160 milljörðum króna varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júní 2018 19:51 Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára. Fréttablaðið/Ernir Áætlað er að 160 milljörðum króna verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum og að jafnvel verði hægt að tvöfalda þá upphæð, verði innheimta veggjalda tekin upp. Þetta kom fram á Samgönguþingi fyrr í dag. Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára og voru helstu áskoranir, fjármögnun og framkvæmdir til umræðu á Samgönguþingi sem haldið var í dag, en það er lokaskref í samráðsferli við gerð stefnumótandi áætlunnar. Umferð á vegum landsins hefur aukist 47 prósent frá árinu 2010 og hvað mest á síðustu tveimur árum. Samgönguráðherra sagði brýnt sé að ráðast í aukið viðhald og frekari uppbyggingu vegakerfisins eftir stórfelldan niðurskurð síðustu ára. Fjórum milljörðum var bætt við núgildandi áætlun þessa árs og markmiðið er að verja 16,5 milljarði aukalega í viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum. Í heildina er á ætlað að 160 milljörðum verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum.Gjaldtökuleið skoðuð „Ég held að við getum gert ýmislegt með þetta aukna fé á þessum árum en ég var jafnframt í ræðu minni hér í dag að segja að við værum að setja á laggirnar hóp til að skoða fjármögnun, gjaldtökuleið sem kæmi þá til viðbótar þessum 160 milljörðum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Það mundi þýða að á næstu fimm til sjö árum yrði hægt að framkvæma fyrir 300 til 350 milljarða króna. „Þá myndum við ná svolítið í skottið á okkur og vinna upp þann halla sem orðinn er á framkvæmdum og viðhaldi í vegakerfinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti gjaldtaka yrði framkvæmd en nefnd innan ráðuneytisins hefur það til skoðunar hvernig gjaldtöku yrði háttað á einstaka mannvirkjum og vegum.Verkefnum forgangsraðað Hávær umræða og krafa hefur verið um að ljúka þurfi strax tvöföldun Reykjanesbrautar og hefja þurfi tvöföldun vegarins um Kjalarnes eftir alvarleg slys sem þar hafa orðið frá því um áramótin. Þá er einnig brýn nauðsyn að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss svo dæmi séu nefnd. Engin áætlun var lögð fram um þessi verkefni í dag. „Það er verið að leggja, bæta slitlag á öllum þessum þremur leiðum og það voru framkvæmdir fyrirhugaðar á Reykjanesbrautinni og á Vesturlandsvegi til að bæta umferðaröryggi, hringtorg og fleira. Þannig að það er eitthvað sem við munum sjá í ár og síðan samgönguáætlun, sem kemur fram í haust, mun svo taka á því hvernig við ætlum að forgangsraáð þessum mikilægu verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Áætlað er að 160 milljörðum króna verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum og að jafnvel verði hægt að tvöfalda þá upphæð, verði innheimta veggjalda tekin upp. Þetta kom fram á Samgönguþingi fyrr í dag. Unnið er að stefnumótandi samgönguáætlun næstu fimmtán ára og voru helstu áskoranir, fjármögnun og framkvæmdir til umræðu á Samgönguþingi sem haldið var í dag, en það er lokaskref í samráðsferli við gerð stefnumótandi áætlunnar. Umferð á vegum landsins hefur aukist 47 prósent frá árinu 2010 og hvað mest á síðustu tveimur árum. Samgönguráðherra sagði brýnt sé að ráðast í aukið viðhald og frekari uppbyggingu vegakerfisins eftir stórfelldan niðurskurð síðustu ára. Fjórum milljörðum var bætt við núgildandi áætlun þessa árs og markmiðið er að verja 16,5 milljarði aukalega í viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum. Í heildina er á ætlað að 160 milljörðum verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum.Gjaldtökuleið skoðuð „Ég held að við getum gert ýmislegt með þetta aukna fé á þessum árum en ég var jafnframt í ræðu minni hér í dag að segja að við værum að setja á laggirnar hóp til að skoða fjármögnun, gjaldtökuleið sem kæmi þá til viðbótar þessum 160 milljörðum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Það mundi þýða að á næstu fimm til sjö árum yrði hægt að framkvæma fyrir 300 til 350 milljarða króna. „Þá myndum við ná svolítið í skottið á okkur og vinna upp þann halla sem orðinn er á framkvæmdum og viðhaldi í vegakerfinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti gjaldtaka yrði framkvæmd en nefnd innan ráðuneytisins hefur það til skoðunar hvernig gjaldtöku yrði háttað á einstaka mannvirkjum og vegum.Verkefnum forgangsraðað Hávær umræða og krafa hefur verið um að ljúka þurfi strax tvöföldun Reykjanesbrautar og hefja þurfi tvöföldun vegarins um Kjalarnes eftir alvarleg slys sem þar hafa orðið frá því um áramótin. Þá er einnig brýn nauðsyn að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss svo dæmi séu nefnd. Engin áætlun var lögð fram um þessi verkefni í dag. „Það er verið að leggja, bæta slitlag á öllum þessum þremur leiðum og það voru framkvæmdir fyrirhugaðar á Reykjanesbrautinni og á Vesturlandsvegi til að bæta umferðaröryggi, hringtorg og fleira. Þannig að það er eitthvað sem við munum sjá í ár og síðan samgönguáætlun, sem kemur fram í haust, mun svo taka á því hvernig við ætlum að forgangsraáð þessum mikilægu verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Bein útsending: Samgönguþing 2018 Samgönguþing 2018 verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík í dag klukkan 13-16.30. 21. júní 2018 12:15