Þýskaland er enn verulega háð kolum þrátt fyrir mikla fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum á undanförnum árum. Um 34% af raforku landsins eru nú framleidd með kolum á móti 33% sem koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum, að sögn AP-fréttastofunnar.
Nefnd sem ætlað er að leggja drög að því hvernig Þýskaland getur hætt að brenna kolum á að koma saman í fyrsta skipti í vikunni. Hennar bíður ærinn starfi. Umhverfisráðherra landsins sagði í síðustu viku að Þjóðverjar myndu að líkindum ekki ná markmiði sínu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2020.
Phase out coal now to stop #GlobalWarming! Big protest going on in Berlin right now, and many other places in Germany. pic.twitter.com/07s0zzZDKY
— Stefan Rahmstorf (@rahmstorf) June 24, 2018