Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2018 19:30 Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. Tuttugu og fimm prósenta tollur verður lagður á vörur að andvirði þrjú þúsund og sex hundruð milljarðar króna frá hvoru ríkinu um sig. Forseti Bandaríkjanna hótar að setja toll á allan innflutning frá Kína.Klukkan fjögur í nótt tóku gildi tilskipanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um 25 prósenta toll á ýmsar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna frá Kína. Þar má nefna vörur eins og bíla, tölvudrif og ýmsan iðnaðarvarning. Örfáum klukkustundum eftir að tollarnir tóku gildi lýsti kínverska viðskiptaráðuneytið því yfir að Kínverjar neyddust til að svara í sömu mynt.Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir Kínverja almennt mótfallna einhliða viðskiptahindrunum og vilji að viðskiptadeilur séu leystar af raunsæi í samningum.Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarðaVísir/Getty„En það krefst þess að viðeigandi aðilar mætist á miðri leið. Allur einhliða þrýstingur er til einskis og fólk ætti ekki að gera sér neinar grillur með annað. Þegar farið er illa með lögmæta hagsmuni Kína mun Kína að sjálfsögðu slá frá sér með nauðsynlegum aðgerðum,” segir Lu. Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarða dollara eða um 3.600 milljarða íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti hefur síðan hótað að leggja tolla á allar innfluttar vörur frá Kína að verðmæti um 500 milljarða dollara á ári, eða 52.500 milljarða króna. Kínverjar hafa meðal annars lagt 25 prósenta toll á bíla og ýmsar landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum sem munu hafa mikil áhrif í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna þar sem Trump naut mikils stuðnings í forsetakosningunum. Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó hafa einnig brugðist við hækkun tolla í Bandaríkjunum á innfluttar vörur frá þeim. Frekari viðbrögð eru í undirbúningi innan Evrópusambandsins. Dan Pruzin talsmaður Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar varar við afleiðingunum af vaxandi verndaraðgerðum stórveldanna og hvetur þau til samninga. „Afleiðingar þessarra aðgerða eru nú þegar farnar að segja til sín. Fyrirtæki eru hikandi í fjárfestingum, það er vaxandi skjálfti á mörkuðum og verð á sumum vörum fer hækkandi. Ef þetta ástand magnast mun það aðeins leiða til enn meiri áhrifa sem munu bitna á störfum fólks og vexti þeirra ríkja sem hlut eiga að máli og senda skjálfta í gegnum allt efnahagslíf heimsins,” segir Dan Pruzin. Donald Trump Efnahagsmál Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. Tuttugu og fimm prósenta tollur verður lagður á vörur að andvirði þrjú þúsund og sex hundruð milljarðar króna frá hvoru ríkinu um sig. Forseti Bandaríkjanna hótar að setja toll á allan innflutning frá Kína.Klukkan fjögur í nótt tóku gildi tilskipanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um 25 prósenta toll á ýmsar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna frá Kína. Þar má nefna vörur eins og bíla, tölvudrif og ýmsan iðnaðarvarning. Örfáum klukkustundum eftir að tollarnir tóku gildi lýsti kínverska viðskiptaráðuneytið því yfir að Kínverjar neyddust til að svara í sömu mynt.Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir Kínverja almennt mótfallna einhliða viðskiptahindrunum og vilji að viðskiptadeilur séu leystar af raunsæi í samningum.Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarðaVísir/Getty„En það krefst þess að viðeigandi aðilar mætist á miðri leið. Allur einhliða þrýstingur er til einskis og fólk ætti ekki að gera sér neinar grillur með annað. Þegar farið er illa með lögmæta hagsmuni Kína mun Kína að sjálfsögðu slá frá sér með nauðsynlegum aðgerðum,” segir Lu. Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarða dollara eða um 3.600 milljarða íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti hefur síðan hótað að leggja tolla á allar innfluttar vörur frá Kína að verðmæti um 500 milljarða dollara á ári, eða 52.500 milljarða króna. Kínverjar hafa meðal annars lagt 25 prósenta toll á bíla og ýmsar landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum sem munu hafa mikil áhrif í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna þar sem Trump naut mikils stuðnings í forsetakosningunum. Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó hafa einnig brugðist við hækkun tolla í Bandaríkjunum á innfluttar vörur frá þeim. Frekari viðbrögð eru í undirbúningi innan Evrópusambandsins. Dan Pruzin talsmaður Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar varar við afleiðingunum af vaxandi verndaraðgerðum stórveldanna og hvetur þau til samninga. „Afleiðingar þessarra aðgerða eru nú þegar farnar að segja til sín. Fyrirtæki eru hikandi í fjárfestingum, það er vaxandi skjálfti á mörkuðum og verð á sumum vörum fer hækkandi. Ef þetta ástand magnast mun það aðeins leiða til enn meiri áhrifa sem munu bitna á störfum fólks og vexti þeirra ríkja sem hlut eiga að máli og senda skjálfta í gegnum allt efnahagslíf heimsins,” segir Dan Pruzin.
Donald Trump Efnahagsmál Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30
Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20