Þetta reddast ekki á „kúlinu“ Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 27. júní 2018 07:00 Við stærum okkur gjarnan af því að vera hörkuduglegur þjóðflokkur. Við komumst áfram á dugnaði, kjarki og þori. Víkingar sem leggja undir sig heiminn. Best í fótbolta, handbolta, blönduðum bardagalistum og svo lengi mætti telja – ja, a.m.k. miðað við höfðatölu. Á einu sviði erum við þó oft ekki nægilega dugleg. Þegar kemur að undirbúningi og greiningarvinnu. Þegar kemur að því að skoða hlutina og plana áður en við leggjum af stað. Og hverju skiptir það svo sem? Við framkvæmum. Við gerum. Við græðum. Og svo hrynur spilaborgin og við töpum (með stæl!). Hvort sem það er í rekstri fyrirtækja, stjórnmálum eða annars staðar, þá sjáum við þetta víða. Ég sé þetta gjarnan í markaðsstarfi fyrirtækja. Það nenna fáir að greina markaðinn, markhópa og samkeppni eða móta stefnu og gera áætlanir. Fólk er oft uppteknara við að elta nýjustu brögðin og brellurnar. Vera bara nógu kúl! Afleiðingin er óupplýst ákvarðanataka, þörfum viðskiptavina er ekki nægilega vel mætt og dýrmæt tækifæri fara forgörðum. Hlutirnir verða grunnir og yfirborðskenndir. Þar sem við gerum þessa hluti almennilega sjáum við árangur. Strákarnir okkar væru ekki í lokakeppni HM ef þeir hefðu ekki stúderað andstæðingana, skoðað hvernig þeir spila, hvar er hægt að komast í gegnum varnarveggi og hvernig best er að stöðva stórskyttur, finna veikleika og tækifæri. Ef þeir hefðu ekki mótað sína leikstefnu, byggt á upplýsingum úr greiningarvinnu og undirbúið sig vel. Af hverju gerum við oft svona lítið af þessari grundvallarvinnu? Er það yfirsjón? Bráðlæti? Þykjumst við vita betur? Höldum við að við séum öðruvísi en allir aðrir og þurfum þess ekki? Er það kannski bara leti? Eða getur það verið að kúlið sé að kosta okkur? Það hefur einhvern veginn alltaf þótt meira kúl að fá toppeinkunnir á prófum án þess að læra. Þurfa ekki að hafa fyrir hlutunum. En er ekki betra að læra og vera nokkuð öruggur með toppeinkunn heldur en að læra ekki og taka sénsinn? Sérstaklega þegar mikið liggur við, eins og heimsmeistarakeppnin – eða rekstur fyrirtækisins okkar? Ég legg til að við fórnum kúlinu og undirbúum okkur til að auka líkurnar á árangri. Hú!Höfundur er markaðssérfræðingur og FKA-félagskona Greinin er skrifuð áður en leikur Íslands og Króatíu fór fram á HM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við stærum okkur gjarnan af því að vera hörkuduglegur þjóðflokkur. Við komumst áfram á dugnaði, kjarki og þori. Víkingar sem leggja undir sig heiminn. Best í fótbolta, handbolta, blönduðum bardagalistum og svo lengi mætti telja – ja, a.m.k. miðað við höfðatölu. Á einu sviði erum við þó oft ekki nægilega dugleg. Þegar kemur að undirbúningi og greiningarvinnu. Þegar kemur að því að skoða hlutina og plana áður en við leggjum af stað. Og hverju skiptir það svo sem? Við framkvæmum. Við gerum. Við græðum. Og svo hrynur spilaborgin og við töpum (með stæl!). Hvort sem það er í rekstri fyrirtækja, stjórnmálum eða annars staðar, þá sjáum við þetta víða. Ég sé þetta gjarnan í markaðsstarfi fyrirtækja. Það nenna fáir að greina markaðinn, markhópa og samkeppni eða móta stefnu og gera áætlanir. Fólk er oft uppteknara við að elta nýjustu brögðin og brellurnar. Vera bara nógu kúl! Afleiðingin er óupplýst ákvarðanataka, þörfum viðskiptavina er ekki nægilega vel mætt og dýrmæt tækifæri fara forgörðum. Hlutirnir verða grunnir og yfirborðskenndir. Þar sem við gerum þessa hluti almennilega sjáum við árangur. Strákarnir okkar væru ekki í lokakeppni HM ef þeir hefðu ekki stúderað andstæðingana, skoðað hvernig þeir spila, hvar er hægt að komast í gegnum varnarveggi og hvernig best er að stöðva stórskyttur, finna veikleika og tækifæri. Ef þeir hefðu ekki mótað sína leikstefnu, byggt á upplýsingum úr greiningarvinnu og undirbúið sig vel. Af hverju gerum við oft svona lítið af þessari grundvallarvinnu? Er það yfirsjón? Bráðlæti? Þykjumst við vita betur? Höldum við að við séum öðruvísi en allir aðrir og þurfum þess ekki? Er það kannski bara leti? Eða getur það verið að kúlið sé að kosta okkur? Það hefur einhvern veginn alltaf þótt meira kúl að fá toppeinkunnir á prófum án þess að læra. Þurfa ekki að hafa fyrir hlutunum. En er ekki betra að læra og vera nokkuð öruggur með toppeinkunn heldur en að læra ekki og taka sénsinn? Sérstaklega þegar mikið liggur við, eins og heimsmeistarakeppnin – eða rekstur fyrirtækisins okkar? Ég legg til að við fórnum kúlinu og undirbúum okkur til að auka líkurnar á árangri. Hú!Höfundur er markaðssérfræðingur og FKA-félagskona Greinin er skrifuð áður en leikur Íslands og Króatíu fór fram á HM.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun