Jón Daði: Þurfum allir að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 18:25 Jón Daði Böðvarsson í skallabaráttu í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Jón Daði Böðvarsson kom inn í byrjunarlið íslenska liðsins en náði sér ekki á strik eins og fleiri leikmenn liðsins. Hann talaði um eftir leikinn að nú menn bara að setja alla einbeitingu á næsta leik. „Þetta eru bara vonbrigði og það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta var kjörið tækifæri til að koma okkur áfram en við klúðruðum því. Það er mikilvægt að gleyma þessu núna og einblína á næsta leik. Það er stutt á milli leikja og þetta fór bara eins og þetta fór,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Íslensku strákarnir eru ekki lengur með örlög sín á HM í Rússlandi í sínum eigin höndum. „Við komum okkur ekki í kjörstöðu með þessum úrslitum en við þurfum bara að ná sigri gegn Króötum sem verður virkilega erfitt. Við verðum bara að gera það,“ sagði Jón Daði „Við töluðum um það í hálfleik að vera áfram á bensíngjöfinni eftir fínasta fyrri hálfleik. Eg allt hefði gengið upp þá áttum við þá að vera yfir í leiknum. Síðan ná þeir þessari skyndisókn eftir innkast frá okkur. Við vorum þá alltof opnir og þeir refsuðu. Þá varð þetta svolítið erfiðara,“ sagði Jón Daði „Síðan skora þeir þetta annað mark og þá er þetta virkilega brött brekka,“ sagði Jón Daði en lokaleikur íslenska liðsins verður á móti Króatíu, liði sem þeir þekkja vel. „Ég er bara spenntur fyrir Króatíuleiknum og það verður bara flottur leikur að fara í. Hann verður erfiður því við vitum að Króatar eru með heimsklassalið. Við sáum hvernig þeir fóru með Argentínumenn í síðasta leik,“ sagði Jón Daði. „Við allir ellefu leikmennirnir inn á vellinum þurfum að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum. Við þurfum bara að einblína á okkur sjálfa og einbeita okkur að fullu að þessum leik,“ sagði Jón Daði „Persónulega fannst mér ég skila mínu frekar vel. Mér leið vel inn á vellinum og fannst ég vera ferskur og skila boltanum vel frá mér. Það var fínt að vera með Alfreð upp á topp og á öðrum degi hefði þetta dottið betur með okkur. Aðallega var það flott fyrir mig að fá mínútur,“ sagði Jón Daði. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson kom inn í byrjunarlið íslenska liðsins en náði sér ekki á strik eins og fleiri leikmenn liðsins. Hann talaði um eftir leikinn að nú menn bara að setja alla einbeitingu á næsta leik. „Þetta eru bara vonbrigði og það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta var kjörið tækifæri til að koma okkur áfram en við klúðruðum því. Það er mikilvægt að gleyma þessu núna og einblína á næsta leik. Það er stutt á milli leikja og þetta fór bara eins og þetta fór,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Íslensku strákarnir eru ekki lengur með örlög sín á HM í Rússlandi í sínum eigin höndum. „Við komum okkur ekki í kjörstöðu með þessum úrslitum en við þurfum bara að ná sigri gegn Króötum sem verður virkilega erfitt. Við verðum bara að gera það,“ sagði Jón Daði „Við töluðum um það í hálfleik að vera áfram á bensíngjöfinni eftir fínasta fyrri hálfleik. Eg allt hefði gengið upp þá áttum við þá að vera yfir í leiknum. Síðan ná þeir þessari skyndisókn eftir innkast frá okkur. Við vorum þá alltof opnir og þeir refsuðu. Þá varð þetta svolítið erfiðara,“ sagði Jón Daði „Síðan skora þeir þetta annað mark og þá er þetta virkilega brött brekka,“ sagði Jón Daði en lokaleikur íslenska liðsins verður á móti Króatíu, liði sem þeir þekkja vel. „Ég er bara spenntur fyrir Króatíuleiknum og það verður bara flottur leikur að fara í. Hann verður erfiður því við vitum að Króatar eru með heimsklassalið. Við sáum hvernig þeir fóru með Argentínumenn í síðasta leik,“ sagði Jón Daði. „Við allir ellefu leikmennirnir inn á vellinum þurfum að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum. Við þurfum bara að einblína á okkur sjálfa og einbeita okkur að fullu að þessum leik,“ sagði Jón Daði „Persónulega fannst mér ég skila mínu frekar vel. Mér leið vel inn á vellinum og fannst ég vera ferskur og skila boltanum vel frá mér. Það var fínt að vera með Alfreð upp á topp og á öðrum degi hefði þetta dottið betur með okkur. Aðallega var það flott fyrir mig að fá mínútur,“ sagði Jón Daði.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira