Karlmaður ók bíl sínum viljandi framan á lögreglubíl á Akureyri í gær. Lögreglu höfðu borist nokkrar kvartanir vegna glæfralegs aksturs mannsins. Þegar lögreglumenn ætluðu að hafa afskipti af manninum ók hann á bíl þeirra.
Að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Norðurlandi eystra, bárust lögreglunni tilkynningar um „óeðlilegt og glæfralegt aksturslag“ mannsins við Eyjafjörð í gær.
Áreksturinn átti sér stað á meðan lögreglan var að leita að manninum til þess að stöðva hann.
„Allt í einu poppaði hann upp á þeim stað sem við vorum á og það sem gerðist var að hann dúndraði á lögreglubílinn“ segir Hermann.
Fréttin hefur verið uppfærð.
