Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar Tinni Sveinsson skrifar 26. júní 2018 15:47 Hjörtur Hjartarson. fréttablaðið/ernir 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar, dagskrárgerðarmanns hjá Sýn, á HM í Rússlandi. Tilefni yfirlýsingarinnar er að Hjörtur var sendur heim af HM í Rússlandi vegna óviðeigandi hegðunar en greint var frá því í fjölmiðlum í gær. Fjölmiðlakonurnar krefjast þess að yfirmenn fjölmiðla í landinu tryggi öryggi þeirra og annarra starfsmanna á vinnustað. Þær mótmæla því að í stéttinni starfi maður sem hafi ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi. Konur á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar útskýra afstöðu sína til málsins í færslu í hópi fjölmiðlakvenna á Facebook. Þar fordæma þær hegðun Hjartar á HM en segjast hafa fengið staðfest frá yfirmönnum Sýnar að málið sé í formlegu ferli og sé litið alvarlegum augum. Þess vegna ætli þær ekki að skrifa undir yfirlýsingu að svo stöddu. Þær vilja að málið sé afgreitt samkvæmt ferlum fyrirtækisins og að niðurstaða fáist áður en þær tjái sig opinberlega um það. „Við hörmum þennan leiðinlega atburð en að öðru leyti tjáum við ekki um mál einstakra starfsmanna. Málið er í ákveðnu ferli innan fyrirtækisins og verður áfram unnið á þeim vettvangi,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Sýn, í samtali við Vísi.Yfirlýsing fjölmiðlakvennanna 102 Við undirritaðar, konur í fjölmiðlum, krefjumst þess að yfirmenn fjölmiðla í landinu tryggi öryggi okkar og annarra starfsmanna sinna á vinnustað. Við mótmælum því að í stéttinni starfi maður sem hefur ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi. Hjörtur Hjartarson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, hefur endurtekið orðið uppvís að því að ógna og veitast að samstarfsfólki sínu. Hirti var sagt upp störfum á RÚV árið 2012, eftir að hann beitti samstarfskonu sína ofbeldi sem varð til þess að hún kærði hann fyrir líkamsárás. Hún dró kæruna til baka eftir að hann axlaði ábyrgð og baðst afsökunar. Hjörtur var einnig sendur í leyfi frá störfum sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 eftir að hann réðst á samstarfsmann sinn þar árið 2014. Á dögunum var Hjörtur svo sendur heim eftir að hafa veist á ný að fyrrverandi samstarfskonu sinni á RÚV þar sem hún var við störf á HM í knattspyrnu í Rússlandi. Alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur. Hann leiðir þó ekki sjálfkrafa til ofbeldishegðunar. Við, konur í fjölmiðlum, teljum ólíðandi að maður sem ítrekað hefur brotið á samstarfsfólki sínu fái sífellt ný tækifæri í fjölmiðlastétt á þeim forsendum hann sé hættur að drekka. Við höfnum því að vinna við slíkar aðstæður. Við krefjumst þess að tekið sé fastar á ofbeldi og áreitni á vinnustöðum okkar. Við skorum einnig á starfsmenn fjölmiðla, stéttarfélög fjölmiðlafólks og sérstaklega yfirmenn Sýnar og annarra fjölmiðla að fylgja eftir fögrum fyrirheitum #MeToo og sýna í verki að þegar ofbeldi og ógnandi hegðun er beitt „kastast ekki í kekki” milli fólks, heldur ber ofbeldismaðurinn einn ábyrgð á sinni hegðun. Sigríður Hagalín Björnsdóttir, RÚV Sunna Valgerðardóttir, RÚV Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, sjálfstætt starfandi blaðakona Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV Bára Huld Beck, Kjarninn Alma Ómarsdóttir, RÚV Ólöf Ragnarsdóttir, RÚV Margrét Erla Maack, Kjarninn, áður RÚV og 365. María Lilja Þrastardóttir, sjálfstætt starfandi blaðakona María Björk Guðmundsdóttir, RUV Þórgunnur Oddsdóttir, RÚV Auður Ösp Guðmundsdóttir, DV Lovísa Árnadóttir, fv. íþróttafréttakona á RÚV Milla Ósk Magnúsdóttir, RÚV Eva Björk Ægisdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmyndari Ásdís Ólafsdóttir, fyrrum dagskrárgerðarmaður á RÚV Ragnheiður Thorsteinsson, RÚV Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, Víkurfréttir Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Mannlíf og sjálfstætt starfandi Viktoría Hermannsdóttir, RÚV Gunnþórunnn Jónsdóttir, Fréttablaðinu Snærós Sindradóttir, RÚV Júlía Margrét Alexandersdóttir, Morgunblaðinu Lára Ómarsdóttir, RÚV Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri Fjarðarpóstsins Ragnhildur Thorlacius, RÚV Erla María Markúsdóttir, mbl.is Anna Margrét Gunnarsdóttir, fyrrum blaðamaður á Nýju Lífi, Birtíngi Sigríður Pétursdóttir, lausapenni hjá RÚV og fleiri fjölmiðlum Ragnhildur Ásvaldsdóttir, sjálfstætt starfandi við dagskrárgerð Vera Illugadóttir, RÚV Aníta Estíva Harðardóttir, DV Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Mannlífi Kristborg Bóel, Austurglugganum og Austurfrétt Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar Sara Sjöfn Grettisdóttir, ritstjóri Eyjafrétta Anna Marsibil Clausen, sjálfstætt starfandi Ragna Gestsdóttir DV Þorgerður Anna Gunnarsdóttir, mbl.is Erla Hjördís Gunnarsdóttir, Bændablaðið Erla Karlsdóttir, fyrrum blaðakona á DV Brynhildur Björnsdóttir Þórhildur Ólafsdóttir, RÚV Þorgerður E. Sigurðardóttir, RÚV Silja Ástþórsdóttir, fyrrverandi umbrotskona á Stundinni og fyrrum yfirhönnuður Fréttablaðsins Birna Pétursdóttir Anna Gyða Sigurgísladóttir, RÚV Halla Þórlaug Óskarsdóttir, RÚV Anna Lilja Þórisdóttir, Morgunblaðið Lára Theódóra Kristjánsdóttir Fanney Birna Jónsdóttir, Kjarninn og RÚV Jóhanna Sveinsdóttir Sigríður Elín Ásmundsdóttir Áslaug Guðrúnardóttir, fyrrverandi fréttamaður RÚV Anna Margrét Björnsson, mbl.is Dagný Hulda Erlendsdóttir, RÚV Kolbrún Björnsdóttir Björg Magnúsdóttir, RÚV Sigyn Blöndal, RÚV Áslaug Karen Jóhannsdóttir Ellen Ragnarsdóttir, Morgunblaðið Ásdís Ásgeirsdóttir Lovísa Arnardóttir, Fréttablaðinu Kristborg Bóel - Austurglugganum og Austurfrétt Lára Hanna Einarsdóttir, sjálfstætt starfandi Ástríður Viðarsdóttir, fyrrum blaðamaður mbl.is Þóra Tómasdóttir Steinunn Stefánsdóttir, fv. aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu Erla Tryggvadóttir, fyrrv. starfsmaður RÚV María Erla Kjartansdóttir, Birtíngi Kolbrún Björnsdóttir Inga Lind Vigfúsdóttir, RÚV Auður Albertsdóttir, fyrrv. blaðamaður mbl.is Gyða Lóa Ólafsdóttir, fyrrum blaðamaður Fréttablaðinu. Sigrún Erla Sigurðardóttir Halla Ólafsdóttir, RÚV Marta Goðadóttir, áður Nýtt líf. