Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 18:16 Aron Einar gengur af velli vísir/vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. „Þetta er svekkelsi. Leiðinleg úrslit. Núna er þetta ekki lengur í okkar höndum, við þurfum að gera okkar og vona það besta en það er bara áfram gakk,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Kolbein Tuma Daðason í Volgograd að leik loknum. „Nú förum við bara í það að rýna í þennan leik, slæmt fyrir okkur að fá á okkur mark úr okkar föstu leikatriði. Mér fannst við vera með þá og okkur leið vel inn á vellinum. Leiðinleg úrslit og spilamennskan í seinni hálfleik ekki frábær en við horfum ótrauðir áfram og bætum það sem við þurfum að bæta.“ „Við ætluðum að keyra meira upp vængina þar sem okkar bestu færi komu þegar við vorum að skipta á köntunum og fengum bakverðina í leik. Við gerðum ekki alveg nóg af því, því miður, en samt sem áður gerðu þeir vel í því.“ „Ódýrt að fá á sig svona mark og þá vorum við komnir á afturhælana en reynum samt. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki lagt allt í sölurnar. Ég sá það að koma inn í klefa og taka í spaðann á mönnum að menn voru algjörlega búnir.“ Örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Ísland þarf að treysta á að Argentína vinni Nígeríu í lokaleik sínum á sama tíma og Ísland vinni Króatíu. „Við viljum hafa þetta í okkar höndum en við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum að vona að það gangi upp. Þurfum að leggja okkur fram og gefa allt í sölurnar.“ Aron Einar er að koma til baka úr meiðslum og var farið að hægjast töluvert á honum undir lokin. Hann sagði sig samt vera í góðu ástandi. „Ég er allt í lagi, kannski farið að hægjast aðeins á mér en mér leið ágætlega þegar ég fékk boltann, sem var ekkert of oft.“ „Nú fer ég bara í það að koma mér í gang og vonandi verð 100 prósent klár fyrir þann leik.“ Aroni var skipt út af fyrir Ara Frey Skúlason undir lok leiksins. Hann virtist ekki mjög sáttur með skiptinguna en viðurkenndi svo að þreytan var farin að segja til sín. „Ég fann að það var að hægjast á mér, sem er kannski eðlilegt miðað við allt. Ég vill aldrei fara út af en Heimir hefur séð að það var farið að hægjast á mér og vildi breyta til og fá aðeins meiri sóknarskiptingu.“ Heimir Hallgrímsson breytti uppstillingu liðsins fyrir leikinn, fór úr 4-5-1 í 4-4-2 og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd aðeins á samfélagsmiðlum í ljósi úrslitanna. Aron taldi breytinguna ekki hafa ráðið úrslitunum í dag. „Það er hægt að rýna í allt. Við höfum spilað frábæran leik í 4-4-2 og í 4-5-1. Ég held að það hafi ekki gert útslagið. Við fengum mark á okkur og þurfum að vera með meira drápseðli, taka menn niður þó við fáum gult spjald.“ „Þeir voru fyrri til í þessum leik og voru að vinna allt of marga seinni bolta.“ Í fyrri hálfleik átti Nígería ekki eitt skot á markið. Þeir áttu sitt fyrsta skot aðeins tíu sekúndum eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á og skoruðu svo stuttu seinna. Hvað gerðist í hálfleiknum? „Við vissum alveg að þeir kæmu inn í seinni hálfleikinn af krafti. Þeir þurftu að sækja sigur. Þeir fá ódýrt mark sem kveikir vel í þeim og seinna markið er aftur klaufaskapur af okkar hálfu. Núna er bara Króatía, við dveljum ekki of lengi á þessu, upp með kassan og rífa þetta í gang,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. „Þetta er svekkelsi. Leiðinleg úrslit. Núna er þetta ekki lengur í okkar höndum, við þurfum að gera okkar og vona það besta en það er bara áfram gakk,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Kolbein Tuma Daðason í Volgograd að leik loknum. „Nú förum við bara í það að rýna í þennan leik, slæmt fyrir okkur að fá á okkur mark úr okkar föstu leikatriði. Mér fannst við vera með þá og okkur leið vel inn á vellinum. Leiðinleg úrslit og spilamennskan í seinni hálfleik ekki frábær en við horfum ótrauðir áfram og bætum það sem við þurfum að bæta.“ „Við ætluðum að keyra meira upp vængina þar sem okkar bestu færi komu þegar við vorum að skipta á köntunum og fengum bakverðina í leik. Við gerðum ekki alveg nóg af því, því miður, en samt sem áður gerðu þeir vel í því.“ „Ódýrt að fá á sig svona mark og þá vorum við komnir á afturhælana en reynum samt. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki lagt allt í sölurnar. Ég sá það að koma inn í klefa og taka í spaðann á mönnum að menn voru algjörlega búnir.“ Örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Ísland þarf að treysta á að Argentína vinni Nígeríu í lokaleik sínum á sama tíma og Ísland vinni Króatíu. „Við viljum hafa þetta í okkar höndum en við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum að vona að það gangi upp. Þurfum að leggja okkur fram og gefa allt í sölurnar.“ Aron Einar er að koma til baka úr meiðslum og var farið að hægjast töluvert á honum undir lokin. Hann sagði sig samt vera í góðu ástandi. „Ég er allt í lagi, kannski farið að hægjast aðeins á mér en mér leið ágætlega þegar ég fékk boltann, sem var ekkert of oft.“ „Nú fer ég bara í það að koma mér í gang og vonandi verð 100 prósent klár fyrir þann leik.“ Aroni var skipt út af fyrir Ara Frey Skúlason undir lok leiksins. Hann virtist ekki mjög sáttur með skiptinguna en viðurkenndi svo að þreytan var farin að segja til sín. „Ég fann að það var að hægjast á mér, sem er kannski eðlilegt miðað við allt. Ég vill aldrei fara út af en Heimir hefur séð að það var farið að hægjast á mér og vildi breyta til og fá aðeins meiri sóknarskiptingu.“ Heimir Hallgrímsson breytti uppstillingu liðsins fyrir leikinn, fór úr 4-5-1 í 4-4-2 og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd aðeins á samfélagsmiðlum í ljósi úrslitanna. Aron taldi breytinguna ekki hafa ráðið úrslitunum í dag. „Það er hægt að rýna í allt. Við höfum spilað frábæran leik í 4-4-2 og í 4-5-1. Ég held að það hafi ekki gert útslagið. Við fengum mark á okkur og þurfum að vera með meira drápseðli, taka menn niður þó við fáum gult spjald.“ „Þeir voru fyrri til í þessum leik og voru að vinna allt of marga seinni bolta.“ Í fyrri hálfleik átti Nígería ekki eitt skot á markið. Þeir áttu sitt fyrsta skot aðeins tíu sekúndum eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á og skoruðu svo stuttu seinna. Hvað gerðist í hálfleiknum? „Við vissum alveg að þeir kæmu inn í seinni hálfleikinn af krafti. Þeir þurftu að sækja sigur. Þeir fá ódýrt mark sem kveikir vel í þeim og seinna markið er aftur klaufaskapur af okkar hálfu. Núna er bara Króatía, við dveljum ekki of lengi á þessu, upp með kassan og rífa þetta í gang,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira