Segir að Eden Hazard sé nú jafngóður og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2018 14:00 Eden Hazard. Vísir/Getty Belgar hafa mikla trú á landsliðsfyrirliða sínum Eden Hazard og þá sérstaklega aðstoðarþjálfarinn Graeme Jones sem fær uppsláttinn í belgíska blaðinu Voetbalwereld í morgun. Graeme Jones segir í viðtalinu að Eden Hazard sé nú orðinn jafngóður leikamaður og Lionel Messi. Eden Hazard hefur vissulega átt mjög fínt heimsmeistaramót til þessa og Lionel Messi skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í leik upp á líf eða dauða í gærkvöldi. Eden Hazard sjálfur hefur alltaf hafnað slíkum samanburði og segir að Messi sé á annarri plánetu og því ósnertanlegur. Aðstoðarþjálfarinn vill hinsvegar ólmur bera þá saman og slá í. Þetta bendir belgíski blaðamaðurinn Kristof Terreur á eins og sjá má hér fyrir neðan. Það þarf ekki að skilja mikla flæmsku til að skilja opnufyrirsögn Voetbalwereld í morgun.Never compare a player with Lionel Messi, one of the , but Martínez’ assistant Graeme Jones has done it again: “Eden Hazard is now as good as Messi.” Eden will say Messi is still on another planet - rightly so. #cfc#bel#eng#worldcuppic.twitter.com/QT7d48Lxbl — Kristof Terreur (@HLNinEngeland) June 27, 2018 Eden Hazard skoraði tvö mörk í síðasta leik Belga og lagði upp eitt mark í þeim fyrsta. Hann er því búinn að koma að þremur mörkum í fyrstu tveimur leikjunum og Belgar eru með fullt hús sitga og markatöluna 8-2. Eden Hazard kom einnig að marki í tveimur síðustu undirbúningsleikjum belgíska liðsins fyrir HM sem voru öryggir sigrar á HM-liðum Egypta og Kosta Ríka. Eden Hazard skoraði líka sigurmark Chelsea í bikarúrslitaleiknum í maí og var með 12 mörk og 4 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Belgar hafa mikla trú á landsliðsfyrirliða sínum Eden Hazard og þá sérstaklega aðstoðarþjálfarinn Graeme Jones sem fær uppsláttinn í belgíska blaðinu Voetbalwereld í morgun. Graeme Jones segir í viðtalinu að Eden Hazard sé nú orðinn jafngóður leikamaður og Lionel Messi. Eden Hazard hefur vissulega átt mjög fínt heimsmeistaramót til þessa og Lionel Messi skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í leik upp á líf eða dauða í gærkvöldi. Eden Hazard sjálfur hefur alltaf hafnað slíkum samanburði og segir að Messi sé á annarri plánetu og því ósnertanlegur. Aðstoðarþjálfarinn vill hinsvegar ólmur bera þá saman og slá í. Þetta bendir belgíski blaðamaðurinn Kristof Terreur á eins og sjá má hér fyrir neðan. Það þarf ekki að skilja mikla flæmsku til að skilja opnufyrirsögn Voetbalwereld í morgun.Never compare a player with Lionel Messi, one of the , but Martínez’ assistant Graeme Jones has done it again: “Eden Hazard is now as good as Messi.” Eden will say Messi is still on another planet - rightly so. #cfc#bel#eng#worldcuppic.twitter.com/QT7d48Lxbl — Kristof Terreur (@HLNinEngeland) June 27, 2018 Eden Hazard skoraði tvö mörk í síðasta leik Belga og lagði upp eitt mark í þeim fyrsta. Hann er því búinn að koma að þremur mörkum í fyrstu tveimur leikjunum og Belgar eru með fullt hús sitga og markatöluna 8-2. Eden Hazard kom einnig að marki í tveimur síðustu undirbúningsleikjum belgíska liðsins fyrir HM sem voru öryggir sigrar á HM-liðum Egypta og Kosta Ríka. Eden Hazard skoraði líka sigurmark Chelsea í bikarúrslitaleiknum í maí og var með 12 mörk og 4 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira