Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 18:16 Aron Einar gengur af velli vísir/vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. „Þetta er svekkelsi. Leiðinleg úrslit. Núna er þetta ekki lengur í okkar höndum, við þurfum að gera okkar og vona það besta en það er bara áfram gakk,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Kolbein Tuma Daðason í Volgograd að leik loknum. „Nú förum við bara í það að rýna í þennan leik, slæmt fyrir okkur að fá á okkur mark úr okkar föstu leikatriði. Mér fannst við vera með þá og okkur leið vel inn á vellinum. Leiðinleg úrslit og spilamennskan í seinni hálfleik ekki frábær en við horfum ótrauðir áfram og bætum það sem við þurfum að bæta.“ „Við ætluðum að keyra meira upp vængina þar sem okkar bestu færi komu þegar við vorum að skipta á köntunum og fengum bakverðina í leik. Við gerðum ekki alveg nóg af því, því miður, en samt sem áður gerðu þeir vel í því.“ „Ódýrt að fá á sig svona mark og þá vorum við komnir á afturhælana en reynum samt. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki lagt allt í sölurnar. Ég sá það að koma inn í klefa og taka í spaðann á mönnum að menn voru algjörlega búnir.“ Örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Ísland þarf að treysta á að Argentína vinni Nígeríu í lokaleik sínum á sama tíma og Ísland vinni Króatíu. „Við viljum hafa þetta í okkar höndum en við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum að vona að það gangi upp. Þurfum að leggja okkur fram og gefa allt í sölurnar.“ Aron Einar er að koma til baka úr meiðslum og var farið að hægjast töluvert á honum undir lokin. Hann sagði sig samt vera í góðu ástandi. „Ég er allt í lagi, kannski farið að hægjast aðeins á mér en mér leið ágætlega þegar ég fékk boltann, sem var ekkert of oft.“ „Nú fer ég bara í það að koma mér í gang og vonandi verð 100 prósent klár fyrir þann leik.“ Aroni var skipt út af fyrir Ara Frey Skúlason undir lok leiksins. Hann virtist ekki mjög sáttur með skiptinguna en viðurkenndi svo að þreytan var farin að segja til sín. „Ég fann að það var að hægjast á mér, sem er kannski eðlilegt miðað við allt. Ég vill aldrei fara út af en Heimir hefur séð að það var farið að hægjast á mér og vildi breyta til og fá aðeins meiri sóknarskiptingu.“ Heimir Hallgrímsson breytti uppstillingu liðsins fyrir leikinn, fór úr 4-5-1 í 4-4-2 og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd aðeins á samfélagsmiðlum í ljósi úrslitanna. Aron taldi breytinguna ekki hafa ráðið úrslitunum í dag. „Það er hægt að rýna í allt. Við höfum spilað frábæran leik í 4-4-2 og í 4-5-1. Ég held að það hafi ekki gert útslagið. Við fengum mark á okkur og þurfum að vera með meira drápseðli, taka menn niður þó við fáum gult spjald.“ „Þeir voru fyrri til í þessum leik og voru að vinna allt of marga seinni bolta.“ Í fyrri hálfleik átti Nígería ekki eitt skot á markið. Þeir áttu sitt fyrsta skot aðeins tíu sekúndum eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á og skoruðu svo stuttu seinna. Hvað gerðist í hálfleiknum? „Við vissum alveg að þeir kæmu inn í seinni hálfleikinn af krafti. Þeir þurftu að sækja sigur. Þeir fá ódýrt mark sem kveikir vel í þeim og seinna markið er aftur klaufaskapur af okkar hálfu. Núna er bara Króatía, við dveljum ekki of lengi á þessu, upp með kassan og rífa þetta í gang,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. „Þetta er svekkelsi. Leiðinleg úrslit. Núna er þetta ekki lengur í okkar höndum, við þurfum að gera okkar og vona það besta en það er bara áfram gakk,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Kolbein Tuma Daðason í Volgograd að leik loknum. „Nú förum við bara í það að rýna í þennan leik, slæmt fyrir okkur að fá á okkur mark úr okkar föstu leikatriði. Mér fannst við vera með þá og okkur leið vel inn á vellinum. Leiðinleg úrslit og spilamennskan í seinni hálfleik ekki frábær en við horfum ótrauðir áfram og bætum það sem við þurfum að bæta.“ „Við ætluðum að keyra meira upp vængina þar sem okkar bestu færi komu þegar við vorum að skipta á köntunum og fengum bakverðina í leik. Við gerðum ekki alveg nóg af því, því miður, en samt sem áður gerðu þeir vel í því.“ „Ódýrt að fá á sig svona mark og þá vorum við komnir á afturhælana en reynum samt. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki lagt allt í sölurnar. Ég sá það að koma inn í klefa og taka í spaðann á mönnum að menn voru algjörlega búnir.“ Örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Ísland þarf að treysta á að Argentína vinni Nígeríu í lokaleik sínum á sama tíma og Ísland vinni Króatíu. „Við viljum hafa þetta í okkar höndum en við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum að vona að það gangi upp. Þurfum að leggja okkur fram og gefa allt í sölurnar.“ Aron Einar er að koma til baka úr meiðslum og var farið að hægjast töluvert á honum undir lokin. Hann sagði sig samt vera í góðu ástandi. „Ég er allt í lagi, kannski farið að hægjast aðeins á mér en mér leið ágætlega þegar ég fékk boltann, sem var ekkert of oft.“ „Nú fer ég bara í það að koma mér í gang og vonandi verð 100 prósent klár fyrir þann leik.“ Aroni var skipt út af fyrir Ara Frey Skúlason undir lok leiksins. Hann virtist ekki mjög sáttur með skiptinguna en viðurkenndi svo að þreytan var farin að segja til sín. „Ég fann að það var að hægjast á mér, sem er kannski eðlilegt miðað við allt. Ég vill aldrei fara út af en Heimir hefur séð að það var farið að hægjast á mér og vildi breyta til og fá aðeins meiri sóknarskiptingu.“ Heimir Hallgrímsson breytti uppstillingu liðsins fyrir leikinn, fór úr 4-5-1 í 4-4-2 og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd aðeins á samfélagsmiðlum í ljósi úrslitanna. Aron taldi breytinguna ekki hafa ráðið úrslitunum í dag. „Það er hægt að rýna í allt. Við höfum spilað frábæran leik í 4-4-2 og í 4-5-1. Ég held að það hafi ekki gert útslagið. Við fengum mark á okkur og þurfum að vera með meira drápseðli, taka menn niður þó við fáum gult spjald.“ „Þeir voru fyrri til í þessum leik og voru að vinna allt of marga seinni bolta.“ Í fyrri hálfleik átti Nígería ekki eitt skot á markið. Þeir áttu sitt fyrsta skot aðeins tíu sekúndum eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á og skoruðu svo stuttu seinna. Hvað gerðist í hálfleiknum? „Við vissum alveg að þeir kæmu inn í seinni hálfleikinn af krafti. Þeir þurftu að sækja sigur. Þeir fá ódýrt mark sem kveikir vel í þeim og seinna markið er aftur klaufaskapur af okkar hálfu. Núna er bara Króatía, við dveljum ekki of lengi á þessu, upp með kassan og rífa þetta í gang,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Sjá meira