Drífa segir gott að lýðræðisbyltingin náði inn í ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2018 18:45 Drífa Snædal er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Fréttablaðið/Auðunn Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. Það sé gott að lýðræðisbyltingin hafi náð inn í hreyfinguna sem verði að ná vopnum sínum gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldinu. Óróleiki sé til marks um líf innan hreyfingarinnar. Eftir að Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti í gær að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í embætti forseta Alþýðusambandsins hefur eðlilega verið horft til þeirra sem helst hafa gagnrýnt hann. Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík hafa hins vegar öll gefið út að þau sækist ekki eftir embættinu. Sverrir Albertsson lýsti því aftur á móti yfir í fréttum okkar í gær að hann gæfi kost á sér. „Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar,” sagði Sverrir í gær. Hreyfingin þyrfti á því að halda að sameina kraftana eftir ólguna innan hennar að undanförnu. Undir það tekur Drífa Snædal sem margir hafa nefnt sem mögulegan næsta forseta ASÍ. „Ég er búin að lofa að hugsa málið. Ég tel að það liggi ekkert á. Það er þing í haust og ég mun taka ákvörðun í haust,” segir Drífa. Fáir efast aftur á móti um að Drífa valdi ekki starfinu og ef hún næði kjöri á 300 manna þingi ASÍ yrði hún fyrsta konan í aldarsögu hreyfingarinnar til að gera það, þótt hún segi að það yrði ekki grundvöllur fyrir hana til að bjóða sig fram. Hún segir hins vegar eðlilegt að breytingar eigi sér stað innan hreyfingarinnar.Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust.„Það var kannski kominn tími til að það yrðu breytingar í hreyfingunni. Að þessi lýðræðisbylgja sem hefur verið í öllu samfélaginu næði inn fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég er fegin að hún gerði það því ef hún hefði ekki náð inn hefði verkalýðshreyfingin ekki verið sérlega lifandi afl,” segir Drífa. Það verði alltaf óróleiki að einhverju marki í verkalýðshreyfingunni enda sé það lífsmark að svo sé. Alþýðusambandið verði engu að síður að ná vopnum sínum og verkalýðshreyfingin að vera samtaka í kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Annars væri hreyfingin ekki að sinna hagsmunum vinnandi fólks í landinu. „Það er hið stóra verkefni sem liggur fyrir í haust. En það verkefni verður ekki útkljáð fyrr en á þingi Alþýðusambandsins í október. Þannig að við verðum að þola einhver yfirgangstíma núna og óróleika,” segir Drífa. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að deilurnar að undanförnu hafi snúist allt of mikið um persónur og leikendur en ekki málefni. „Hver er forseti ASÍ hverju sinni er ekki aðalmálið. Aðalmálið er hvaða ákvarðanir eru lýðræðislega teknar í hreyfingunni,” segir Drífa Snædal. Kjaramál Tengdar fréttir Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. Það sé gott að lýðræðisbyltingin hafi náð inn í hreyfinguna sem verði að ná vopnum sínum gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldinu. Óróleiki sé til marks um líf innan hreyfingarinnar. Eftir að Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti í gær að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í embætti forseta Alþýðusambandsins hefur eðlilega verið horft til þeirra sem helst hafa gagnrýnt hann. Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík hafa hins vegar öll gefið út að þau sækist ekki eftir embættinu. Sverrir Albertsson lýsti því aftur á móti yfir í fréttum okkar í gær að hann gæfi kost á sér. „Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar,” sagði Sverrir í gær. Hreyfingin þyrfti á því að halda að sameina kraftana eftir ólguna innan hennar að undanförnu. Undir það tekur Drífa Snædal sem margir hafa nefnt sem mögulegan næsta forseta ASÍ. „Ég er búin að lofa að hugsa málið. Ég tel að það liggi ekkert á. Það er þing í haust og ég mun taka ákvörðun í haust,” segir Drífa. Fáir efast aftur á móti um að Drífa valdi ekki starfinu og ef hún næði kjöri á 300 manna þingi ASÍ yrði hún fyrsta konan í aldarsögu hreyfingarinnar til að gera það, þótt hún segi að það yrði ekki grundvöllur fyrir hana til að bjóða sig fram. Hún segir hins vegar eðlilegt að breytingar eigi sér stað innan hreyfingarinnar.Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust.„Það var kannski kominn tími til að það yrðu breytingar í hreyfingunni. Að þessi lýðræðisbylgja sem hefur verið í öllu samfélaginu næði inn fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég er fegin að hún gerði það því ef hún hefði ekki náð inn hefði verkalýðshreyfingin ekki verið sérlega lifandi afl,” segir Drífa. Það verði alltaf óróleiki að einhverju marki í verkalýðshreyfingunni enda sé það lífsmark að svo sé. Alþýðusambandið verði engu að síður að ná vopnum sínum og verkalýðshreyfingin að vera samtaka í kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Annars væri hreyfingin ekki að sinna hagsmunum vinnandi fólks í landinu. „Það er hið stóra verkefni sem liggur fyrir í haust. En það verkefni verður ekki útkljáð fyrr en á þingi Alþýðusambandsins í október. Þannig að við verðum að þola einhver yfirgangstíma núna og óróleika,” segir Drífa. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að deilurnar að undanförnu hafi snúist allt of mikið um persónur og leikendur en ekki málefni. „Hver er forseti ASÍ hverju sinni er ekki aðalmálið. Aðalmálið er hvaða ákvarðanir eru lýðræðislega teknar í hreyfingunni,” segir Drífa Snædal.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00
Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03