Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 9. júlí 2018 22:17 Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, var í kvöld skipaður utanríkisráðherra Bretlands. Vísir/ap Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag er Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. Hunt var í kvöld boðaður á fund May í ráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 og var tilkynnt um skipun hans eftir fundinn. Þessi uppstokkun á ríkisstjórninni felur í sér að menningarmálaráðherrann Matt Hancock verður heilbrigðisráðherra og Jeremy Wright, ríkissaksóknari, tekur við embætti ráðherra menningarmála. Í viðtali við Sky News þakkaði nýr utanríkisráðherra forvera sínum, Boris Johnson, fyrir vel unnin störf. Hann hafi verið mikill drifkraftur fyrir bresk stjórnmál auk þess sem hann hafi staðið sig vel í sínum viðbrögðum við taugaefnaárás á Skripal-feðginin. Hunt segir að efst á blaði sé að standa þétt á bakvið forsætisráðherra. Hann segir að augu heimisins beinist nú að Bretlandi og að margir séu að velta því fyrir sér hvernig land Bretland verður eftir að það fer úr Evrópusambandinu. Hann segir að Bretland verði áreiðanlegur bandamaður annarra þjóða og muni hafa í hávegum þau gildi sem skipta bresku þjóðina máli.The new foreign secretary @Jeremy_Hunt say's he 'stands behind the prime minister' in a "time of massive importance"All of the latest politics news here: https://t.co/KglucxndnL pic.twitter.com/Zz10KvfBIv— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Óreiðuástand er í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag. Uppreisn virðist vera í uppsiglingu innan Íhaldsflokksins gegn Theresu May, forsætisráðherra. Fyrir helgi fullyrti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig haga ætti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sú samstaða rann út í sandinn í dag með afsögn David Davis Brexitmálaráðherra og síðar Boris Johnsons utanríkisráðherra. Ráðherrarnir fyrrverandi vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það stóð hún við afstöðu sína í breska þinginu í dag. „Á þeim tveimur árum sem eru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur átt sér þróttmikil umræða í samfélaginu þar sem kröftug skoðanaskipti hafa farið fram við ríkisstjórnarborðið sem og við morgunverðarborðið vítt og breitt um landið. Ég hef hlustað eftir öllum hugmyndum og öllum hugsanlegum útgáfum af Brexit. Herra forseti, þetta er rétta útgáfan af Brexit, sem sagt að ganga úr ESB þann 29. mars 2019.“Boris Johnson, sagði af sér í dag sem utanríkisráðherra Bretlands. Í hans stað kemur Jeremy Hunt.Vísir/APLeiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að svo virtist vera að innanflokksátökin í Íhaldsflokknum skiptu meira máli en hagsmunir þjóðarinnar og að ríkisstjórnin ætti að víkja fyrir einhverjum sem bæri þjóðarhag fyrir brjósti. „Það er ljós, herra forseti, að þessi ríkisstjórn getur ekki gengið frá samkomulagi um að tryggja efnahag landsins; um að tryggja störf og lífskjör. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn getur ekki komist að góðu samkomulagi fyrir Bretland.“ Afsögn ráðherranna er sögð undanfari stærra uppgjörs innan Íhaldsflokksin og eru þingmenn hans sagðir safna undirskriftum til að lýsa yfir vantrausti á May. Talsmaður Downing strætis segir að forsætisráðherrann muni verjast vantraustsyfirlýsingu komi hún fram en stjórnmálaskýrendur telja að ekki sé meirihluti í þingflokki íhaldsmanna til að lýsa yfir vantrausti. David Davis segist ekki ætla að skora forsætisráðherrann á hólm fari svo að boðað verði til formannskosninga en Boris Johnson hefur ekki útilokað neitt í þeim efnum. Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag er Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. Hunt var í kvöld boðaður á fund May í ráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 og var tilkynnt um skipun hans eftir fundinn. Þessi uppstokkun á ríkisstjórninni felur í sér að menningarmálaráðherrann Matt Hancock verður heilbrigðisráðherra og Jeremy Wright, ríkissaksóknari, tekur við embætti ráðherra menningarmála. Í viðtali við Sky News þakkaði nýr utanríkisráðherra forvera sínum, Boris Johnson, fyrir vel unnin störf. Hann hafi verið mikill drifkraftur fyrir bresk stjórnmál auk þess sem hann hafi staðið sig vel í sínum viðbrögðum við taugaefnaárás á Skripal-feðginin. Hunt segir að efst á blaði sé að standa þétt á bakvið forsætisráðherra. Hann segir að augu heimisins beinist nú að Bretlandi og að margir séu að velta því fyrir sér hvernig land Bretland verður eftir að það fer úr Evrópusambandinu. Hann segir að Bretland verði áreiðanlegur bandamaður annarra þjóða og muni hafa í hávegum þau gildi sem skipta bresku þjóðina máli.The new foreign secretary @Jeremy_Hunt say's he 'stands behind the prime minister' in a "time of massive importance"All of the latest politics news here: https://t.co/KglucxndnL pic.twitter.com/Zz10KvfBIv— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Óreiðuástand er í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag. Uppreisn virðist vera í uppsiglingu innan Íhaldsflokksins gegn Theresu May, forsætisráðherra. Fyrir helgi fullyrti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig haga ætti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sú samstaða rann út í sandinn í dag með afsögn David Davis Brexitmálaráðherra og síðar Boris Johnsons utanríkisráðherra. Ráðherrarnir fyrrverandi vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það stóð hún við afstöðu sína í breska þinginu í dag. „Á þeim tveimur árum sem eru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur átt sér þróttmikil umræða í samfélaginu þar sem kröftug skoðanaskipti hafa farið fram við ríkisstjórnarborðið sem og við morgunverðarborðið vítt og breitt um landið. Ég hef hlustað eftir öllum hugmyndum og öllum hugsanlegum útgáfum af Brexit. Herra forseti, þetta er rétta útgáfan af Brexit, sem sagt að ganga úr ESB þann 29. mars 2019.“Boris Johnson, sagði af sér í dag sem utanríkisráðherra Bretlands. Í hans stað kemur Jeremy Hunt.Vísir/APLeiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að svo virtist vera að innanflokksátökin í Íhaldsflokknum skiptu meira máli en hagsmunir þjóðarinnar og að ríkisstjórnin ætti að víkja fyrir einhverjum sem bæri þjóðarhag fyrir brjósti. „Það er ljós, herra forseti, að þessi ríkisstjórn getur ekki gengið frá samkomulagi um að tryggja efnahag landsins; um að tryggja störf og lífskjör. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn getur ekki komist að góðu samkomulagi fyrir Bretland.“ Afsögn ráðherranna er sögð undanfari stærra uppgjörs innan Íhaldsflokksin og eru þingmenn hans sagðir safna undirskriftum til að lýsa yfir vantrausti á May. Talsmaður Downing strætis segir að forsætisráðherrann muni verjast vantraustsyfirlýsingu komi hún fram en stjórnmálaskýrendur telja að ekki sé meirihluti í þingflokki íhaldsmanna til að lýsa yfir vantrausti. David Davis segist ekki ætla að skora forsætisráðherrann á hólm fari svo að boðað verði til formannskosninga en Boris Johnson hefur ekki útilokað neitt í þeim efnum.
Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“