Alfreð: Við klöppuðum fyrir okkur sjálfum inn í klefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 21:39 Alfreð Finnbogason fékk frábært færi. Vísir/Vilhelm Alfreð Finnbogason fékk úrvalsfæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik á móti Króatíu en hafði ekki heppnina með sér. Ísland tapaði 2-1 á móti Króatíu í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. „Það er mikið svekkelsi en markmiðið okkar fyrir leikinn var að geta gengið stoltir frá borði eftir leik og ég held að við getum það svo sannarlega. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við höfum skapað jafnmörg færi og tækifæri til að fá færi. Því miður nýttum við það ekki betur,“ sagði Alfreð Finnbogason, eftir leikinn. „Þetta er munurinn á þessu hæsta stigi. Þú verður að taka þessi móment þegar þú ert betri og nýta þau betur. Okkar var svo refsað í lokin þegar við hentum öllum fram,“ sagði Alfreð. hann fékk frábært færi rétt fyrir hálfleik. „Ég ætlaði að troða honum inn í nærhornið og ég veit ekki hvort ég hafði meiri tíma. Ég þarf að sjá það aftur. Mér fannst tilvalið að taka hann í fyrsta og það hefði verið skemmtilegt að skora,“ sagði Alfreð en hvernig var stemmningin inn í klefa eftir leikinn. „Í fimm mínútur þá voru menn svekktir en svo kom Heimir og hélt stutta tölu. Hann talaði bara um að við ættum að vera gríðarlega stoltir af okkar frammistöðu hér. Við áttum einn slakan hálfleik sem var seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu. Restin fannst mér á okkar pari og jafnvel yfir pari í dag. Við klöppuðum bara fyrir okkur og ákváðum það að við ætlum bara að fagna þessum árangri sem við náðum í kvöld,“ sagði Alfreð. „Það er ekki alveg búið að sinka inn að þetta sé bara búið. Maður er ekki alveg tilbúinn að samþykkja það. Okkur langaði að vera lengur og vorum ekki tilbúnir að fara heim. Við erum búnir að sjá hina leikina og það er ekkert gefðu mér fimm lið í þessum riðli. Þetta var erfiður riðill og þetta réðast bara á lokamínútunum,“ sagði Alfreð „Að höfum átt möguleika, fimm mínútum fyrir leik, og vantaði bara að skora eitt mark sýnir hversu langt við erum komnir,“ sagði Alfreð en hann var ekki tekin útaf vegna þreytu. „Ég vildi vera áfram. Ég var með það á tilfinningunni að ég myndi skora og langaði að vera áfram inná. Þjálfarinn tók þessa ákvörðun en ég hefði klárlega viljað vera áfram inná. Ég var brjálaður yfir því að vera tekin útaf ef ég er alveg hreinskilinn en pólítíska svarið er að ég virði ákvörðun þjálfarans, “ sagði Alfreð brosandi. „Mér leið rosalega vel og var búinn að ná mér í auka vind síðasta korterið. Ég var ekki búinn að vera rosalega mikið í boltanum þá var ég alltag að bíða eftir þessu færi sem myndi koma. Ég hafði alltaf trú á því inn á vellinum að ég myndi skora. Við þurftum mark en ég er ekki að fara henda einhverjum öxum í menn í dag. Við erum stoltir af frammistöðu liðsins,“ sagði Alfreð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Sjá meira
Alfreð Finnbogason fékk úrvalsfæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik á móti Króatíu en hafði ekki heppnina með sér. Ísland tapaði 2-1 á móti Króatíu í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. „Það er mikið svekkelsi en markmiðið okkar fyrir leikinn var að geta gengið stoltir frá borði eftir leik og ég held að við getum það svo sannarlega. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við höfum skapað jafnmörg færi og tækifæri til að fá færi. Því miður nýttum við það ekki betur,“ sagði Alfreð Finnbogason, eftir leikinn. „Þetta er munurinn á þessu hæsta stigi. Þú verður að taka þessi móment þegar þú ert betri og nýta þau betur. Okkar var svo refsað í lokin þegar við hentum öllum fram,“ sagði Alfreð. hann fékk frábært færi rétt fyrir hálfleik. „Ég ætlaði að troða honum inn í nærhornið og ég veit ekki hvort ég hafði meiri tíma. Ég þarf að sjá það aftur. Mér fannst tilvalið að taka hann í fyrsta og það hefði verið skemmtilegt að skora,“ sagði Alfreð en hvernig var stemmningin inn í klefa eftir leikinn. „Í fimm mínútur þá voru menn svekktir en svo kom Heimir og hélt stutta tölu. Hann talaði bara um að við ættum að vera gríðarlega stoltir af okkar frammistöðu hér. Við áttum einn slakan hálfleik sem var seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu. Restin fannst mér á okkar pari og jafnvel yfir pari í dag. Við klöppuðum bara fyrir okkur og ákváðum það að við ætlum bara að fagna þessum árangri sem við náðum í kvöld,“ sagði Alfreð. „Það er ekki alveg búið að sinka inn að þetta sé bara búið. Maður er ekki alveg tilbúinn að samþykkja það. Okkur langaði að vera lengur og vorum ekki tilbúnir að fara heim. Við erum búnir að sjá hina leikina og það er ekkert gefðu mér fimm lið í þessum riðli. Þetta var erfiður riðill og þetta réðast bara á lokamínútunum,“ sagði Alfreð „Að höfum átt möguleika, fimm mínútum fyrir leik, og vantaði bara að skora eitt mark sýnir hversu langt við erum komnir,“ sagði Alfreð en hann var ekki tekin útaf vegna þreytu. „Ég vildi vera áfram. Ég var með það á tilfinningunni að ég myndi skora og langaði að vera áfram inná. Þjálfarinn tók þessa ákvörðun en ég hefði klárlega viljað vera áfram inná. Ég var brjálaður yfir því að vera tekin útaf ef ég er alveg hreinskilinn en pólítíska svarið er að ég virði ákvörðun þjálfarans, “ sagði Alfreð brosandi. „Mér leið rosalega vel og var búinn að ná mér í auka vind síðasta korterið. Ég var ekki búinn að vera rosalega mikið í boltanum þá var ég alltag að bíða eftir þessu færi sem myndi koma. Ég hafði alltaf trú á því inn á vellinum að ég myndi skora. Við þurftum mark en ég er ekki að fara henda einhverjum öxum í menn í dag. Við erum stoltir af frammistöðu liðsins,“ sagði Alfreð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Sjá meira