Bakhjarl Brexit hitti Rússa oftar en hann hefur viðurkennt Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 08:27 Banks hefur smám saman þurft að gangast við sífellt fleiri fundum með rússneska sendiherranum. Hann hefur engar skýringar gefið á misræminu í frásögn sinni. Vísir/EPA Stærsti fjárhagslegi stuðningsmaður Brexit-herferðarinnar í Bretlandi hitti sendiherra Rússlands í London að minnsta kosti ellefu sinnum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 og mánuðina tvo á eftir. Auðkýfingurinn hefur ítrekað þurft að gangast við fleiri fundum með Rússum eftir að hafa upphaflega aðeins sagst hafa hitt sendiherrann einu sinni. Arron Banks lagði meira fé í baráttuna fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en nokkur annar. Talið er að hann hafi lagt um tólf milljónir punda í Brexit-herferðina. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um samskipti hans og tengsl við sendiherra Rússlands í London að undanförnu en þeir fundir voru tíðari en Banks hefur viljað viðurkenna. Sumir þeirra áttu sér stað á lykilstundum baráttunnar fyrir Brexit. Nú segir breska blaðið The Observer að Banks hafi hitt sendiherrann minnst ellefu sinnum, það er sjö sinnum oftar en Banks hefur áður viðurkennt. Gögn sem blaðið hefur undir höndum benda til þess að fundirnir gætu hafa verið enn fleiri. Þegar samskiptin voru fyrst borin undir Banks sagði hann aðeins hafa átt einn „blautan hádegisverð“ með sendiherranum. Síðar sagði hann þingnefnd sem rannsakaði falsfréttir að fundirnir hefðu verið tveir eða þrír. Í viðtali við New York Times í síðustu viku viðurkenndi Banks svo að þeir heðfu verið fjórir en gaf engar skýringar á misræminu. Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins hafa samskiptin til skoðunar. Í Bandaríkjunum hafa vangaveltur verið um að Banks og félagar hans hafi getað verið milligöngumenn á milli Rússa og forsetaframboðs Donalds Trump. Banks og félaga hans var meðal annars boðinn hlutur í gullnámu af rússneskum athafnamanni sem sendiherrann kynnti þá fyrir. Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Stærsti fjárhagslegi stuðningsmaður Brexit-herferðarinnar í Bretlandi hitti sendiherra Rússlands í London að minnsta kosti ellefu sinnum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 og mánuðina tvo á eftir. Auðkýfingurinn hefur ítrekað þurft að gangast við fleiri fundum með Rússum eftir að hafa upphaflega aðeins sagst hafa hitt sendiherrann einu sinni. Arron Banks lagði meira fé í baráttuna fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en nokkur annar. Talið er að hann hafi lagt um tólf milljónir punda í Brexit-herferðina. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um samskipti hans og tengsl við sendiherra Rússlands í London að undanförnu en þeir fundir voru tíðari en Banks hefur viljað viðurkenna. Sumir þeirra áttu sér stað á lykilstundum baráttunnar fyrir Brexit. Nú segir breska blaðið The Observer að Banks hafi hitt sendiherrann minnst ellefu sinnum, það er sjö sinnum oftar en Banks hefur áður viðurkennt. Gögn sem blaðið hefur undir höndum benda til þess að fundirnir gætu hafa verið enn fleiri. Þegar samskiptin voru fyrst borin undir Banks sagði hann aðeins hafa átt einn „blautan hádegisverð“ með sendiherranum. Síðar sagði hann þingnefnd sem rannsakaði falsfréttir að fundirnir hefðu verið tveir eða þrír. Í viðtali við New York Times í síðustu viku viðurkenndi Banks svo að þeir heðfu verið fjórir en gaf engar skýringar á misræminu. Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins hafa samskiptin til skoðunar. Í Bandaríkjunum hafa vangaveltur verið um að Banks og félagar hans hafi getað verið milligöngumenn á milli Rússa og forsetaframboðs Donalds Trump. Banks og félaga hans var meðal annars boðinn hlutur í gullnámu af rússneskum athafnamanni sem sendiherrann kynnti þá fyrir.
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00