Sjá einnig: XXXTentacion: Stutt og stormasöm ævi lituð ofbeldishneigð og þunglyndi
Myndbandið er gefið út við lagið SAD!, sem skaust í efsta sæti vinsældarlista í Bandaríkjunum eftir að fréttir bárust af andláti rapparans. Í frétt Vulture segir að XXXTentacion hafi sjálfur skrifað handritið að myndbandinu en hann ræddi ætíð opinskátt um baráttu sína við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir.
XXXTentacion var tvítugur þegar hann var skotinn til bana í síðustu viku og fjöldi fólks lagði leið sína í minningarathöfn hans í gær. Einn hefur verið handtekinn í tengslum við morðið og þá er tveggja manna, sem grunaðir eru um aðild að málinu, enn leitað.
Utan tónlistarferilsins er XXXTentacion helst minnst fyrir gróft ofbeldi sem fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um að hafa beitt sig.
Myndbandið við lagið SAD! má sjá hér að neðan.