Graeme Jones segir í viðtalinu að Eden Hazard sé nú orðinn jafngóður leikamaður og Lionel Messi.
Eden Hazard hefur vissulega átt mjög fínt heimsmeistaramót til þessa og Lionel Messi skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í leik upp á líf eða dauða í gærkvöldi.
Eden Hazard sjálfur hefur alltaf hafnað slíkum samanburði og segir að Messi sé á annarri plánetu og því ósnertanlegur.
Aðstoðarþjálfarinn vill hinsvegar ólmur bera þá saman og slá í. Þetta bendir belgíski blaðamaðurinn Kristof Terreur á eins og sjá má hér fyrir neðan. Það þarf ekki að skilja mikla flæmsku til að skilja opnufyrirsögn Voetbalwereld í morgun.
Never compare a player with Lionel Messi, one of the , but Martínez’ assistant Graeme Jones has done it again: “Eden Hazard is now as good as Messi.” Eden will say Messi is still on another planet - rightly so. #cfc#bel#eng#worldcuppic.twitter.com/QT7d48Lxbl
— Kristof Terreur (@HLNinEngeland) June 27, 2018
Eden Hazard kom einnig að marki í tveimur síðustu undirbúningsleikjum belgíska liðsins fyrir HM sem voru öryggir sigrar á HM-liðum Egypta og Kosta Ríka.
Eden Hazard skoraði líka sigurmark Chelsea í bikarúrslitaleiknum í maí og var með 12 mörk og 4 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.