Ekki hægt að gefa tæmandi svar við hverjar séu óskráðar reglur og hefðir Alþingis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 16:29 Ýmsar reglur, óskráðar sem skráðar gilda á Alþingi. Vísir/Hanna Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, telur ógerlegt að gefa tæmandi svar við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um hvaða óskráðu reglur og hefðir gildi um störf þingmanna. Þá væri það afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn þingmanns. Fyrirspurn Björns vakti nokkurra athygli þegar hún var lögð fram en í svari forseta segir að engar sjálfstæðar hefðir eða venjur gilda um stjórnsýslu Alþingis, til dæmis um fjármálaumsýslu þingsins, fyrir utan almennar reglur í samskiptum manna. Þær reglur sem lúti að stjórnsýslunni séu bundnar í lögum eða reglum sem forsætisnefnd hefur sett. Þó bendir Steingrímur á að ýmsar hefðir og óskráðar reglur gildi þó um „fjölmargt annað í starfsemi Alþingis og er vikið að mörgum þeirra í ritinu Háttvirtur þingmaður,“ segir í svari Steingríms.Björn Leví Gunnarsson vildi vita hvaða óskráðu reglur séu í gildi á Alþingi.Vísir/Ernir Eyjólfsson„Sem dæmi má nefna að föst hefð er að forseti minnist látins alþingismanns eða fyrrverandi alþingismanns á þingfundi. Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum, að stjórnarmál hafi forgang fram yfir þingmannamál, að þingflokksformenn tilnefni fulltrúa til þátttöku í sérstökum umræðum og að alþingismenn séu ávarpaðir á þingfundum „háttvirtur þingmaður“ og ráðherrar ávarpaðir „hæstvirtur ráðherra“,“ segir í svarinu. Líkt og áður segir bendir Steingrímur á að frekari upptalning geti aldrei orðið tæmandi auk það væri afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn á þingskjali. „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn. Má sem dæmi taka að á degi Norðurlanda 23. mars sl. var fánum allra Norðurlandaþjóðanna flaggað framan við Alþingishúsið. Ekki er ólíklegt að slíkt verði gert eftirleiðis og þar með skapist venja, hefð, sem verði í heiðri höfð.“ Alþingi Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, telur ógerlegt að gefa tæmandi svar við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um hvaða óskráðu reglur og hefðir gildi um störf þingmanna. Þá væri það afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn þingmanns. Fyrirspurn Björns vakti nokkurra athygli þegar hún var lögð fram en í svari forseta segir að engar sjálfstæðar hefðir eða venjur gilda um stjórnsýslu Alþingis, til dæmis um fjármálaumsýslu þingsins, fyrir utan almennar reglur í samskiptum manna. Þær reglur sem lúti að stjórnsýslunni séu bundnar í lögum eða reglum sem forsætisnefnd hefur sett. Þó bendir Steingrímur á að ýmsar hefðir og óskráðar reglur gildi þó um „fjölmargt annað í starfsemi Alþingis og er vikið að mörgum þeirra í ritinu Háttvirtur þingmaður,“ segir í svari Steingríms.Björn Leví Gunnarsson vildi vita hvaða óskráðu reglur séu í gildi á Alþingi.Vísir/Ernir Eyjólfsson„Sem dæmi má nefna að föst hefð er að forseti minnist látins alþingismanns eða fyrrverandi alþingismanns á þingfundi. Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum, að stjórnarmál hafi forgang fram yfir þingmannamál, að þingflokksformenn tilnefni fulltrúa til þátttöku í sérstökum umræðum og að alþingismenn séu ávarpaðir á þingfundum „háttvirtur þingmaður“ og ráðherrar ávarpaðir „hæstvirtur ráðherra“,“ segir í svarinu. Líkt og áður segir bendir Steingrímur á að frekari upptalning geti aldrei orðið tæmandi auk það væri afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn á þingskjali. „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn. Má sem dæmi taka að á degi Norðurlanda 23. mars sl. var fánum allra Norðurlandaþjóðanna flaggað framan við Alþingishúsið. Ekki er ólíklegt að slíkt verði gert eftirleiðis og þar með skapist venja, hefð, sem verði í heiðri höfð.“
Alþingi Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04