Allt small á fyrstu æfingu Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. júní 2018 12:00 Tónlistarfólkið í tríóinu Tourlou var farið að skipuleggja tónleikaferðalag áður en það hafði lokið fyrstu æfingunni og fann að samspilið var algjörlega sérstakt. Tríóið Tourlou frá Hollandi er nú á tónleikaferðalagi um landið í fyrsta sinn. Þau spila í Hannesarholti í kvöld en það eru styrktartónleikar fyrir verkefni þeirra sem snýst um að bjóða upp á ókeypis tónleika fyrir fólk sem hefur ekki tök á að sækja tónleika. „Við erum tríó sem er búsett í Hollandi. Ég er eini Íslendingurinn í bandinu – en með mér er strákur frá Spáni og stelpa frá Hollandi. Við erum á tónleikaferðalagi um Ísland og samhliða tónleikaferðalaginu erum við með verkefni sem gengur út á það að spila á stöðum þar sem fólk hefur minni aðgang að lifandi tónlist. Í gær spiluðum við í Kvennaathvarfinu og í dag í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Við erum svo að fara að spila á dvalarheimilinu í Stykkishólmi og á Seyðisfirði. Þarna bjóðum við upp á ókeypis tónleika. Til að fjármagna þetta verkefni erum við með hópsöfnun í gangi og þessir tónleikar í Hannesarholti eru styrktartónleikar fyrir verkefnið – allur ágóðinn fer í það,“ segir Anna Vala Ólafsdóttir, sellóleikari og söngkona tríósins Tourlou sem nú ferðast um Ísland í fyrsta sinn. Tourlou er skipað auk Önnu, þeim David Alameda Márquez og Mayumi Malotaux. Tourlou spila í Hannesarholti í kvöld og eins og Anna sagði verða það styrktartónleikar fyrir verkefni sveitarinnar Live Music Beyond Borders sem gengur út á að bjóða upp á ókeypis tónleika fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur annars ekki tök á að sækja tónleika – hvort sem er af fjárhagslegum, heilsufarslegum eða öðrum ástæðum. Tríóið spilar þjóðlagatónlist alls staðar að úr Evrópu í eigin útsetningum og á efnisskránni kennir ýmissa grasa, allt frá melankólískum ballöðum til líflegrar danstónlistar. „Við búum öll í sömu borg – ég kynntist David þar sem hann var að vinna á veitingahúsi sem ég fór stundum á og hann þekkti Mayumi, þau voru saman í hljómsveit á einhverjum tímapunkti. Hann hugsaði með sér að við tvær yrðum að hittast, hann sá það einhvern veginn fyrir sér. Þannig að hann stemmdi okkur saman og það small allt saman á fyrstu æfingu – alveg þannig að við ákváðum að fara í tónleikaferðalag áður en við tókum upp hljóðfærin í fyrsta sinn, við fundum alveg að þetta var eitthvað sérstakt.“ Eins og áður sagði er þetta í fyrsta sinn sem tríóið kemur til landsins og þau nýta ferðina vel – þau stefna á hringferð og að taka tónleika nánast í hverju plássi. „Við erum að fara hringinn – við komum í Norrænu og fórum suður fyrir. Eftir Reykjavík stefnum við norður, á Þjóðlagahátíðina á Siglufirði meðal annars, við spilum líka á Ísafirði og Snæfellsnesi. Við endum ferðina í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. Í millitíðinni spilum við svo á Akureyri og Dalvík og fleiri stöðum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta í Hannesarholti. Fyrir þá sem ekki komast á tónleikana er hægt að styrkja verkefnið í gegnum heimasíðu Tourlou, tourloumusic.com, en þar er einnig hægt að hlusta á tónlist tríósins. Tónlist Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tríóið Tourlou frá Hollandi er nú á tónleikaferðalagi um landið í fyrsta sinn. Þau spila í Hannesarholti í kvöld en það eru styrktartónleikar fyrir verkefni þeirra sem snýst um að bjóða upp á ókeypis tónleika fyrir fólk sem hefur ekki tök á að sækja tónleika. „Við erum tríó sem er búsett í Hollandi. Ég er eini Íslendingurinn í bandinu – en með mér er strákur frá Spáni og stelpa frá Hollandi. Við erum á tónleikaferðalagi um Ísland og samhliða tónleikaferðalaginu erum við með verkefni sem gengur út á það að spila á stöðum þar sem fólk hefur minni aðgang að lifandi tónlist. Í gær spiluðum við í Kvennaathvarfinu og í dag í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Við erum svo að fara að spila á dvalarheimilinu í Stykkishólmi og á Seyðisfirði. Þarna bjóðum við upp á ókeypis tónleika. Til að fjármagna þetta verkefni erum við með hópsöfnun í gangi og þessir tónleikar í Hannesarholti eru styrktartónleikar fyrir verkefnið – allur ágóðinn fer í það,“ segir Anna Vala Ólafsdóttir, sellóleikari og söngkona tríósins Tourlou sem nú ferðast um Ísland í fyrsta sinn. Tourlou er skipað auk Önnu, þeim David Alameda Márquez og Mayumi Malotaux. Tourlou spila í Hannesarholti í kvöld og eins og Anna sagði verða það styrktartónleikar fyrir verkefni sveitarinnar Live Music Beyond Borders sem gengur út á að bjóða upp á ókeypis tónleika fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur annars ekki tök á að sækja tónleika – hvort sem er af fjárhagslegum, heilsufarslegum eða öðrum ástæðum. Tríóið spilar þjóðlagatónlist alls staðar að úr Evrópu í eigin útsetningum og á efnisskránni kennir ýmissa grasa, allt frá melankólískum ballöðum til líflegrar danstónlistar. „Við búum öll í sömu borg – ég kynntist David þar sem hann var að vinna á veitingahúsi sem ég fór stundum á og hann þekkti Mayumi, þau voru saman í hljómsveit á einhverjum tímapunkti. Hann hugsaði með sér að við tvær yrðum að hittast, hann sá það einhvern veginn fyrir sér. Þannig að hann stemmdi okkur saman og það small allt saman á fyrstu æfingu – alveg þannig að við ákváðum að fara í tónleikaferðalag áður en við tókum upp hljóðfærin í fyrsta sinn, við fundum alveg að þetta var eitthvað sérstakt.“ Eins og áður sagði er þetta í fyrsta sinn sem tríóið kemur til landsins og þau nýta ferðina vel – þau stefna á hringferð og að taka tónleika nánast í hverju plássi. „Við erum að fara hringinn – við komum í Norrænu og fórum suður fyrir. Eftir Reykjavík stefnum við norður, á Þjóðlagahátíðina á Siglufirði meðal annars, við spilum líka á Ísafirði og Snæfellsnesi. Við endum ferðina í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. Í millitíðinni spilum við svo á Akureyri og Dalvík og fleiri stöðum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta í Hannesarholti. Fyrir þá sem ekki komast á tónleikana er hægt að styrkja verkefnið í gegnum heimasíðu Tourlou, tourloumusic.com, en þar er einnig hægt að hlusta á tónlist tríósins.
Tónlist Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp