Hvernig á að bregðast við? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. júní 2018 10:00 Þeir Íslendingar sem héldu til Rússlands til að styðja landsliðið á HM skemmtu sér konunglega. Ráðherrar og forseti Íslands voru fjarri góðu gamni, en ríkisstjórnin hafði látið þau boð út ganga að hún myndi ekki senda fulltrúa sína á mótið vegna taugaeitursárásar á Skripal-feðginin í Salisbury í Bretlandi sem Pútín er kennt um. Þessi ákvörðun vakti enga sérstaka athygli landsmanna, fyrir utan megna óánægju hlustenda Útvarps Sögu sem í símatímum fordæmdu fjarveru forsetans á mótinu og sögðu hann kúgaðan af illa innrættri og vonlausri ríkisstjórn. Þeir kvöddu síðan með fullyrðingu um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki látið bjóða sér slíka meðferð heldur tekið fyrsta flug til Rússlands. Forsetafrúin fór til Rússlands til að horfa á fótbolta og vel má túlka þá ferð sem svo að forsetinn hafi ekki með öllu verið sáttur við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson mætti einnig galvaskur á leiki íslenska liðsins. Hann hefur örugglega farið á eigin kostnað sem prívat manneskja en um leið getur hann ekki alveg hrist af sér opinberu persónuna. Það hefði verið fullkomin hræsni af hans hálfu að mæta til Rússlands ef hann styddi í hjarta sínu ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sennilega er hann á þeirri skoðun að í þessu tilviki hafi verið hæpið að blanda saman íþróttum og pólitík. Samband pólitíkur og íþrótta er flókið og stundum er eins og ekki sé til neitt rétt svar. Á sínum tíma hefði til dæmis mátt færa mjög gild rök fyrir því að ekki væri forsvaranlegt að senda íþróttafólk á Ólympíuleika Hitlers í Berlín árið 1936. Rökin gegn þeirri skoðun eru að þar var unnið afrek sem komst í heimssöguna þegar blökkumanninum Jesse Owens tókst með sigrum sínum að afsanna kenningar nasista um yfirburði hins aríska kynstofns. Þegar stjórnmálamenn byrja að taka ákvarðanir um að senda ekki fulltrúa á íþróttaviðburði í löndum þar sem stjórnvöld fremja fólskuverk þá er erfitt að draga mörkin. Hinn siðferðilegi vandi er æpandi þegar kemur að heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar árið 2022. Íslendingar eru bjartsýnisfólk og gera vitanlega ráð fyrir þátttöku landsliðs síns í landi þar sem ýmislegt bjátar á. Í Katar er þegar byrjað að vinna að uppbyggingu leikvanga fyrir HM og yfirgnæfandi hluti þeirra sem koma að því verki eru farandverkamenn frá Suður-Asíu. Fullyrt er að hundruð þeirra hafi þegar látið lífið á vinnusvæðinu. Sharan Burrow, formaður Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, segir að svo geti farið að allt að fjögur þúsund verkamenn hafi látið lífið vegna bágra aðstæðna áður en heimsmeistaramótið hefst. Íslenskir ráðamenn ákváðu að stilla sér upp við hlið vestrænna þjóða og mótmæla árásinni á Skripal-feðginin í Salisbury með því að senda ekki fulltrúa sína á HM í Rússlandi. Nú vill svo til að Skripal-feðginin eru á lífi og sögð við góða heilsu meðan nokkrar þúsundir bíða dauðans í Katar. Það er fórnin sem er færð til að halda HM í Katar. Spurningin sem bíður heimsbyggðarinnar er: Hvernig á að bregðast við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir Íslendingar sem héldu til Rússlands til að styðja landsliðið á HM skemmtu sér konunglega. Ráðherrar og forseti Íslands voru fjarri góðu gamni, en ríkisstjórnin hafði látið þau boð út ganga að hún myndi ekki senda fulltrúa sína á mótið vegna taugaeitursárásar á Skripal-feðginin í Salisbury í Bretlandi sem Pútín er kennt um. Þessi ákvörðun vakti enga sérstaka athygli landsmanna, fyrir utan megna óánægju hlustenda Útvarps Sögu sem í símatímum fordæmdu fjarveru forsetans á mótinu og sögðu hann kúgaðan af illa innrættri og vonlausri ríkisstjórn. Þeir kvöddu síðan með fullyrðingu um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki látið bjóða sér slíka meðferð heldur tekið fyrsta flug til Rússlands. Forsetafrúin fór til Rússlands til að horfa á fótbolta og vel má túlka þá ferð sem svo að forsetinn hafi ekki með öllu verið sáttur við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson mætti einnig galvaskur á leiki íslenska liðsins. Hann hefur örugglega farið á eigin kostnað sem prívat manneskja en um leið getur hann ekki alveg hrist af sér opinberu persónuna. Það hefði verið fullkomin hræsni af hans hálfu að mæta til Rússlands ef hann styddi í hjarta sínu ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sennilega er hann á þeirri skoðun að í þessu tilviki hafi verið hæpið að blanda saman íþróttum og pólitík. Samband pólitíkur og íþrótta er flókið og stundum er eins og ekki sé til neitt rétt svar. Á sínum tíma hefði til dæmis mátt færa mjög gild rök fyrir því að ekki væri forsvaranlegt að senda íþróttafólk á Ólympíuleika Hitlers í Berlín árið 1936. Rökin gegn þeirri skoðun eru að þar var unnið afrek sem komst í heimssöguna þegar blökkumanninum Jesse Owens tókst með sigrum sínum að afsanna kenningar nasista um yfirburði hins aríska kynstofns. Þegar stjórnmálamenn byrja að taka ákvarðanir um að senda ekki fulltrúa á íþróttaviðburði í löndum þar sem stjórnvöld fremja fólskuverk þá er erfitt að draga mörkin. Hinn siðferðilegi vandi er æpandi þegar kemur að heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar árið 2022. Íslendingar eru bjartsýnisfólk og gera vitanlega ráð fyrir þátttöku landsliðs síns í landi þar sem ýmislegt bjátar á. Í Katar er þegar byrjað að vinna að uppbyggingu leikvanga fyrir HM og yfirgnæfandi hluti þeirra sem koma að því verki eru farandverkamenn frá Suður-Asíu. Fullyrt er að hundruð þeirra hafi þegar látið lífið á vinnusvæðinu. Sharan Burrow, formaður Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, segir að svo geti farið að allt að fjögur þúsund verkamenn hafi látið lífið vegna bágra aðstæðna áður en heimsmeistaramótið hefst. Íslenskir ráðamenn ákváðu að stilla sér upp við hlið vestrænna þjóða og mótmæla árásinni á Skripal-feðginin í Salisbury með því að senda ekki fulltrúa sína á HM í Rússlandi. Nú vill svo til að Skripal-feðginin eru á lífi og sögð við góða heilsu meðan nokkrar þúsundir bíða dauðans í Katar. Það er fórnin sem er færð til að halda HM í Katar. Spurningin sem bíður heimsbyggðarinnar er: Hvernig á að bregðast við?
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun