Alfreð: Við klöppuðum fyrir okkur sjálfum inn í klefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 21:39 Alfreð Finnbogason fékk frábært færi. Vísir/Vilhelm Alfreð Finnbogason fékk úrvalsfæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik á móti Króatíu en hafði ekki heppnina með sér. Ísland tapaði 2-1 á móti Króatíu í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. „Það er mikið svekkelsi en markmiðið okkar fyrir leikinn var að geta gengið stoltir frá borði eftir leik og ég held að við getum það svo sannarlega. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við höfum skapað jafnmörg færi og tækifæri til að fá færi. Því miður nýttum við það ekki betur,“ sagði Alfreð Finnbogason, eftir leikinn. „Þetta er munurinn á þessu hæsta stigi. Þú verður að taka þessi móment þegar þú ert betri og nýta þau betur. Okkar var svo refsað í lokin þegar við hentum öllum fram,“ sagði Alfreð. hann fékk frábært færi rétt fyrir hálfleik. „Ég ætlaði að troða honum inn í nærhornið og ég veit ekki hvort ég hafði meiri tíma. Ég þarf að sjá það aftur. Mér fannst tilvalið að taka hann í fyrsta og það hefði verið skemmtilegt að skora,“ sagði Alfreð en hvernig var stemmningin inn í klefa eftir leikinn. „Í fimm mínútur þá voru menn svekktir en svo kom Heimir og hélt stutta tölu. Hann talaði bara um að við ættum að vera gríðarlega stoltir af okkar frammistöðu hér. Við áttum einn slakan hálfleik sem var seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu. Restin fannst mér á okkar pari og jafnvel yfir pari í dag. Við klöppuðum bara fyrir okkur og ákváðum það að við ætlum bara að fagna þessum árangri sem við náðum í kvöld,“ sagði Alfreð. „Það er ekki alveg búið að sinka inn að þetta sé bara búið. Maður er ekki alveg tilbúinn að samþykkja það. Okkur langaði að vera lengur og vorum ekki tilbúnir að fara heim. Við erum búnir að sjá hina leikina og það er ekkert gefðu mér fimm lið í þessum riðli. Þetta var erfiður riðill og þetta réðast bara á lokamínútunum,“ sagði Alfreð „Að höfum átt möguleika, fimm mínútum fyrir leik, og vantaði bara að skora eitt mark sýnir hversu langt við erum komnir,“ sagði Alfreð en hann var ekki tekin útaf vegna þreytu. „Ég vildi vera áfram. Ég var með það á tilfinningunni að ég myndi skora og langaði að vera áfram inná. Þjálfarinn tók þessa ákvörðun en ég hefði klárlega viljað vera áfram inná. Ég var brjálaður yfir því að vera tekin útaf ef ég er alveg hreinskilinn en pólítíska svarið er að ég virði ákvörðun þjálfarans, “ sagði Alfreð brosandi. „Mér leið rosalega vel og var búinn að ná mér í auka vind síðasta korterið. Ég var ekki búinn að vera rosalega mikið í boltanum þá var ég alltag að bíða eftir þessu færi sem myndi koma. Ég hafði alltaf trú á því inn á vellinum að ég myndi skora. Við þurftum mark en ég er ekki að fara henda einhverjum öxum í menn í dag. Við erum stoltir af frammistöðu liðsins,“ sagði Alfreð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Alfreð Finnbogason fékk úrvalsfæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik á móti Króatíu en hafði ekki heppnina með sér. Ísland tapaði 2-1 á móti Króatíu í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. „Það er mikið svekkelsi en markmiðið okkar fyrir leikinn var að geta gengið stoltir frá borði eftir leik og ég held að við getum það svo sannarlega. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við höfum skapað jafnmörg færi og tækifæri til að fá færi. Því miður nýttum við það ekki betur,“ sagði Alfreð Finnbogason, eftir leikinn. „Þetta er munurinn á þessu hæsta stigi. Þú verður að taka þessi móment þegar þú ert betri og nýta þau betur. Okkar var svo refsað í lokin þegar við hentum öllum fram,“ sagði Alfreð. hann fékk frábært færi rétt fyrir hálfleik. „Ég ætlaði að troða honum inn í nærhornið og ég veit ekki hvort ég hafði meiri tíma. Ég þarf að sjá það aftur. Mér fannst tilvalið að taka hann í fyrsta og það hefði verið skemmtilegt að skora,“ sagði Alfreð en hvernig var stemmningin inn í klefa eftir leikinn. „Í fimm mínútur þá voru menn svekktir en svo kom Heimir og hélt stutta tölu. Hann talaði bara um að við ættum að vera gríðarlega stoltir af okkar frammistöðu hér. Við áttum einn slakan hálfleik sem var seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu. Restin fannst mér á okkar pari og jafnvel yfir pari í dag. Við klöppuðum bara fyrir okkur og ákváðum það að við ætlum bara að fagna þessum árangri sem við náðum í kvöld,“ sagði Alfreð. „Það er ekki alveg búið að sinka inn að þetta sé bara búið. Maður er ekki alveg tilbúinn að samþykkja það. Okkur langaði að vera lengur og vorum ekki tilbúnir að fara heim. Við erum búnir að sjá hina leikina og það er ekkert gefðu mér fimm lið í þessum riðli. Þetta var erfiður riðill og þetta réðast bara á lokamínútunum,“ sagði Alfreð „Að höfum átt möguleika, fimm mínútum fyrir leik, og vantaði bara að skora eitt mark sýnir hversu langt við erum komnir,“ sagði Alfreð en hann var ekki tekin útaf vegna þreytu. „Ég vildi vera áfram. Ég var með það á tilfinningunni að ég myndi skora og langaði að vera áfram inná. Þjálfarinn tók þessa ákvörðun en ég hefði klárlega viljað vera áfram inná. Ég var brjálaður yfir því að vera tekin útaf ef ég er alveg hreinskilinn en pólítíska svarið er að ég virði ákvörðun þjálfarans, “ sagði Alfreð brosandi. „Mér leið rosalega vel og var búinn að ná mér í auka vind síðasta korterið. Ég var ekki búinn að vera rosalega mikið í boltanum þá var ég alltag að bíða eftir þessu færi sem myndi koma. Ég hafði alltaf trú á því inn á vellinum að ég myndi skora. Við þurftum mark en ég er ekki að fara henda einhverjum öxum í menn í dag. Við erum stoltir af frammistöðu liðsins,“ sagði Alfreð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira