„Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 20. júní 2018 23:09 Pascal Atuma segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann: "Allavega núna.“ Vísir/Vilhelm Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland,“ sagði Pascal þegar blaðamaður hitti á hann á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd í kvöld. Sömu sögu var að segja af öðrum nígerískum stuðningsmönnum. Þeir eru kokhraustir fyrir leikinn. Pascal býr í Kanada en er grjótharður stuðningsmaður þeirra grænklæddu, The Super Eagles, eins og nígeríska liðið er kallað. Ofurernirnir myndi það líklega heita á okkar ylhýra. „Ég er mikill aðdáandi og fylgdi liðinu líka til Brasilíu fyrir fjórum árum,“ segir Pascal. Þá kom upp ósætti hjá Nígeríumönnum vegna peningagreiðslna frá knattpsyrnusambandinu og gekk illa hjá liðinu. Spánverjar á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd gátu fagnað 1-0 sigri á Íran í kvöld.Vísir/VilhelmEn hann er bjartsýnn á gengi liðsins í Rússlandi. „Við erum ekki sömu mistökin og á móti Króatíu,“ segir Pascal. Simeon Tochukwu Nwankwo, framherji Crotone í ítölsku b-deildinni, og Kelechi Iheanacho, framherji Leicester, þurfi að byrja gegn Íslandi. Vantað hafi upp á sóknarleikinn gegn Króatíu. „Ég horfði á leikinn hjá Íslandi og liðið er mjög vel skipulagt í varnarleiknum. Nígería þarf að brjóta þá niður,“ segir Pascal. Til þess þarf að planta fyrrnefndum framherjum í byrjunarliðið.Stuðningsmannasvæðið í Volgograd er þægilegt. Stór skjár við endan á löngum tröpppum þar sem nóg var af sætum í kvöld.Vísir/VilhelmÚrslitin verða 2-1 í jöfnum leik en Pascal telur miklu máli skipta að allt sé undir hjá Nígeríu. „Nígera er með bakið upp við vegg. Sigur eða farðu heim,“ segir Pascal. Detti Nígería út og Ísland kemst áfram er hann ekki líklegur til að hoppa á Íslandsvagninn. „Þá hoppa ég á Ronaldo vagninn,“ segir Pascal og lýsir þeim portúgalska, gæðum hans og einbeitingu, í þaula. „Ef Ronaldo væri franskur, spænskur eða þýskur þá yrði sú þjóð heimsmeistari.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Veiðiklúbburinn Óli alls staðar er mættur til Volgograd en sakna átta félaga. 20. júní 2018 22:48 Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag. 20. júní 2018 06:00 Strákarnir komnir á flugulausan flugvöll í Volgograd Íslenska landsliðið er lent í Volgograd þar sem liðið mætir Nígeríu á föstudag. Flugulaust loft tók á móti liðinu á flugvellinum. 20. júní 2018 16:19 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland,“ sagði Pascal þegar blaðamaður hitti á hann á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd í kvöld. Sömu sögu var að segja af öðrum nígerískum stuðningsmönnum. Þeir eru kokhraustir fyrir leikinn. Pascal býr í Kanada en er grjótharður stuðningsmaður þeirra grænklæddu, The Super Eagles, eins og nígeríska liðið er kallað. Ofurernirnir myndi það líklega heita á okkar ylhýra. „Ég er mikill aðdáandi og fylgdi liðinu líka til Brasilíu fyrir fjórum árum,“ segir Pascal. Þá kom upp ósætti hjá Nígeríumönnum vegna peningagreiðslna frá knattpsyrnusambandinu og gekk illa hjá liðinu. Spánverjar á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd gátu fagnað 1-0 sigri á Íran í kvöld.Vísir/VilhelmEn hann er bjartsýnn á gengi liðsins í Rússlandi. „Við erum ekki sömu mistökin og á móti Króatíu,“ segir Pascal. Simeon Tochukwu Nwankwo, framherji Crotone í ítölsku b-deildinni, og Kelechi Iheanacho, framherji Leicester, þurfi að byrja gegn Íslandi. Vantað hafi upp á sóknarleikinn gegn Króatíu. „Ég horfði á leikinn hjá Íslandi og liðið er mjög vel skipulagt í varnarleiknum. Nígería þarf að brjóta þá niður,“ segir Pascal. Til þess þarf að planta fyrrnefndum framherjum í byrjunarliðið.Stuðningsmannasvæðið í Volgograd er þægilegt. Stór skjár við endan á löngum tröpppum þar sem nóg var af sætum í kvöld.Vísir/VilhelmÚrslitin verða 2-1 í jöfnum leik en Pascal telur miklu máli skipta að allt sé undir hjá Nígeríu. „Nígera er með bakið upp við vegg. Sigur eða farðu heim,“ segir Pascal. Detti Nígería út og Ísland kemst áfram er hann ekki líklegur til að hoppa á Íslandsvagninn. „Þá hoppa ég á Ronaldo vagninn,“ segir Pascal og lýsir þeim portúgalska, gæðum hans og einbeitingu, í þaula. „Ef Ronaldo væri franskur, spænskur eða þýskur þá yrði sú þjóð heimsmeistari.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Veiðiklúbburinn Óli alls staðar er mættur til Volgograd en sakna átta félaga. 20. júní 2018 22:48 Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag. 20. júní 2018 06:00 Strákarnir komnir á flugulausan flugvöll í Volgograd Íslenska landsliðið er lent í Volgograd þar sem liðið mætir Nígeríu á föstudag. Flugulaust loft tók á móti liðinu á flugvellinum. 20. júní 2018 16:19 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
„Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Veiðiklúbburinn Óli alls staðar er mættur til Volgograd en sakna átta félaga. 20. júní 2018 22:48
Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag. 20. júní 2018 06:00
Strákarnir komnir á flugulausan flugvöll í Volgograd Íslenska landsliðið er lent í Volgograd þar sem liðið mætir Nígeríu á föstudag. Flugulaust loft tók á móti liðinu á flugvellinum. 20. júní 2018 16:19