Viðskipti erlent

Ný viðbót á Instagram

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Nýjasta viðbótin er Instagram sjónvarp (IGTV)
Nýjasta viðbótin er Instagram sjónvarp (IGTV) Vísir/Getty
Snjallforritið Instagram náði nýlega þeim áfanga að einn milljarður manna notar snjallforritið mánaðarlega. Þeir bættu nýlega við nýrri viðbót, Instagram sjónvarp (IGTV). Með þessari nýju virkni geta notendur sett inn myndbönd sem munu þekja allan skjáinn og geta þau verið lengri. 

Myndböndin sem hægt er að setja þarna inn geta verið lengri en áður en þá gátu þau aðeins verið ein mínúta að lengd. Nú geta þau verið allt að klukkutími að lengd. Þá mun fólk geta skrifað athugasemdir við myndböndin og sent þau til vina sinna.

Þetta þykir svipa til þess sem Snapchat hefur gert með svokallaðri Discover viðbót. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Instagram fylgir í fótspor Snapchat, en þá má nefna Instagram stories sem hefur notið mikilla vinsælda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×