Segir kjaradeilur og heilbrigðisþjónustu „eitraða blöndu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2018 18:33 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Vísir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tjáir sig bæði um ljósmæðradeiluna og nýjasta úrskurð kjararáðs í pistli á heimasíðu spítalans í dag. Kjör Páls hafa verið í deiglunni undanfarna daga eftir nýjasta úrskurð kjararáðs þar sem laun forstjóra ýmissa ríkisstofnana voru hækkuð en meðaltalshækkunin var 10,8 prósent. Í pistlinum segir Páll að þessi hækkun hafi komið flatt upp á hann og umfjöllun um hana enn frekar. Þá tekur hann heils hugar undir þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið á kjararáð og segir að ef kjör ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta gætu hækkað jafnauðveldlega og laun æðstu stjórnenda þá „sæjum við væntanlega á bak þeirri eitruðu blöndu sem kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er.“ „Það er fjarri mér að kvarta undan mínum launum enda hef ég ekki gert það né farið fram á breytingar á þeim, frá því að ég gekkst inn á sömu launakjör og forveri minn árið 2013. Frá þeim tíma hefur orðið vísitöluhækkun á launum samkvæmt almennum úrskurði, síðast 2016. Rétt er að fram komi að fastur tími viðbótareininga hefur verið 133 frá upphafi og virðist sem gert sé ráð fyrir að þeim fjölgi um tvær en ekki 35 eins og ætla mætti af fréttum. Þá voru laun mín um síðustu mánaðamót með óbreyttum hætti en taka væntanlega breytingum samkvæmt úrskurðinum um þau næstu, þó ekki með þeim stórfellda hætti sem ætla má af umfjöllun mbl.is. Ég tek heils hugar undir þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið á Kjararáð og græt ekki að fara undan því. Hins vegar væri óskandi að kjör ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta væru jafnáreynslulaust hækkuð og snöfurmannlega að því verki gengið og við höfum séð undanfarið hjá æðstu stjórnendum. Þá sæjum við væntanlega á bak þeirri eitruðu blöndu sem kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er,“ segir Páll í pistlinum en hann má lesa í heild sinni hér. Kjaramál Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tjáir sig bæði um ljósmæðradeiluna og nýjasta úrskurð kjararáðs í pistli á heimasíðu spítalans í dag. Kjör Páls hafa verið í deiglunni undanfarna daga eftir nýjasta úrskurð kjararáðs þar sem laun forstjóra ýmissa ríkisstofnana voru hækkuð en meðaltalshækkunin var 10,8 prósent. Í pistlinum segir Páll að þessi hækkun hafi komið flatt upp á hann og umfjöllun um hana enn frekar. Þá tekur hann heils hugar undir þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið á kjararáð og segir að ef kjör ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta gætu hækkað jafnauðveldlega og laun æðstu stjórnenda þá „sæjum við væntanlega á bak þeirri eitruðu blöndu sem kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er.“ „Það er fjarri mér að kvarta undan mínum launum enda hef ég ekki gert það né farið fram á breytingar á þeim, frá því að ég gekkst inn á sömu launakjör og forveri minn árið 2013. Frá þeim tíma hefur orðið vísitöluhækkun á launum samkvæmt almennum úrskurði, síðast 2016. Rétt er að fram komi að fastur tími viðbótareininga hefur verið 133 frá upphafi og virðist sem gert sé ráð fyrir að þeim fjölgi um tvær en ekki 35 eins og ætla mætti af fréttum. Þá voru laun mín um síðustu mánaðamót með óbreyttum hætti en taka væntanlega breytingum samkvæmt úrskurðinum um þau næstu, þó ekki með þeim stórfellda hætti sem ætla má af umfjöllun mbl.is. Ég tek heils hugar undir þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið á Kjararáð og græt ekki að fara undan því. Hins vegar væri óskandi að kjör ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta væru jafnáreynslulaust hækkuð og snöfurmannlega að því verki gengið og við höfum séð undanfarið hjá æðstu stjórnendum. Þá sæjum við væntanlega á bak þeirri eitruðu blöndu sem kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er,“ segir Páll í pistlinum en hann má lesa í heild sinni hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00