Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Benedikt Bóas skrifar 30. júní 2018 07:00 Mjaldrar eru gríðarlega vinsælir í Japan en dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir frelsun þeirra. Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur gert leigusamning við fyrirtækið The Beluga Building Company sem er stofnað til að halda utan um fasteignarekstur Merlin í Vestmannaeyjum. Merlin er er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Á blaðamannafundi sem haldinn var í London í vikunni kom fram að Litla-Hvít væri mjög feimin á meðan Litla Grá er mun opnari og oft mikil læti í kringum hana. Þar kom einnig fram að takmarkað verður fyrir hinn almenna borgara að sjá hvalina í sínum nýju heimkynnum. Í samningnum sem er til 20 ára er gert ráð fyrir að The Beluga Building Company leigi tæplega 800 fermetra jarðhæð Fiskiðjunnar að Ægisgötu 2 af Vestmannaeyjabæ. Til viðbótar er gert ráð fyrir að fyrirtækið byggi annað 800 fermetra hús þar sunnan við og tengi við hið leigða rými með tengibyggingu. Í leigusamningnum er gert ráð fyrir að fyrirtækið komi upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Áætlaður stofnkostnaður gæti legið nærri 500 milljónum króna og hefur Vestmannaeyjabær enga aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Velji fyrirtækið að hætta starfsemi mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi sér að kostnaðarlausu, segir í samningnum. Leigusamningurinn hljómar upp á að fyrirtækið greiði 190 þúsund krónur á mánuði og er veittur 50 prósenta afsláttur í fimm ár, auk hluta af tekjum fari þær yfir 125 milljónir á ári. Fréttablaðið skoðaði nokkra mjaldra um allan heim og hver veit hvort þetta verði upphafið að því að mjaldrar endi við strendur Vestmannaeyja. Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur gert leigusamning við fyrirtækið The Beluga Building Company sem er stofnað til að halda utan um fasteignarekstur Merlin í Vestmannaeyjum. Merlin er er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Á blaðamannafundi sem haldinn var í London í vikunni kom fram að Litla-Hvít væri mjög feimin á meðan Litla Grá er mun opnari og oft mikil læti í kringum hana. Þar kom einnig fram að takmarkað verður fyrir hinn almenna borgara að sjá hvalina í sínum nýju heimkynnum. Í samningnum sem er til 20 ára er gert ráð fyrir að The Beluga Building Company leigi tæplega 800 fermetra jarðhæð Fiskiðjunnar að Ægisgötu 2 af Vestmannaeyjabæ. Til viðbótar er gert ráð fyrir að fyrirtækið byggi annað 800 fermetra hús þar sunnan við og tengi við hið leigða rými með tengibyggingu. Í leigusamningnum er gert ráð fyrir að fyrirtækið komi upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Áætlaður stofnkostnaður gæti legið nærri 500 milljónum króna og hefur Vestmannaeyjabær enga aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Velji fyrirtækið að hætta starfsemi mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi sér að kostnaðarlausu, segir í samningnum. Leigusamningurinn hljómar upp á að fyrirtækið greiði 190 þúsund krónur á mánuði og er veittur 50 prósenta afsláttur í fimm ár, auk hluta af tekjum fari þær yfir 125 milljónir á ári. Fréttablaðið skoðaði nokkra mjaldra um allan heim og hver veit hvort þetta verði upphafið að því að mjaldrar endi við strendur Vestmannaeyja. Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira