunun og tryggja að fleiri geti nýtt sér þjónustu borgarinnar.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira