Lukaku ekki með gegn Englendingum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júní 2018 23:00 Lukaku er næst markahæstur á HM enn sem komið er Vísir/getty Framherjinn Romelu Lukaku verður ekki með Belgum gegn Englendingum í lokaleik liðanna í riðlakeppninni á HM í Rússlandi vegna meiðsla. Bæði Belgar og Englendingar eru nú þegar komnir áfram í 16-liða úrslitin og snýst leikurinn eingöngu um það hvort liðið verði í toppsæti riðilsins. Lukaku hefur ekki æft með Belgum í vikunni vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut í 5-2 sigrinum á Túnis um síðustu helgi. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag sagði landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez að Lukaku yrði ekki með en hann hefði ekki áhyggjur af framherjanum sterka hvað framhaldið varðar. „Hann fékk högg gegn Túnis og það er líklega einum degi of snemmt að spila honum á fimmtudag en ég held hann verði ekki lengur frá en það.“ Lukaku er í baráttu við framherja Englendinga, Harry Kane, um gullskóinn á HM. Lukaku er kominn með fjögur mörk en Kane fimm. Margir enskir stuðningsmenn hafa sagt á Twitter að þeir vilji að Englendingar tapi leiknum á morgun því liðið sem lendir í öðru sæti ætti að fá auðveldari leið í úrslitaleikinn. Útsláttarkeppninni er raðað þannig upp að öðru megin við úrslitaleikinn eru lið á borð við Portúgal, Úrúgvæ, Argentínu, Frakkland og Brasilíu á meðan hinu megin eru meðal annars Danir, Rússar, Svíar og Sviss, andstæðingar sem á pappír ættu að vera auðveldari viðureignar. Liðin munu mæta annað hvort Japan, Senegal eða Kólumbíu í 16-liða úrslitunum. Lokaumferð H riðils er leikin klukkan 14:00 á morgun og leikir G riðils hefjast klukkan 18:00.The left side of the bracket: The right side of the bracket: pic.twitter.com/IJBAWX4RCb — FOX Soccer (@FOXSoccer) June 27, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
Framherjinn Romelu Lukaku verður ekki með Belgum gegn Englendingum í lokaleik liðanna í riðlakeppninni á HM í Rússlandi vegna meiðsla. Bæði Belgar og Englendingar eru nú þegar komnir áfram í 16-liða úrslitin og snýst leikurinn eingöngu um það hvort liðið verði í toppsæti riðilsins. Lukaku hefur ekki æft með Belgum í vikunni vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut í 5-2 sigrinum á Túnis um síðustu helgi. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag sagði landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez að Lukaku yrði ekki með en hann hefði ekki áhyggjur af framherjanum sterka hvað framhaldið varðar. „Hann fékk högg gegn Túnis og það er líklega einum degi of snemmt að spila honum á fimmtudag en ég held hann verði ekki lengur frá en það.“ Lukaku er í baráttu við framherja Englendinga, Harry Kane, um gullskóinn á HM. Lukaku er kominn með fjögur mörk en Kane fimm. Margir enskir stuðningsmenn hafa sagt á Twitter að þeir vilji að Englendingar tapi leiknum á morgun því liðið sem lendir í öðru sæti ætti að fá auðveldari leið í úrslitaleikinn. Útsláttarkeppninni er raðað þannig upp að öðru megin við úrslitaleikinn eru lið á borð við Portúgal, Úrúgvæ, Argentínu, Frakkland og Brasilíu á meðan hinu megin eru meðal annars Danir, Rússar, Svíar og Sviss, andstæðingar sem á pappír ættu að vera auðveldari viðureignar. Liðin munu mæta annað hvort Japan, Senegal eða Kólumbíu í 16-liða úrslitunum. Lokaumferð H riðils er leikin klukkan 14:00 á morgun og leikir G riðils hefjast klukkan 18:00.The left side of the bracket: The right side of the bracket: pic.twitter.com/IJBAWX4RCb — FOX Soccer (@FOXSoccer) June 27, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira