Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2018 21:30 Íslenska ríkið hefur frest til 18. ágúst að svara spurningum dómstólsins. Vísir/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka kæru vegna Landsréttarmálsins svokallaða til meðferðar og krafist skýringar frá íslenskum stjórnvöldum.RÚV greinir frá málinu og segir að þessi fljóta málsmeðferð sé einsdæmi, en einungis um mánuður er liðinn síðan kæran barst inn á borð dómstólsins. Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins að því er segir í frétt RÚV. Hæstiréttur Íslands staðfesti þann 24. maí dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Þar með staðfesti Hæstiréttur einnig að Arnfríður Einarsdóttir dómari hafi ekki verið vanhæf til að dæma í málinu í Landsrétti.Ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafði krafist þess að Arnfríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi. Arnfríður Einarsdóttir var í hópi þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Með kröfu sinni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum á hinu nýja millidómsstigi sem ekki voru í hópi þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Eftir að dómurinn féll í Hæstarétt sagðist Vilhjálmur ætla að skjóta málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Í frétt RÚV er vísað í bréf sem hafi borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum þar sem meðal annars sé spurt er hvernig það samræmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi greiði atkvæði um hvert dómaraefni fyrir sig. Greitt var atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Íslenska ríkið hefur frest til 18. ágúst að svara spurningum dómstólsins en nánar má lesa um bréf Mannréttindadómstólsins í frétt RÚV. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæfismál flutt í næstu viku Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar. 9. maí 2018 07:30 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka kæru vegna Landsréttarmálsins svokallaða til meðferðar og krafist skýringar frá íslenskum stjórnvöldum.RÚV greinir frá málinu og segir að þessi fljóta málsmeðferð sé einsdæmi, en einungis um mánuður er liðinn síðan kæran barst inn á borð dómstólsins. Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins að því er segir í frétt RÚV. Hæstiréttur Íslands staðfesti þann 24. maí dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Þar með staðfesti Hæstiréttur einnig að Arnfríður Einarsdóttir dómari hafi ekki verið vanhæf til að dæma í málinu í Landsrétti.Ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafði krafist þess að Arnfríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi. Arnfríður Einarsdóttir var í hópi þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Með kröfu sinni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum á hinu nýja millidómsstigi sem ekki voru í hópi þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Eftir að dómurinn féll í Hæstarétt sagðist Vilhjálmur ætla að skjóta málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Í frétt RÚV er vísað í bréf sem hafi borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum þar sem meðal annars sé spurt er hvernig það samræmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi greiði atkvæði um hvert dómaraefni fyrir sig. Greitt var atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Íslenska ríkið hefur frest til 18. ágúst að svara spurningum dómstólsins en nánar má lesa um bréf Mannréttindadómstólsins í frétt RÚV.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæfismál flutt í næstu viku Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar. 9. maí 2018 07:30 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Hæfismál flutt í næstu viku Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar. 9. maí 2018 07:30
Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14