Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. júlí 2018 15:30 Daniel Cormier þegar hann varði titilinn sinn síðast. Vísir/Getty Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. UFC er alltaf með stórt bardagakvöld í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí. Bardagakvöldin á þessum tíma eru iðulega með þeim stærstu á árinu en á undanförnum þremur árum hafa bardagasamtökin alltaf orðið fyrir óhöppum skömmu fyrir bardagakvöldið. Á því var engin undantekning í ár en seint á miðvikudaginn kom í ljós að Max Holloway væri ófær um að keppa en hann átti að verja fjaðurvigtartitil sinn gegn Brian Ortega. Aðalbardagi kvöldsins er ennþá á sínum stað en þar mætast þeir Daniel Cormier og Stipe Miocic um þungavigtartitilinn. Cormier er ríkjandi léttþungavigtarmeistari en fer nú upp í þungavigt til að skora á Miocic. Það hefur alltaf verið eitthvað sérstaklega áhugavert við þungavigtina í bardagaíþróttum. Fyrsti þyngdarflokkurinn sem settur var á laggirnar í UFC var einmitt þungavigtin og hefur þyngdarflokkurinn alltaf þótt áhugaverður frá því Mark Coleman varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC árið 1997. Fáum hefur þó tekist að halda titlinum lengi en fyrr á árinu varð Stipe Miocic sá fyrsti til að verja þungavigtartitilinn oftar en tvisvar. Þrjár titilvarnir hans fölna þó í samanburði við 11 titilvarnir Demetrious Johnson í fluguvigt. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier fer nú aftur upp í þungavigt en fyrstu 13 bardagar hans á MMA ferlinum voru í þungavigt. Þar var hann ósigraður og varð meðal annars þungavigtarmeistari Strikeforce bardagasamtakanna. Cormier hefur sigrað sterka keppendur í þungavigt á borð við Frank Mir, Roy Nelson, Josh Barnett og Antonio ‘Big Foot’ Silva. Það væri magnað afrek ef Cormier tækist að vinna Miocic í kvöld. Þar með yrði hann annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma en aðeins Conor McGregor hefur náð að leika það eftir. Einu töp Cormier í búrinu voru gegn Jon Jones í léttþungavigtinni. Jones hefur lengi talað um að fara upp í þungavigt og skora á stóru strákana þar. Vandamál hans utan búrsins hafa þó haldið honum á hliðarlínunni og væri það eflaust sárt fyrir vandræðagemlinginn að sjá erkióvin sinn Daniel Cormier ná markmiðinum sem Jones hefur svo lengi talað um. Með sigri kemst Daniel Cormier ofarlega á lista yfir þá bestu í sögu MMA. Til þess þarf hann þó að sigra Stipe Miocic sem er að margra mati besti þungavigtarmaður í sögu UFC. UFC 226 fer fram í nótt og verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira
Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. UFC er alltaf með stórt bardagakvöld í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí. Bardagakvöldin á þessum tíma eru iðulega með þeim stærstu á árinu en á undanförnum þremur árum hafa bardagasamtökin alltaf orðið fyrir óhöppum skömmu fyrir bardagakvöldið. Á því var engin undantekning í ár en seint á miðvikudaginn kom í ljós að Max Holloway væri ófær um að keppa en hann átti að verja fjaðurvigtartitil sinn gegn Brian Ortega. Aðalbardagi kvöldsins er ennþá á sínum stað en þar mætast þeir Daniel Cormier og Stipe Miocic um þungavigtartitilinn. Cormier er ríkjandi léttþungavigtarmeistari en fer nú upp í þungavigt til að skora á Miocic. Það hefur alltaf verið eitthvað sérstaklega áhugavert við þungavigtina í bardagaíþróttum. Fyrsti þyngdarflokkurinn sem settur var á laggirnar í UFC var einmitt þungavigtin og hefur þyngdarflokkurinn alltaf þótt áhugaverður frá því Mark Coleman varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC árið 1997. Fáum hefur þó tekist að halda titlinum lengi en fyrr á árinu varð Stipe Miocic sá fyrsti til að verja þungavigtartitilinn oftar en tvisvar. Þrjár titilvarnir hans fölna þó í samanburði við 11 titilvarnir Demetrious Johnson í fluguvigt. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier fer nú aftur upp í þungavigt en fyrstu 13 bardagar hans á MMA ferlinum voru í þungavigt. Þar var hann ósigraður og varð meðal annars þungavigtarmeistari Strikeforce bardagasamtakanna. Cormier hefur sigrað sterka keppendur í þungavigt á borð við Frank Mir, Roy Nelson, Josh Barnett og Antonio ‘Big Foot’ Silva. Það væri magnað afrek ef Cormier tækist að vinna Miocic í kvöld. Þar með yrði hann annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma en aðeins Conor McGregor hefur náð að leika það eftir. Einu töp Cormier í búrinu voru gegn Jon Jones í léttþungavigtinni. Jones hefur lengi talað um að fara upp í þungavigt og skora á stóru strákana þar. Vandamál hans utan búrsins hafa þó haldið honum á hliðarlínunni og væri það eflaust sárt fyrir vandræðagemlinginn að sjá erkióvin sinn Daniel Cormier ná markmiðinum sem Jones hefur svo lengi talað um. Með sigri kemst Daniel Cormier ofarlega á lista yfir þá bestu í sögu MMA. Til þess þarf hann þó að sigra Stipe Miocic sem er að margra mati besti þungavigtarmaður í sögu UFC. UFC 226 fer fram í nótt og verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira