Dómar Landsréttar munu teljast bindandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júní 2018 22:45 Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að allir dómar Landsréttar muni teljast bindandi þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan hafi verið andstæð lögum. Dómana þurfi að bera undir endurupptökunefnd til að þeim verði hnekkt. Líkt og fram hefur komið hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið kæru Landsréttarmálsins til meðferðar og krafist skýringa frá íslenska ríkinu. Málið er fordæmalaust hjá dómstólnum og virðist í forfangi það sem einungis er um mánuður síðan kæran barst. Í málinu sem var kært var er réttmæti skipunar dómara Landsréttar dregin í efa, en þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómari taldist ekki vanhæfur, þrátt fyrir að dómurinn hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að skipan dómaranna væri ekki í samræmi við lög. Önnur spurning Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda snýr einmitt að þessu atriði en í hinni er spurt hvernig atkvæðagreiðslan á Alþingi samrýmist lögum. Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fari svo að Mannréttindadómstóllinn telji skipan dómara við réttinn ólögmæta segir Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði, að niðurstaðan hafi engin sjálfkrafa áhrif. „Vegna þess að hann er ekki „automatískt“ bindandi fyrir okkur. Hann er bindandi að þjóðarrétti en hann hann hefur ekki þær afleiðingar að kerfi hrynji sjálfkrafa hérna á Íslandi.“ Niðurstaða Mannréttindadómstólsins kynni ekki að hafa áhrif á dómana sem þegar hafa fallið í Landsrétti. „Þeir eru bindandi eins og allir aðrir dómar,“ segir Kristín og segir að menn þurfi að fara fram á endurupptöku ef menn eru ósáttir við niðurstöðu dómstóla hér á Íslandi. Um skilyrði til endurupptöku mála er fjallað í lögum um meðferð einka- og sakamála og meta þarf hvert mál fyrir sig telji fólk ástæðu til að véfengja gildi dómanna. Þá myndi dómurinn ekki hafa bein áhrif á skipan dómara við Landsrétt. Kristín bendir á að dómarar á Íslandi séu æviráðnir og ekki vikið nema með lögum. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins. 28. júní 2018 21:30 Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að allir dómar Landsréttar muni teljast bindandi þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan hafi verið andstæð lögum. Dómana þurfi að bera undir endurupptökunefnd til að þeim verði hnekkt. Líkt og fram hefur komið hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið kæru Landsréttarmálsins til meðferðar og krafist skýringa frá íslenska ríkinu. Málið er fordæmalaust hjá dómstólnum og virðist í forfangi það sem einungis er um mánuður síðan kæran barst. Í málinu sem var kært var er réttmæti skipunar dómara Landsréttar dregin í efa, en þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómari taldist ekki vanhæfur, þrátt fyrir að dómurinn hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að skipan dómaranna væri ekki í samræmi við lög. Önnur spurning Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda snýr einmitt að þessu atriði en í hinni er spurt hvernig atkvæðagreiðslan á Alþingi samrýmist lögum. Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fari svo að Mannréttindadómstóllinn telji skipan dómara við réttinn ólögmæta segir Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði, að niðurstaðan hafi engin sjálfkrafa áhrif. „Vegna þess að hann er ekki „automatískt“ bindandi fyrir okkur. Hann er bindandi að þjóðarrétti en hann hann hefur ekki þær afleiðingar að kerfi hrynji sjálfkrafa hérna á Íslandi.“ Niðurstaða Mannréttindadómstólsins kynni ekki að hafa áhrif á dómana sem þegar hafa fallið í Landsrétti. „Þeir eru bindandi eins og allir aðrir dómar,“ segir Kristín og segir að menn þurfi að fara fram á endurupptöku ef menn eru ósáttir við niðurstöðu dómstóla hér á Íslandi. Um skilyrði til endurupptöku mála er fjallað í lögum um meðferð einka- og sakamála og meta þarf hvert mál fyrir sig telji fólk ástæðu til að véfengja gildi dómanna. Þá myndi dómurinn ekki hafa bein áhrif á skipan dómara við Landsrétt. Kristín bendir á að dómarar á Íslandi séu æviráðnir og ekki vikið nema með lögum.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins. 28. júní 2018 21:30 Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins. 28. júní 2018 21:30
Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00
Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14