Landspítali og HÍ ætla að fara yfir skýrslu Karólínska Hersir Aron Ólafsson og Kjartan Kjartansson skrifa 26. júní 2018 20:42 Bæði Landspítalinn og Háskóli Íslands ætla að fara yfir nýja skýrslu Karólínsku stofnunarinnar sænsku um plastbarkamálið svonefnda. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, var einn þeirra sem var talinn hafa gerst sekur um vísindalegt misferli. Tómas gagnrýnir sjálfur niðurstöður rektors Karolinska í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í dag. Engin ný efnisatriði hafi komið fram, honum hafi verið eignaðir hlutir sem hann hafi enga aðkomu átt að og hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að fylgja eftir gögnum sem hann afhenti rannsóknarnefndinni, þvert á gefin loforð. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 um niðurstöður rektors Karólínsku sjúkrahússins vísar Landspítalinn til skýrslu óháðrar nefndar Háskóla Íslands og Landspítala um málið sem kom út í vetur. Þar hafi vísindalegur þáttur málsins verið tekinn fyrir. „Landspítali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karolinska Institutet eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erfiða og flókna máli,“ segir í svarinu. Í skýrslu óháðu nefndarinnar var fundið að vinnubrögðum Tómasar. Honum hafi ekki verið heimilt að bæta við tilvísun fyrir Beyene fyrir meðferðina á Karólínska sjúkrahúsinu. Nefndin taldi að ítalski læknirinn hefði blekkt Tómas. Varðandi vísindarannsóknir tengdar ígræðslunni átaldi nefndin Tómas fyrir að hafa ekki aflað leyfa fyrir þeim. Tómas og Landspítalinn hafi ekki fylgt lagareglum um vísindarannsóknir í tengslum við mál Beyene. Tómas var sendur í leyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum í nóvember í kjölfar skýrslu óháðu nefndarinnar. Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Bæði Landspítalinn og Háskóli Íslands ætla að fara yfir nýja skýrslu Karólínsku stofnunarinnar sænsku um plastbarkamálið svonefnda. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, var einn þeirra sem var talinn hafa gerst sekur um vísindalegt misferli. Tómas gagnrýnir sjálfur niðurstöður rektors Karolinska í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í dag. Engin ný efnisatriði hafi komið fram, honum hafi verið eignaðir hlutir sem hann hafi enga aðkomu átt að og hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að fylgja eftir gögnum sem hann afhenti rannsóknarnefndinni, þvert á gefin loforð. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 um niðurstöður rektors Karólínsku sjúkrahússins vísar Landspítalinn til skýrslu óháðrar nefndar Háskóla Íslands og Landspítala um málið sem kom út í vetur. Þar hafi vísindalegur þáttur málsins verið tekinn fyrir. „Landspítali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karolinska Institutet eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erfiða og flókna máli,“ segir í svarinu. Í skýrslu óháðu nefndarinnar var fundið að vinnubrögðum Tómasar. Honum hafi ekki verið heimilt að bæta við tilvísun fyrir Beyene fyrir meðferðina á Karólínska sjúkrahúsinu. Nefndin taldi að ítalski læknirinn hefði blekkt Tómas. Varðandi vísindarannsóknir tengdar ígræðslunni átaldi nefndin Tómas fyrir að hafa ekki aflað leyfa fyrir þeim. Tómas og Landspítalinn hafi ekki fylgt lagareglum um vísindarannsóknir í tengslum við mál Beyene. Tómas var sendur í leyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum í nóvember í kjölfar skýrslu óháðu nefndarinnar.
Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira