Lýðræðislegar lausnir á húsnæðisvandanum Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Nýverið var námskeið á vegum Íbúðalánasjóðs um hvernig mætti stofna leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni (e. non-profit). Jafnframt hvatti sjóðurinn góðgerðarfélög til að stofna slík félög. Nýleg lög um almennar íbúðir ættu að auðvelda stofnun slíkra félaga, með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum, og er markmiðið að auka húsnæði á leigumarkaði fyrir lágtekjufólk. Slíku framtaki ber að fagna, enda liggur húsnæðiskreppan þungt á lágtekjufólki. Efnahagslegur ójöfnuður er tilfinnanlegur á Íslandi, og hefur alvarleg áhrif á lýðræði landsins. Ekki skal furða að fólk sem stendur í ströngu allt árið um kring við að tryggja sér þak yfir höfuðið, og aðrar lífsnauðsynjar, er með hugann við aðra hluti heldur en lýðræðisleg málefni og möguleika þeirra. Einnig eru leigjendur oft og tíðum jaðarsettir hópar sem gerir þá enn valdaminni en marga aðra. Lýðræðislegar stofnanir njóta lítils trausts, en valdefling og aukin aðkoma almennings að ákvarðanatöku kann að bæta úr því. Undanfarin misseri hafa verið háværar raddir um aðgerðaleysi stjórnvalda vegna hækkandi húsnæðisverðs, sem og reiði vegna stórra leigufélaga sem hafa tekið yfir leigumarkaðinn og halda fólki í gíslingu um húsnæði með okurleigu og öfgafullum kröfum. Leigjendur eru valdalausir, og nú er mál að linni. Alda, félag um lýðræði og sjálfbærni, hefur lengi talað fyrir lýðræðislegum fyrirtækjum og hefur stutt við þingmál þess efnis. Lýðræðisleg fyrirtæki valdefla starfsfólk og væri fagnaðarefni ef fjölgun yrði á lýðræðislega reknum leigufélögum. Slík félög hljóta að starfa með hagsmuni leigjenda að leiðarljósi.Aukin aðkoma almennings Lög um almennar íbúðir segja raunar til um að skipa skal fulltrúaráð í húsnæðissjálfseignarstofnunum. Fulltrúaráðin skulu að hluta til skipuð leigjendum, en það gefur það til kynna að leigjendur slíkra félaga eigi að hafa rödd í ákvarðanatökum. Því miður eru lögin gloppótt og tryggja ekki nægilega aðhald, aðkomu og stjórn leigjenda yfir húsnæðissjálfseignarstofnunum. Þar koma til ýmsar undanþágur sem vert er að endurskoða til að tryggja að rödd leigjenda fái ekki bara að heyrast heldur sé ráðandi. Það eru umtalsverð og margvísleg tækifæri í sjálfseignarstofnunum um húsnæði: tækifæri til að hlusta á leigjendur, tækifæri til valdeflingar og tækifæri til að takast á við húsnæðiskreppuna. En til að nýta þessi tækifæri er mikilvægt að virkja lýðræðislega ferla innan leigufélaga. Aukin aðkoma almennings getur átt hlut í að leysa húsnæðisvandann, og þannig dregið úr ójöfnuði og aukið lífsgæði. Aukin lífsgæði auk valdeflingar almennings mun leiða til öflugra lýðræðis og dýpri borgaravitundar og eru lýðræðisleg leigufélög vissulega ein leið til að ná þessu markmiði.Höfundur er ráðgjafi hjá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Nýverið var námskeið á vegum Íbúðalánasjóðs um hvernig mætti stofna leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni (e. non-profit). Jafnframt hvatti sjóðurinn góðgerðarfélög til að stofna slík félög. Nýleg lög um almennar íbúðir ættu að auðvelda stofnun slíkra félaga, með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum, og er markmiðið að auka húsnæði á leigumarkaði fyrir lágtekjufólk. Slíku framtaki ber að fagna, enda liggur húsnæðiskreppan þungt á lágtekjufólki. Efnahagslegur ójöfnuður er tilfinnanlegur á Íslandi, og hefur alvarleg áhrif á lýðræði landsins. Ekki skal furða að fólk sem stendur í ströngu allt árið um kring við að tryggja sér þak yfir höfuðið, og aðrar lífsnauðsynjar, er með hugann við aðra hluti heldur en lýðræðisleg málefni og möguleika þeirra. Einnig eru leigjendur oft og tíðum jaðarsettir hópar sem gerir þá enn valdaminni en marga aðra. Lýðræðislegar stofnanir njóta lítils trausts, en valdefling og aukin aðkoma almennings að ákvarðanatöku kann að bæta úr því. Undanfarin misseri hafa verið háværar raddir um aðgerðaleysi stjórnvalda vegna hækkandi húsnæðisverðs, sem og reiði vegna stórra leigufélaga sem hafa tekið yfir leigumarkaðinn og halda fólki í gíslingu um húsnæði með okurleigu og öfgafullum kröfum. Leigjendur eru valdalausir, og nú er mál að linni. Alda, félag um lýðræði og sjálfbærni, hefur lengi talað fyrir lýðræðislegum fyrirtækjum og hefur stutt við þingmál þess efnis. Lýðræðisleg fyrirtæki valdefla starfsfólk og væri fagnaðarefni ef fjölgun yrði á lýðræðislega reknum leigufélögum. Slík félög hljóta að starfa með hagsmuni leigjenda að leiðarljósi.Aukin aðkoma almennings Lög um almennar íbúðir segja raunar til um að skipa skal fulltrúaráð í húsnæðissjálfseignarstofnunum. Fulltrúaráðin skulu að hluta til skipuð leigjendum, en það gefur það til kynna að leigjendur slíkra félaga eigi að hafa rödd í ákvarðanatökum. Því miður eru lögin gloppótt og tryggja ekki nægilega aðhald, aðkomu og stjórn leigjenda yfir húsnæðissjálfseignarstofnunum. Þar koma til ýmsar undanþágur sem vert er að endurskoða til að tryggja að rödd leigjenda fái ekki bara að heyrast heldur sé ráðandi. Það eru umtalsverð og margvísleg tækifæri í sjálfseignarstofnunum um húsnæði: tækifæri til að hlusta á leigjendur, tækifæri til valdeflingar og tækifæri til að takast á við húsnæðiskreppuna. En til að nýta þessi tækifæri er mikilvægt að virkja lýðræðislega ferla innan leigufélaga. Aukin aðkoma almennings getur átt hlut í að leysa húsnæðisvandann, og þannig dregið úr ójöfnuði og aukið lífsgæði. Aukin lífsgæði auk valdeflingar almennings mun leiða til öflugra lýðræðis og dýpri borgaravitundar og eru lýðræðisleg leigufélög vissulega ein leið til að ná þessu markmiði.Höfundur er ráðgjafi hjá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun