Jón Daði: Þurfum allir að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 18:25 Jón Daði Böðvarsson í skallabaráttu í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Jón Daði Böðvarsson kom inn í byrjunarlið íslenska liðsins en náði sér ekki á strik eins og fleiri leikmenn liðsins. Hann talaði um eftir leikinn að nú menn bara að setja alla einbeitingu á næsta leik. „Þetta eru bara vonbrigði og það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta var kjörið tækifæri til að koma okkur áfram en við klúðruðum því. Það er mikilvægt að gleyma þessu núna og einblína á næsta leik. Það er stutt á milli leikja og þetta fór bara eins og þetta fór,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Íslensku strákarnir eru ekki lengur með örlög sín á HM í Rússlandi í sínum eigin höndum. „Við komum okkur ekki í kjörstöðu með þessum úrslitum en við þurfum bara að ná sigri gegn Króötum sem verður virkilega erfitt. Við verðum bara að gera það,“ sagði Jón Daði „Við töluðum um það í hálfleik að vera áfram á bensíngjöfinni eftir fínasta fyrri hálfleik. Eg allt hefði gengið upp þá áttum við þá að vera yfir í leiknum. Síðan ná þeir þessari skyndisókn eftir innkast frá okkur. Við vorum þá alltof opnir og þeir refsuðu. Þá varð þetta svolítið erfiðara,“ sagði Jón Daði „Síðan skora þeir þetta annað mark og þá er þetta virkilega brött brekka,“ sagði Jón Daði en lokaleikur íslenska liðsins verður á móti Króatíu, liði sem þeir þekkja vel. „Ég er bara spenntur fyrir Króatíuleiknum og það verður bara flottur leikur að fara í. Hann verður erfiður því við vitum að Króatar eru með heimsklassalið. Við sáum hvernig þeir fóru með Argentínumenn í síðasta leik,“ sagði Jón Daði. „Við allir ellefu leikmennirnir inn á vellinum þurfum að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum. Við þurfum bara að einblína á okkur sjálfa og einbeita okkur að fullu að þessum leik,“ sagði Jón Daði „Persónulega fannst mér ég skila mínu frekar vel. Mér leið vel inn á vellinum og fannst ég vera ferskur og skila boltanum vel frá mér. Það var fínt að vera með Alfreð upp á topp og á öðrum degi hefði þetta dottið betur með okkur. Aðallega var það flott fyrir mig að fá mínútur,“ sagði Jón Daði. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson kom inn í byrjunarlið íslenska liðsins en náði sér ekki á strik eins og fleiri leikmenn liðsins. Hann talaði um eftir leikinn að nú menn bara að setja alla einbeitingu á næsta leik. „Þetta eru bara vonbrigði og það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta var kjörið tækifæri til að koma okkur áfram en við klúðruðum því. Það er mikilvægt að gleyma þessu núna og einblína á næsta leik. Það er stutt á milli leikja og þetta fór bara eins og þetta fór,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Íslensku strákarnir eru ekki lengur með örlög sín á HM í Rússlandi í sínum eigin höndum. „Við komum okkur ekki í kjörstöðu með þessum úrslitum en við þurfum bara að ná sigri gegn Króötum sem verður virkilega erfitt. Við verðum bara að gera það,“ sagði Jón Daði „Við töluðum um það í hálfleik að vera áfram á bensíngjöfinni eftir fínasta fyrri hálfleik. Eg allt hefði gengið upp þá áttum við þá að vera yfir í leiknum. Síðan ná þeir þessari skyndisókn eftir innkast frá okkur. Við vorum þá alltof opnir og þeir refsuðu. Þá varð þetta svolítið erfiðara,“ sagði Jón Daði „Síðan skora þeir þetta annað mark og þá er þetta virkilega brött brekka,“ sagði Jón Daði en lokaleikur íslenska liðsins verður á móti Króatíu, liði sem þeir þekkja vel. „Ég er bara spenntur fyrir Króatíuleiknum og það verður bara flottur leikur að fara í. Hann verður erfiður því við vitum að Króatar eru með heimsklassalið. Við sáum hvernig þeir fóru með Argentínumenn í síðasta leik,“ sagði Jón Daði. „Við allir ellefu leikmennirnir inn á vellinum þurfum að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum. Við þurfum bara að einblína á okkur sjálfa og einbeita okkur að fullu að þessum leik,“ sagði Jón Daði „Persónulega fannst mér ég skila mínu frekar vel. Mér leið vel inn á vellinum og fannst ég vera ferskur og skila boltanum vel frá mér. Það var fínt að vera með Alfreð upp á topp og á öðrum degi hefði þetta dottið betur með okkur. Aðallega var það flott fyrir mig að fá mínútur,“ sagði Jón Daði.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira