Trump forðast Lundúnir í opinberri heimsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2018 16:44 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar nær algerlega að forðast höfuðborg Bretlands þegar hann kemur til landsins í næstu viku í opinbera heimsókn. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar nær algerlega að forðast höfuðborg Bretlands þegar hann kemur til landsins í næstu viku í opinbera heimsókn. Þannig mun hann aðeins dvelja eina nótt í Lundúnum, nóttina sem hann kemur til landsins. Með þessu móti forðast hann fjöldamótmæli sem boðað hefur verið til í höfuðborginni vegna heimsóknarinnar. Rúmlega 50.000 manns hafa boðað komu sína á mótmælin og gert er ráð fyrir að þau verði stærst á föstudeginum. Að sögn skipuleggjenda ætlar fólk að fylkja liði í Lundúnum og láta í ljós óánægju sína með meðferð hans á innflytjendum í Bandaríkjunum, með vísan til umdeildrar stefnu hans í innflytjendamálum „ekkert umburðarlyndi“. Þá eru margir mótmælendanna gagnrýnir á Bandaríkjaforseta og segja hann vera haldinn kynþáttafordómum og karlrembu. Skipuleggjendur hafa hlotið öll tilskilin leyfi til þess að fljúga risavaxinni Trump-blöðru þar sem hann lítur út eins og smábarn yfir Lundúnir þegar hann kemur til borgarinnar.Skipuleggjendur mótmælanna hafa fengið öll tilskilin leyfi fyrir blöðrunni.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 milljón króna til þess að búa til helíum fígúru sem þeir segja að tákni persónu Trump sem sé eins og reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendur. Í stað þess að dvelja í Lundúnum hyggst Trump halda sig í öruggri fjarlægð á landsbyggðinni. Í heimsókninni er gert ráð fyrir að Trump ræði við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hann hefur einnig verið boðaður á fund Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsor-kastalanum og þá hefur Trump einnig verið boðið til kvöldverðar að heimili fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Winstons Churchill. Trump ætlar að dvelja í Skotlandi um helgina. Nánar verður greint frá ferðum forsetans um Skotland þegar nær dregur að sögn talsmanna hans. Donald Trump Tengdar fréttir Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku 5. júlí 2018 23:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar nær algerlega að forðast höfuðborg Bretlands þegar hann kemur til landsins í næstu viku í opinbera heimsókn. Þannig mun hann aðeins dvelja eina nótt í Lundúnum, nóttina sem hann kemur til landsins. Með þessu móti forðast hann fjöldamótmæli sem boðað hefur verið til í höfuðborginni vegna heimsóknarinnar. Rúmlega 50.000 manns hafa boðað komu sína á mótmælin og gert er ráð fyrir að þau verði stærst á föstudeginum. Að sögn skipuleggjenda ætlar fólk að fylkja liði í Lundúnum og láta í ljós óánægju sína með meðferð hans á innflytjendum í Bandaríkjunum, með vísan til umdeildrar stefnu hans í innflytjendamálum „ekkert umburðarlyndi“. Þá eru margir mótmælendanna gagnrýnir á Bandaríkjaforseta og segja hann vera haldinn kynþáttafordómum og karlrembu. Skipuleggjendur hafa hlotið öll tilskilin leyfi til þess að fljúga risavaxinni Trump-blöðru þar sem hann lítur út eins og smábarn yfir Lundúnir þegar hann kemur til borgarinnar.Skipuleggjendur mótmælanna hafa fengið öll tilskilin leyfi fyrir blöðrunni.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 milljón króna til þess að búa til helíum fígúru sem þeir segja að tákni persónu Trump sem sé eins og reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendur. Í stað þess að dvelja í Lundúnum hyggst Trump halda sig í öruggri fjarlægð á landsbyggðinni. Í heimsókninni er gert ráð fyrir að Trump ræði við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hann hefur einnig verið boðaður á fund Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsor-kastalanum og þá hefur Trump einnig verið boðið til kvöldverðar að heimili fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Winstons Churchill. Trump ætlar að dvelja í Skotlandi um helgina. Nánar verður greint frá ferðum forsetans um Skotland þegar nær dregur að sögn talsmanna hans.
Donald Trump Tengdar fréttir Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku 5. júlí 2018 23:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku 5. júlí 2018 23:30