Sönn verðmæti Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. júní 2018 10:00 Það er undurfagurt á Ströndum. Um það efast enginn sem þangað kemur og fyrsta hugsun ætti því ekki að vera: Hér er kominn tími til að virkja! Þegar fréttir berast af virkjanaáformum, eins og Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, þá er beinlínis skylt að staldra við og íhuga vandlega hvort verið sé að taka rétta ákvörðun. Það er skiljanlegt að íbúar Vestfjarða telji margir hverjir að möguleikar á uppbyggingu felist í virkjunum. Virkjun á þessu svæði myndi hugsanlega leysa skammtímavanda, en getur þó engan veginn verið töfralausn. Lykilspurningin er hvort það flokkist sem hagstæður samningur að fórna ægifagurri náttúru fyrir stundargróða. Flestir ættu að svara því neitandi. Stundum er talað eins og í góðu lagi sé að fórna náttúruperlum sem fáir hafa séð. Þar sem þær eru svo mörgum huldar er látið eins og þær séu ekki til á landakortinu. Viðkvæðið er: Það kemur aldrei neinn á þetta svæði. Þegar athygli er síðan vakin á svæðinu og fólk sækir staðinn heim grípur um sig pirringur meðal virkjanasinna og sumir þeirra bregðast við með því að tuða um lattelepjandi elítuna í 101, sem viti ekkert um hvað hún er að tala. Það eru alls kyns aðferðir til að gera lítið úr málstað fólks, þar á meðal að uppnefna það. Umhverfissinnar finnast um allt land og þeim þykir innilega vænt um náttúru þessa lands, það á líka við um þá lattelepjandi. Við lifum í veröld þar sem maðurinn er upptekinn af því að eyða umhverfi sínu, mengar borgir og fyllir höfin af plasti um leið og hann ypptir öxlum þegar honum er bent á skaðann. Þeir sem vilja snúa þessari þróun við og láta sér annt um náttúruperlur eru að berjast góðri baráttu. Þeir fá þó iðulega bágt fyrir; að vera kallaðir hyski er ekki endilega það versta sem þeir verða að þola. Sumar baráttuaðferðir umhverfissinna hafa reyndar ekki verið skynsamlegar, eins og þegar hópur fólks flutti lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum rétt fyrir kosningar, án þess að hafa þar fasta búsetu. Þeir einstaklingar ætluðu að hafa áhrif á úrslit kosninga í hreppnum þar sem virkjanaframkvæmdir eru helsta deilumálið. Þessi gjörð hlaut að ögra íbúum Árneshrepps og því lítt til árangurs fallin. Þvert á móti bauð hún upp á spennu og átök við hið litla sveitarfélag. Aðgerð Tómasar Guðbjartssonar læknis og félaga hans sem hafa birt myndir af svæðinu sem þarna er undir er mun skynsamlegri. Myndir geta sannarlega sagt meira en mörg orð. Sá sem sér mynd af Drynjanda, 70 metra háum fossi sem mun nánast þurrkast upp verði af virkjun, hlýtur að fyllast miklum efasemdum um þessar virkjanaframkvæmdir, nema honum standi hjartanlega á sama um náttúru þessa lands. Það gleymist alltof oft hvílík verðmæti felast í náttúruperlum landsins. Þar er ekki um að ræða gróða sem er mælanlegur í Kauphöllinni, enda verðmætið mun mikilvægara en svo. Náttúruperlur verða einfaldlega ekki metnar til fjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er undurfagurt á Ströndum. Um það efast enginn sem þangað kemur og fyrsta hugsun ætti því ekki að vera: Hér er kominn tími til að virkja! Þegar fréttir berast af virkjanaáformum, eins og Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, þá er beinlínis skylt að staldra við og íhuga vandlega hvort verið sé að taka rétta ákvörðun. Það er skiljanlegt að íbúar Vestfjarða telji margir hverjir að möguleikar á uppbyggingu felist í virkjunum. Virkjun á þessu svæði myndi hugsanlega leysa skammtímavanda, en getur þó engan veginn verið töfralausn. Lykilspurningin er hvort það flokkist sem hagstæður samningur að fórna ægifagurri náttúru fyrir stundargróða. Flestir ættu að svara því neitandi. Stundum er talað eins og í góðu lagi sé að fórna náttúruperlum sem fáir hafa séð. Þar sem þær eru svo mörgum huldar er látið eins og þær séu ekki til á landakortinu. Viðkvæðið er: Það kemur aldrei neinn á þetta svæði. Þegar athygli er síðan vakin á svæðinu og fólk sækir staðinn heim grípur um sig pirringur meðal virkjanasinna og sumir þeirra bregðast við með því að tuða um lattelepjandi elítuna í 101, sem viti ekkert um hvað hún er að tala. Það eru alls kyns aðferðir til að gera lítið úr málstað fólks, þar á meðal að uppnefna það. Umhverfissinnar finnast um allt land og þeim þykir innilega vænt um náttúru þessa lands, það á líka við um þá lattelepjandi. Við lifum í veröld þar sem maðurinn er upptekinn af því að eyða umhverfi sínu, mengar borgir og fyllir höfin af plasti um leið og hann ypptir öxlum þegar honum er bent á skaðann. Þeir sem vilja snúa þessari þróun við og láta sér annt um náttúruperlur eru að berjast góðri baráttu. Þeir fá þó iðulega bágt fyrir; að vera kallaðir hyski er ekki endilega það versta sem þeir verða að þola. Sumar baráttuaðferðir umhverfissinna hafa reyndar ekki verið skynsamlegar, eins og þegar hópur fólks flutti lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum rétt fyrir kosningar, án þess að hafa þar fasta búsetu. Þeir einstaklingar ætluðu að hafa áhrif á úrslit kosninga í hreppnum þar sem virkjanaframkvæmdir eru helsta deilumálið. Þessi gjörð hlaut að ögra íbúum Árneshrepps og því lítt til árangurs fallin. Þvert á móti bauð hún upp á spennu og átök við hið litla sveitarfélag. Aðgerð Tómasar Guðbjartssonar læknis og félaga hans sem hafa birt myndir af svæðinu sem þarna er undir er mun skynsamlegri. Myndir geta sannarlega sagt meira en mörg orð. Sá sem sér mynd af Drynjanda, 70 metra háum fossi sem mun nánast þurrkast upp verði af virkjun, hlýtur að fyllast miklum efasemdum um þessar virkjanaframkvæmdir, nema honum standi hjartanlega á sama um náttúru þessa lands. Það gleymist alltof oft hvílík verðmæti felast í náttúruperlum landsins. Þar er ekki um að ræða gróða sem er mælanlegur í Kauphöllinni, enda verðmætið mun mikilvægara en svo. Náttúruperlur verða einfaldlega ekki metnar til fjár.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun