Katrín Ómarsdóttir skoraði stórbrotið mark í leik KR og Stjörnunnar í Pepsi deild kvenna í gær.
Boltinn kom til Katrínar inn á teignum upp úr föstu leikatriði, hún lyfti honum upp í loft með fyrstu snertingu og ákvað að fara í bakfallsspyrnu. Hitti boltann frábærlega, beint í marknetið.
Markið gerði lítið fyrir KR sem var 3-0 undir þegar markið kom og tapaði leiknum 4-2 en er klárlega eitt af mörkum sumarsins.
KR er á botni Pepsi deildar kvenna með aðeins þrjú stig, liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu sjö leikjum sínum. Stjarnan á hins vegar enn möguleika á því að blanda sér í toppbaráttuna.
Þetta stórbrotna mark má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Sjáðu magnað mark Katrínar gegn Stjörnunni
Tengdar fréttir

Stórkostlegt mark Katrínar gat ekki bjargað KR
Stjarnan vann stórsigur á KR í Vesturbænum og Selfoss vann HK/Víking í nýliðaslag í Kórnum þegar 7. umferð Pepsi deildar kvenna lauk í kvöld.