Kynþokki Rúriks fer ekki framhjá neinum Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 10:30 Rúrik Gíslason er kominn með milljón fylgjendur. vísir/getty Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason komst í gær yfir milljóna fylgjenda múrinn á Instagram og nálgast nú að vera vinsælasti Íslendingurinn á þessum vinsæla samfélagsmiðli Rúrik mætti til Rússlands með rétt ríflega 30 þúsund fylgjendur en er nú, tæpum tveimur vikum síðar, kominn yfir milljónina. Allt fór þetta af stað í leiknum á móti Argentínu og hafa vinsældirnar ekkert dvínað. Rúrik er um 300 þúsund fylgjendum á eftir Fjallinu Hafþóri Júlíusi Björnssyni en okkar menn eiga að minnsta kosti einn leik eftir á HM og því ekki útilokað að Rúrik kveðji Rússland á toppnum. „Ég er ánægður fyrir hans hönd. Það er bara gaman að þessu en hann er ekkert að einbeita sér að þessum hlutum. Hann á væntanlega einhver fyrirsætustörf fyrir höndum eftir að fótboltaferlinum lýkur,“ sagði Kári Árnason glettinn um þessar vinsældir Rúriks á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun. Það hafa ekki allir sama húmor fyrir vinsældum Rúriks á Instagram en Halldór Björnsson, fyrrverandi þjálfari U17 ára liðs Íslands, sendi strákunum okkar væna pillu eftir tapið á móti Nígeríu þar sem að hann kom meðal annars inn á Instagram-reikning Rúriks. Kári Árnason birti mynd af íslenska hópnum í Leifsstöð á Instagram-reikningi sínum eins og allir landsliðsmennirnir nema hann skrifaði við hana „sexy Rúrik.“ Það var eins og hann hefði séð eitthvað fyrir. „Það er ekki hægt að sjá fyrir að Rúrik sé sexy. Það sjá allir, held ég. Þetta átti nú bara að vera góðlátlegt grín og átti ekkert að ná lengra. Þetta var nú ekki kveikjan að neinu. Fólk sér þetta með eigin augum,“ sagði Kári Árnason.Vísirer með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: Veit ekki af hverju skipulagið riðlaðist Kári Árnason var ekki með svör á reiðum höndum af hverju íslenska liðið hefði ekki náð sér á strik í síðari hálfleik gegn Nígeríu eftir flottan fyrri hálfleik. 24. júní 2018 09:30 HM í dag: Meint lyfjamisnotkun Rússa og ferðalag til Rostov Hvíldin er stutt á milli leikja tvö og þrjú því það er strax komið að ferðadegi hjá karlalandsliðinu. 24. júní 2018 09:00 Truflar Króatíu ekkert að hvíla nokkra menn Kári Árnason segir króatíska liðið svo gott að það getur alveg leyft sér að hvíla menn. 24. júní 2018 08:32 Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. 24. júní 2018 10:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason komst í gær yfir milljóna fylgjenda múrinn á Instagram og nálgast nú að vera vinsælasti Íslendingurinn á þessum vinsæla samfélagsmiðli Rúrik mætti til Rússlands með rétt ríflega 30 þúsund fylgjendur en er nú, tæpum tveimur vikum síðar, kominn yfir milljónina. Allt fór þetta af stað í leiknum á móti Argentínu og hafa vinsældirnar ekkert dvínað. Rúrik er um 300 þúsund fylgjendum á eftir Fjallinu Hafþóri Júlíusi Björnssyni en okkar menn eiga að minnsta kosti einn leik eftir á HM og því ekki útilokað að Rúrik kveðji Rússland á toppnum. „Ég er ánægður fyrir hans hönd. Það er bara gaman að þessu en hann er ekkert að einbeita sér að þessum hlutum. Hann á væntanlega einhver fyrirsætustörf fyrir höndum eftir að fótboltaferlinum lýkur,“ sagði Kári Árnason glettinn um þessar vinsældir Rúriks á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun. Það hafa ekki allir sama húmor fyrir vinsældum Rúriks á Instagram en Halldór Björnsson, fyrrverandi þjálfari U17 ára liðs Íslands, sendi strákunum okkar væna pillu eftir tapið á móti Nígeríu þar sem að hann kom meðal annars inn á Instagram-reikning Rúriks. Kári Árnason birti mynd af íslenska hópnum í Leifsstöð á Instagram-reikningi sínum eins og allir landsliðsmennirnir nema hann skrifaði við hana „sexy Rúrik.“ Það var eins og hann hefði séð eitthvað fyrir. „Það er ekki hægt að sjá fyrir að Rúrik sé sexy. Það sjá allir, held ég. Þetta átti nú bara að vera góðlátlegt grín og átti ekkert að ná lengra. Þetta var nú ekki kveikjan að neinu. Fólk sér þetta með eigin augum,“ sagði Kári Árnason.Vísirer með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: Veit ekki af hverju skipulagið riðlaðist Kári Árnason var ekki með svör á reiðum höndum af hverju íslenska liðið hefði ekki náð sér á strik í síðari hálfleik gegn Nígeríu eftir flottan fyrri hálfleik. 24. júní 2018 09:30 HM í dag: Meint lyfjamisnotkun Rússa og ferðalag til Rostov Hvíldin er stutt á milli leikja tvö og þrjú því það er strax komið að ferðadegi hjá karlalandsliðinu. 24. júní 2018 09:00 Truflar Króatíu ekkert að hvíla nokkra menn Kári Árnason segir króatíska liðið svo gott að það getur alveg leyft sér að hvíla menn. 24. júní 2018 08:32 Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. 24. júní 2018 10:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Kári: Veit ekki af hverju skipulagið riðlaðist Kári Árnason var ekki með svör á reiðum höndum af hverju íslenska liðið hefði ekki náð sér á strik í síðari hálfleik gegn Nígeríu eftir flottan fyrri hálfleik. 24. júní 2018 09:30
HM í dag: Meint lyfjamisnotkun Rússa og ferðalag til Rostov Hvíldin er stutt á milli leikja tvö og þrjú því það er strax komið að ferðadegi hjá karlalandsliðinu. 24. júní 2018 09:00
Truflar Króatíu ekkert að hvíla nokkra menn Kári Árnason segir króatíska liðið svo gott að það getur alveg leyft sér að hvíla menn. 24. júní 2018 08:32
Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. 24. júní 2018 10:00