Ávinningur barna af góðum samskiptum fráskilinna foreldra Dagný Rut Haraldsdóttir skrifar 28. júní 2018 07:00 Við skilnað geta samskipti milli foreldra orðið bæði erfið og óþægileg. Samskiptamynstrið breytist og takast þarf á við það strax frá upphafi. Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra eru vel möguleg ef réttur tónn er settur frá upphafi. Lykillinn að góðum samskiptum fráskilinna foreldra er að geta aðgreint hið persónulega samband við fyrrverandi maka frá hinu sameiginlega uppalenda-sambandi. Það getur verið gagnlegt að hugsa um þetta samband sem algjörlega nýtt – samband sem snýst eingöngu um velferð barnsins, og ekki um ykkur. Sambandi ykkar, eða hjónabandi, getur verið lokið, en fjölskyldan er þarna ennþá. Að setja barnið í fyrsta sæti á að vera í algjörum forgangi. Fyrsta skrefið í átt að þroskuðu og ábyrgu uppalenda-sambandi er að setja ávallt þarfir barnsins á undan þínum eigin.Hvernig setjum við réttan tón? Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra velta að miklu leyti á þeim tóni sem aðilar velja sér að nota. Það að nota faglegan tón í samræðum auðveldar að halda tilfinningum utan við samtalið. Talaðu við hitt foreldrið í sama tón og þú myndir tala við vinnufélaga – vinsamlega, skýrt og með opnum hug. Hlustaðu eftir „dýnamíkinni“ í röddinni þegar þú talar við hitt foreldrið, hvort sem er augliti til auglitis eða í gegnum síma. Hafðu í huga að það, hvernig þú segir eitthvað, getur breytt því hvernig viðmælandinn tekur því. Að velja réttan tón er góð æfing í hvaða samtali sem er. Það mun leiða til betri og heilbrigðari samskipta milli fráskilinna foreldra. Leggja þarf særindi og reiði til hliðar. Þetta er sá hluti sem er eflaust sá allra erfiðasti, en um leið sá allra mikilvægasti. Þá er mikilvægt að þú fáir útrás fyrir tilfinningar þínar í burtu frá börnunum. Vinir, sálfræðingur eða gæludýr eru allt mun betri aðilar til að tala við heldur en börnin, þegar þú þarft að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar. Haltu fókus á barninu. Þegar þú finnur fyrir reiði eða gremju mundu þá af hverju þú þarft að koma fram af yfirvegun, hagsmunir barnsins eru húfi. Barnið er ekki sendiboði Ekki stilla barninu upp á milli ykkar. Það getur verið að þú verðir aldrei alveg laus við biturð og gremju varðandi sambandsslitin, en það sem þú getur gert er að afmarka þessar tilfinningar og minna þig á að þær eru vandamálið en ekki vandamál barnsins. Miðaðu ávallt að því að halda þeim vandamálum, sem þú átt við hitt foreldrið, fjarri barninu. Aldrei nota barnið sem boðbera. Þegar þú notar barnið til að bera á milli skilaboð, þá seturðu það mitt í ykkar deilu. Markmiðið skal ávallt vera það að halda barninu utan við ykkar sambandsvandamál. Notist því við samskiptaleiðir án milliliða. Halda vandamálunum fyrir þig. Aldrei segja neikvæða hluti við barnið um hitt foreldrið eða láta þau finnast það þurfi að velja á milli ykkar. Barnið á rétt á sambandi við báða/alla foreldra sína án afskipta hins/hinna. Til mikils að vinna Ávinningur góðra samskipta fráskilinna foreldra er ómetanlegur. Þegar börn finna fyrir að samskipti foreldra eru góð, eru þau mun fljótari að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum, þau hafa betri sjálfsmynd og meira sjálfsöryggi. Ávinningur af stöðugleika er mikill. Þetta geta fráskildir foreldrar haft áhrif á með því að hafa svipaðar reglur, aga og umbun á báðum heimilum svo börnin vita við hverju megi búast og hverju búist er við af þeim. Þau börn sem sjá foreldra sína vinna saman og eiga samskipti eru líklegri til að taka upp betri samskiptahætti við aðra og læra lausnamiðuð vinnubrögð. Þau verða einnig andlega og líkamlega sterkari, en börn sem verða vitni að slæmum samskiptum foreldra sinna eru mun líklegri til að eiga við þunglyndi og/eða kvíða. Góðar fyrirmyndir. Með því að eiga góð samskipti eru foreldrar að kenna börnum sínum samskiptamynstur sem þau taka með sér út lífið og auðveldar þeim að byggja upp sterk tengsl. Félag einstæðra foreldra býður upp á sáttamiðlun milli foreldra, svo og ráðgjöf hjá lögfræðingi og/eða félagsgráðgjafa.Höfundur er lögfræðingur Félags einstæðra foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Við skilnað geta samskipti milli foreldra orðið bæði erfið og óþægileg. Samskiptamynstrið breytist og takast þarf á við það strax frá upphafi. Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra eru vel möguleg ef réttur tónn er settur frá upphafi. Lykillinn að góðum samskiptum fráskilinna foreldra er að geta aðgreint hið persónulega samband við fyrrverandi maka frá hinu sameiginlega uppalenda-sambandi. Það getur verið gagnlegt að hugsa um þetta samband sem algjörlega nýtt – samband sem snýst eingöngu um velferð barnsins, og ekki um ykkur. Sambandi ykkar, eða hjónabandi, getur verið lokið, en fjölskyldan er þarna ennþá. Að setja barnið í fyrsta sæti á að vera í algjörum forgangi. Fyrsta skrefið í átt að þroskuðu og ábyrgu uppalenda-sambandi er að setja ávallt þarfir barnsins á undan þínum eigin.Hvernig setjum við réttan tón? Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra velta að miklu leyti á þeim tóni sem aðilar velja sér að nota. Það að nota faglegan tón í samræðum auðveldar að halda tilfinningum utan við samtalið. Talaðu við hitt foreldrið í sama tón og þú myndir tala við vinnufélaga – vinsamlega, skýrt og með opnum hug. Hlustaðu eftir „dýnamíkinni“ í röddinni þegar þú talar við hitt foreldrið, hvort sem er augliti til auglitis eða í gegnum síma. Hafðu í huga að það, hvernig þú segir eitthvað, getur breytt því hvernig viðmælandinn tekur því. Að velja réttan tón er góð æfing í hvaða samtali sem er. Það mun leiða til betri og heilbrigðari samskipta milli fráskilinna foreldra. Leggja þarf særindi og reiði til hliðar. Þetta er sá hluti sem er eflaust sá allra erfiðasti, en um leið sá allra mikilvægasti. Þá er mikilvægt að þú fáir útrás fyrir tilfinningar þínar í burtu frá börnunum. Vinir, sálfræðingur eða gæludýr eru allt mun betri aðilar til að tala við heldur en börnin, þegar þú þarft að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar. Haltu fókus á barninu. Þegar þú finnur fyrir reiði eða gremju mundu þá af hverju þú þarft að koma fram af yfirvegun, hagsmunir barnsins eru húfi. Barnið er ekki sendiboði Ekki stilla barninu upp á milli ykkar. Það getur verið að þú verðir aldrei alveg laus við biturð og gremju varðandi sambandsslitin, en það sem þú getur gert er að afmarka þessar tilfinningar og minna þig á að þær eru vandamálið en ekki vandamál barnsins. Miðaðu ávallt að því að halda þeim vandamálum, sem þú átt við hitt foreldrið, fjarri barninu. Aldrei nota barnið sem boðbera. Þegar þú notar barnið til að bera á milli skilaboð, þá seturðu það mitt í ykkar deilu. Markmiðið skal ávallt vera það að halda barninu utan við ykkar sambandsvandamál. Notist því við samskiptaleiðir án milliliða. Halda vandamálunum fyrir þig. Aldrei segja neikvæða hluti við barnið um hitt foreldrið eða láta þau finnast það þurfi að velja á milli ykkar. Barnið á rétt á sambandi við báða/alla foreldra sína án afskipta hins/hinna. Til mikils að vinna Ávinningur góðra samskipta fráskilinna foreldra er ómetanlegur. Þegar börn finna fyrir að samskipti foreldra eru góð, eru þau mun fljótari að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum, þau hafa betri sjálfsmynd og meira sjálfsöryggi. Ávinningur af stöðugleika er mikill. Þetta geta fráskildir foreldrar haft áhrif á með því að hafa svipaðar reglur, aga og umbun á báðum heimilum svo börnin vita við hverju megi búast og hverju búist er við af þeim. Þau börn sem sjá foreldra sína vinna saman og eiga samskipti eru líklegri til að taka upp betri samskiptahætti við aðra og læra lausnamiðuð vinnubrögð. Þau verða einnig andlega og líkamlega sterkari, en börn sem verða vitni að slæmum samskiptum foreldra sinna eru mun líklegri til að eiga við þunglyndi og/eða kvíða. Góðar fyrirmyndir. Með því að eiga góð samskipti eru foreldrar að kenna börnum sínum samskiptamynstur sem þau taka með sér út lífið og auðveldar þeim að byggja upp sterk tengsl. Félag einstæðra foreldra býður upp á sáttamiðlun milli foreldra, svo og ráðgjöf hjá lögfræðingi og/eða félagsgráðgjafa.Höfundur er lögfræðingur Félags einstæðra foreldra
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun