Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 9. júlí 2018 22:17 Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, var í kvöld skipaður utanríkisráðherra Bretlands. Vísir/ap Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag er Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. Hunt var í kvöld boðaður á fund May í ráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 og var tilkynnt um skipun hans eftir fundinn. Þessi uppstokkun á ríkisstjórninni felur í sér að menningarmálaráðherrann Matt Hancock verður heilbrigðisráðherra og Jeremy Wright, ríkissaksóknari, tekur við embætti ráðherra menningarmála. Í viðtali við Sky News þakkaði nýr utanríkisráðherra forvera sínum, Boris Johnson, fyrir vel unnin störf. Hann hafi verið mikill drifkraftur fyrir bresk stjórnmál auk þess sem hann hafi staðið sig vel í sínum viðbrögðum við taugaefnaárás á Skripal-feðginin. Hunt segir að efst á blaði sé að standa þétt á bakvið forsætisráðherra. Hann segir að augu heimisins beinist nú að Bretlandi og að margir séu að velta því fyrir sér hvernig land Bretland verður eftir að það fer úr Evrópusambandinu. Hann segir að Bretland verði áreiðanlegur bandamaður annarra þjóða og muni hafa í hávegum þau gildi sem skipta bresku þjóðina máli.The new foreign secretary @Jeremy_Hunt say's he 'stands behind the prime minister' in a "time of massive importance"All of the latest politics news here: https://t.co/KglucxndnL pic.twitter.com/Zz10KvfBIv— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Óreiðuástand er í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag. Uppreisn virðist vera í uppsiglingu innan Íhaldsflokksins gegn Theresu May, forsætisráðherra. Fyrir helgi fullyrti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig haga ætti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sú samstaða rann út í sandinn í dag með afsögn David Davis Brexitmálaráðherra og síðar Boris Johnsons utanríkisráðherra. Ráðherrarnir fyrrverandi vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það stóð hún við afstöðu sína í breska þinginu í dag. „Á þeim tveimur árum sem eru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur átt sér þróttmikil umræða í samfélaginu þar sem kröftug skoðanaskipti hafa farið fram við ríkisstjórnarborðið sem og við morgunverðarborðið vítt og breitt um landið. Ég hef hlustað eftir öllum hugmyndum og öllum hugsanlegum útgáfum af Brexit. Herra forseti, þetta er rétta útgáfan af Brexit, sem sagt að ganga úr ESB þann 29. mars 2019.“Boris Johnson, sagði af sér í dag sem utanríkisráðherra Bretlands. Í hans stað kemur Jeremy Hunt.Vísir/APLeiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að svo virtist vera að innanflokksátökin í Íhaldsflokknum skiptu meira máli en hagsmunir þjóðarinnar og að ríkisstjórnin ætti að víkja fyrir einhverjum sem bæri þjóðarhag fyrir brjósti. „Það er ljós, herra forseti, að þessi ríkisstjórn getur ekki gengið frá samkomulagi um að tryggja efnahag landsins; um að tryggja störf og lífskjör. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn getur ekki komist að góðu samkomulagi fyrir Bretland.“ Afsögn ráðherranna er sögð undanfari stærra uppgjörs innan Íhaldsflokksin og eru þingmenn hans sagðir safna undirskriftum til að lýsa yfir vantrausti á May. Talsmaður Downing strætis segir að forsætisráðherrann muni verjast vantraustsyfirlýsingu komi hún fram en stjórnmálaskýrendur telja að ekki sé meirihluti í þingflokki íhaldsmanna til að lýsa yfir vantrausti. David Davis segist ekki ætla að skora forsætisráðherrann á hólm fari svo að boðað verði til formannskosninga en Boris Johnson hefur ekki útilokað neitt í þeim efnum. Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag er Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. Hunt var í kvöld boðaður á fund May í ráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 og var tilkynnt um skipun hans eftir fundinn. Þessi uppstokkun á ríkisstjórninni felur í sér að menningarmálaráðherrann Matt Hancock verður heilbrigðisráðherra og Jeremy Wright, ríkissaksóknari, tekur við embætti ráðherra menningarmála. Í viðtali við Sky News þakkaði nýr utanríkisráðherra forvera sínum, Boris Johnson, fyrir vel unnin störf. Hann hafi verið mikill drifkraftur fyrir bresk stjórnmál auk þess sem hann hafi staðið sig vel í sínum viðbrögðum við taugaefnaárás á Skripal-feðginin. Hunt segir að efst á blaði sé að standa þétt á bakvið forsætisráðherra. Hann segir að augu heimisins beinist nú að Bretlandi og að margir séu að velta því fyrir sér hvernig land Bretland verður eftir að það fer úr Evrópusambandinu. Hann segir að Bretland verði áreiðanlegur bandamaður annarra þjóða og muni hafa í hávegum þau gildi sem skipta bresku þjóðina máli.The new foreign secretary @Jeremy_Hunt say's he 'stands behind the prime minister' in a "time of massive importance"All of the latest politics news here: https://t.co/KglucxndnL pic.twitter.com/Zz10KvfBIv— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Óreiðuástand er í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag. Uppreisn virðist vera í uppsiglingu innan Íhaldsflokksins gegn Theresu May, forsætisráðherra. Fyrir helgi fullyrti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig haga ætti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sú samstaða rann út í sandinn í dag með afsögn David Davis Brexitmálaráðherra og síðar Boris Johnsons utanríkisráðherra. Ráðherrarnir fyrrverandi vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það stóð hún við afstöðu sína í breska þinginu í dag. „Á þeim tveimur árum sem eru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur átt sér þróttmikil umræða í samfélaginu þar sem kröftug skoðanaskipti hafa farið fram við ríkisstjórnarborðið sem og við morgunverðarborðið vítt og breitt um landið. Ég hef hlustað eftir öllum hugmyndum og öllum hugsanlegum útgáfum af Brexit. Herra forseti, þetta er rétta útgáfan af Brexit, sem sagt að ganga úr ESB þann 29. mars 2019.“Boris Johnson, sagði af sér í dag sem utanríkisráðherra Bretlands. Í hans stað kemur Jeremy Hunt.Vísir/APLeiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að svo virtist vera að innanflokksátökin í Íhaldsflokknum skiptu meira máli en hagsmunir þjóðarinnar og að ríkisstjórnin ætti að víkja fyrir einhverjum sem bæri þjóðarhag fyrir brjósti. „Það er ljós, herra forseti, að þessi ríkisstjórn getur ekki gengið frá samkomulagi um að tryggja efnahag landsins; um að tryggja störf og lífskjör. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn getur ekki komist að góðu samkomulagi fyrir Bretland.“ Afsögn ráðherranna er sögð undanfari stærra uppgjörs innan Íhaldsflokksin og eru þingmenn hans sagðir safna undirskriftum til að lýsa yfir vantrausti á May. Talsmaður Downing strætis segir að forsætisráðherrann muni verjast vantraustsyfirlýsingu komi hún fram en stjórnmálaskýrendur telja að ekki sé meirihluti í þingflokki íhaldsmanna til að lýsa yfir vantrausti. David Davis segist ekki ætla að skora forsætisráðherrann á hólm fari svo að boðað verði til formannskosninga en Boris Johnson hefur ekki útilokað neitt í þeim efnum.
Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05