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, dagskrárgerðarkona Birta Björnsdóttir, RÚV Bergljót Baldursdóttir, fréttamaður RÚV Ásrún Brynja Ingvarsdóttir - RÚV Elín Sveinsdóttir -RÚV Erna Kettler, RÚV Helga Kristjáns, Vikan Þórdís Arnljótsdóttir, RÚV Jórunn Sigurðardóttir, RÚV Elísabet Hall, fyrrverandi framleiðandi hjá 365 Anna Brynja Baldursdóttir, fyrrum blaðakona Nýs Lífs og Vikunnar Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, fyrrum fjölmiðlakona Guðrún Sóley Gestsdóttir, RÚV Margrét Marteinsdòttir, fyrrverandi fréttakona á RÙV Ingveldur G. Ólafsdóttir, fyrrum starfsmaður RÚV og nú lausastúlka María Sigrún Hilmarsdóttir, RÚV Arnhildur Hálfdánardóttir, RÚV Helga Arnardóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV Rósa Jóhannsdóttir, ljósmyndari Halla Gunnarsdóttir, fyrrum þingfréttaritari Morgunblaðsins Brynja Þorgeirsdóttir, RÚV Arndís Björk Ásgeirsdóttir, RÚV Sjöfn Þórðardóttir, verkefnastjóri Inga Lind KarlsdóttirYfirlýsing fjölmiðlakvenna á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Við fordæmum hegðun Hjartar á Heimsmeistaramótinu. Allir eiga að geta sinnt starfi sínu óáreittir, hvort sem það er í vinnuferð eða á vinnustað og að sjálfsögðu er annað óásættanlegt. Við höfum fengið staðfest frá yfirmönnum okkar að málið er í formlegu ferli og litið alvarlegum augum. Við viljum að málið sé afgreitt og niðurstaða fáist áður en við tjáum okkur opinberlega. Þess vegna munum við ekki skrifa undir opinbera yfirlýsingu að svo stöddu.Vísir er í eigu Sýnar hf.Uppfært 27. júní kl. 10:29 með uppfærðum undirskriftalista. Fjölmiðlar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar, dagskrárgerðarmanns hjá Sýn, á HM í Rússlandi. Tilefni yfirlýsingarinnar er að Hjörtur var sendur heim af HM í Rússlandi vegna óviðeigandi hegðunar en greint var frá því í fjölmiðlum í gær. Fjölmiðlakonurnar krefjast þess að yfirmenn fjölmiðla í landinu tryggi öryggi þeirra og annarra starfsmanna á vinnustað. Þær mótmæla því að í stéttinni starfi maður sem hafi ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi. Konur á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar útskýra afstöðu sína til málsins í færslu í hópi fjölmiðlakvenna á Facebook. Þar fordæma þær hegðun Hjartar á HM en segjast hafa fengið staðfest frá yfirmönnum Sýnar að málið sé í formlegu ferli og sé litið alvarlegum augum. Þess vegna ætli þær ekki að skrifa undir yfirlýsingu að svo stöddu. Þær vilja að málið sé afgreitt samkvæmt ferlum fyrirtækisins og að niðurstaða fáist áður en þær tjái sig opinberlega um það. „Við hörmum þennan leiðinlega atburð en að öðru leyti tjáum við ekki um mál einstakra starfsmanna. Málið er í ákveðnu ferli innan fyrirtækisins og verður áfram unnið á þeim vettvangi,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Sýn, í samtali við Vísi.Yfirlýsing fjölmiðlakvennanna 102 Við undirritaðar, konur í fjölmiðlum, krefjumst þess að yfirmenn fjölmiðla í landinu tryggi öryggi okkar og annarra starfsmanna sinna á vinnustað. Við mótmælum því að í stéttinni starfi maður sem hefur ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi. Hjörtur Hjartarson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, hefur endurtekið orðið uppvís að því að ógna og veitast að samstarfsfólki sínu. Hirti var sagt upp störfum á RÚV árið 2012, eftir að hann beitti samstarfskonu sína ofbeldi sem varð til þess að hún kærði hann fyrir líkamsárás. Hún dró kæruna til baka eftir að hann axlaði ábyrgð og baðst afsökunar. Hjörtur var einnig sendur í leyfi frá störfum sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 eftir að hann réðst á samstarfsmann sinn þar árið 2014. Á dögunum var Hjörtur svo sendur heim eftir að hafa veist á ný að fyrrverandi samstarfskonu sinni á RÚV þar sem hún var við störf á HM í knattspyrnu í Rússlandi. Alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur. Hann leiðir þó ekki sjálfkrafa til ofbeldishegðunar. Við, konur í fjölmiðlum, teljum ólíðandi að maður sem ítrekað hefur brotið á samstarfsfólki sínu fái sífellt ný tækifæri í fjölmiðlastétt á þeim forsendum hann sé hættur að drekka. Við höfnum því að vinna við slíkar aðstæður. Við krefjumst þess að tekið sé fastar á ofbeldi og áreitni á vinnustöðum okkar. Við skorum einnig á starfsmenn fjölmiðla, stéttarfélög fjölmiðlafólks og sérstaklega yfirmenn Sýnar og annarra fjölmiðla að fylgja eftir fögrum fyrirheitum #MeToo og sýna í verki að þegar ofbeldi og ógnandi hegðun er beitt „kastast ekki í kekki” milli fólks, heldur ber ofbeldismaðurinn einn ábyrgð á sinni hegðun. Sigríður Hagalín Björnsdóttir, RÚV Sunna Valgerðardóttir, RÚV Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, sjálfstætt starfandi blaðakona Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV Bára Huld Beck, Kjarninn Alma Ómarsdóttir, RÚV Ólöf Ragnarsdóttir, RÚV Margrét Erla Maack, Kjarninn, áður RÚV og 365. María Lilja Þrastardóttir, sjálfstætt starfandi blaðakona María Björk Guðmundsdóttir, RUV Þórgunnur Oddsdóttir, RÚV Auður Ösp Guðmundsdóttir, DV Lovísa Árnadóttir, fv. íþróttafréttakona á RÚV Milla Ósk Magnúsdóttir, RÚV Eva Björk Ægisdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmyndari Ásdís Ólafsdóttir, fyrrum dagskrárgerðarmaður á RÚV Ragnheiður Thorsteinsson, RÚV Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, Víkurfréttir Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Mannlíf og sjálfstætt starfandi Viktoría Hermannsdóttir, RÚV Gunnþórunnn Jónsdóttir, Fréttablaðinu Snærós Sindradóttir, RÚV Júlía Margrét Alexandersdóttir, Morgunblaðinu Lára Ómarsdóttir, RÚV Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri Fjarðarpóstsins Ragnhildur Thorlacius, RÚV Erla María Markúsdóttir, mbl.is Anna Margrét Gunnarsdóttir, fyrrum blaðamaður á Nýju Lífi, Birtíngi Sigríður Pétursdóttir, lausapenni hjá RÚV og fleiri fjölmiðlum Ragnhildur Ásvaldsdóttir, sjálfstætt starfandi við dagskrárgerð Vera Illugadóttir, RÚV Aníta Estíva Harðardóttir, DV Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Mannlífi Kristborg Bóel, Austurglugganum og Austurfrétt Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar Sara Sjöfn Grettisdóttir, ritstjóri Eyjafrétta Anna Marsibil Clausen, sjálfstætt starfandi Ragna Gestsdóttir DV Þorgerður Anna Gunnarsdóttir, mbl.is Erla Hjördís Gunnarsdóttir, Bændablaðið Erla Karlsdóttir, fyrrum blaðakona á DV Brynhildur Björnsdóttir Þórhildur Ólafsdóttir, RÚV Þorgerður E. Sigurðardóttir, RÚV Silja Ástþórsdóttir, fyrrverandi umbrotskona á Stundinni og fyrrum yfirhönnuður Fréttablaðsins Birna Pétursdóttir Anna Gyða Sigurgísladóttir, RÚV Halla Þórlaug Óskarsdóttir, RÚV Anna Lilja Þórisdóttir, Morgunblaðið Lára Theódóra Kristjánsdóttir Fanney Birna Jónsdóttir, Kjarninn og RÚV Jóhanna Sveinsdóttir Sigríður Elín Ásmundsdóttir Áslaug Guðrúnardóttir, fyrrverandi fréttamaður RÚV Anna Margrét Björnsson, mbl.is Dagný Hulda Erlendsdóttir, RÚV Kolbrún Björnsdóttir Björg Magnúsdóttir, RÚV Sigyn Blöndal, RÚV Áslaug Karen Jóhannsdóttir Ellen Ragnarsdóttir, Morgunblaðið Ásdís Ásgeirsdóttir Lovísa Arnardóttir, Fréttablaðinu Kristborg Bóel - Austurglugganum og Austurfrétt Lára Hanna Einarsdóttir, sjálfstætt starfandi Ástríður Viðarsdóttir, fyrrum blaðamaður mbl.is Þóra Tómasdóttir Steinunn Stefánsdóttir, fv. aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu Erla Tryggvadóttir, fyrrv. starfsmaður RÚV María Erla Kjartansdóttir, Birtíngi Kolbrún Björnsdóttir Inga Lind Vigfúsdóttir, RÚV Auður Albertsdóttir, fyrrv. blaðamaður mbl.is Gyða Lóa Ólafsdóttir, fyrrum blaðamaður Fréttablaðinu. Sigrún Erla Sigurðardóttir Halla Ólafsdóttir, RÚV Marta Goðadóttir, áður Nýtt líf. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, dagskrárgerðarkona Birta Björnsdóttir, RÚV Bergljót Baldursdóttir, fréttamaður RÚV Ásrún Brynja Ingvarsdóttir - RÚV Elín Sveinsdóttir -RÚV Erna Kettler, RÚV Helga Kristjáns, Vikan Þórdís Arnljótsdóttir, RÚV Jórunn Sigurðardóttir, RÚV Elísabet Hall, fyrrverandi framleiðandi hjá 365 Anna Brynja Baldursdóttir, fyrrum blaðakona Nýs Lífs og Vikunnar Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, fyrrum fjölmiðlakona Guðrún Sóley Gestsdóttir, RÚV Margrét Marteinsdòttir, fyrrverandi fréttakona á RÙV Ingveldur G. Ólafsdóttir, fyrrum starfsmaður RÚV og nú lausastúlka María Sigrún Hilmarsdóttir, RÚV Arnhildur Hálfdánardóttir, RÚV Helga Arnardóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV Rósa Jóhannsdóttir, ljósmyndari Halla Gunnarsdóttir, fyrrum þingfréttaritari Morgunblaðsins Brynja Þorgeirsdóttir, RÚV Arndís Björk Ásgeirsdóttir, RÚV Sjöfn Þórðardóttir, verkefnastjóri Inga Lind KarlsdóttirYfirlýsing fjölmiðlakvenna á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Við fordæmum hegðun Hjartar á Heimsmeistaramótinu. Allir eiga að geta sinnt starfi sínu óáreittir, hvort sem það er í vinnuferð eða á vinnustað og að sjálfsögðu er annað óásættanlegt. Við höfum fengið staðfest frá yfirmönnum okkar að málið er í formlegu ferli og litið alvarlegum augum. Við viljum að málið sé afgreitt og niðurstaða fáist áður en við tjáum okkur opinberlega. Þess vegna munum við ekki skrifa undir opinbera yfirlýsingu að svo stöddu.Vísir er í eigu Sýnar hf.Uppfært 27. júní kl. 10:29 með uppfærðum undirskriftalista.
Fjölmiðlar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent