Stórkostlegur Mbappe skaut Frökkum áfram í sjö marka leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2018 16:00 Kylian Mbappe Vísir/Getty Frakkland er fyrsta þjóðin sem tryggir sig áfram í 8-liða úrslit HM í Rússlandi eftir sigur á Argentínu í sex marka leik í Kasan í dag. Það vantaði ekki dramatíkina í þennan leik og byrjaði hún strax á 10. mínútu. Kylian Mbappe átti frábæran sprett upp völlinn og varnarmenn Argentínu áttu ekki séns í hann. Marcos Rojo náði rétt svo að hlaupa hann uppi en sá sér ekki annan leik á borði en að fella ungstirnið í teignum, réttmæt vítaspyrna dæmd. Antoine Griezmann steig á punktinn og skoraði af öryggi. Hann hefur ekki misnotað vítaspyrnu fyrir franska landsliðið og í öllum leikjum sem hann skorar í vinna Frakkar. Örfáum mínútum seinna fór Mbappe aftur niður í teignum. Dómarinn dæmdi. Brotið var hins vegar rétt fyrir utan vítateigslínuna og aukaspyrna dæmd. Hárrétt hjá dómaranum. Paul Pogba tók spyrnuna en hún var ekki sérstök. Giroud og Griezmann fagna fyrsta marki dagsinsvísir/gettyRétt fyrir hálfleikinn jafnaði Angel di Maria leikinn. Di Maria hefur fengið gagnrýni fyrir frekar slaka frammistöðu á mótinu en han nsvaraði henni svo sannarlega með algjörlega frábæru marki, þrumuskot fyrir utan teiginn og svo mikill snúningur á boltanum að Hugo Lloris átti ekki séns í markinu. Allt jafnt í hálfleik, 1-1. Seinni hálfleikur byrjaði með látum. Argentínumenn komust yfir eftir þrjár mínútur þegar Gabriel Mercado stýrði skoti Lionel Messi í netið. Stuttu seinna er hrikalegur misskilningur í vörn Argentínu, varamaðurinn Federico Fazio á glórulausa sendingu aftur á Franco Armani í markinu en sendingin er langt frá því að rata á Armani og Griezmann fljótur að hugsa og koma sér í baráttuna. Fazio nær að hlaupa til baka og trufla Griezmann með því að toga í treyjuna hans svo skotið fer framhjá. Hefði verið hægt að færa rök fyrir víti en ekkert dæmt.Di Maria skoraði glæsilegt markvísir/gettyFrakkar grétu það þó ekki lengi að hafa ekki fengið vítið því mínútu seinna kom bakvörðurinn Benjamin Pavard Frökkum yfir með stórbrotnu marki á pari við, ef ekki glæsilegra, en skotið frá di Maria. Boltinn berst til hans við hægra vítateigshornið og hann þrumaði boltanum viðstöðulaust út við fjærstöngina og inn, algjörlega óverjandi. Mark Pavard opnaði flóðgáttir og mörkin runnu inn hjá Frökkum. Maður leiksins Kylian Mbappe tók frákastið frá skoti Blaise Matuidi og kom Frökkum yfir. Armani hefði líklega átt að gera betur í markinu en vel klárað hjá Mbappe og forystan Frakka. Mbappe var svo aftur mættur stuttu seinna, Frakkar með virkilega vel spilaða sókn, boltinn flaut á milli manna upp völlinn, Olivier Giroud átti sendinguna inn í hlaupaleið Mbappe sem kláraði framhjá Armani og í netið. Staðan orðin 4-2 og leikurinn svo gott sem úti miðað við spilamennsku Argentínumanna.Mbappe fór á kostumvísir/gettyÞað dofnaði aðeins yfir leiknum eftir þessa markarunu Frakka. Argentínumenn þurftu að sækja mörk en voru ekki líklegir. Lionel Messi komst í upplagt marktækifæri á 85. mínútu en skot hans var lélegt. Kórónaði frekar slæman dag Messi. Í uppbótartíma skoraði varamaðurinn Sergio Aguero með skalla upp úr aukaspyrnu. Argentína hafði eina og hálfa mínútu til þess að jafna. Þeir fengu eitt færi, Aguero átti fyrirgjöf inn í teiginn, boltinn fór af Mazimiliano Meza en ekki á markrammann, vonin úti og Argentína úr leik. Frakkar fara verðskuldað áfram í 16-liða úrslitin eftir algjörlega frábæran leik þar sem ungstirnið Kylian Mbappe fór á kostum. HM 2018 í Rússlandi
Frakkland er fyrsta þjóðin sem tryggir sig áfram í 8-liða úrslit HM í Rússlandi eftir sigur á Argentínu í sex marka leik í Kasan í dag. Það vantaði ekki dramatíkina í þennan leik og byrjaði hún strax á 10. mínútu. Kylian Mbappe átti frábæran sprett upp völlinn og varnarmenn Argentínu áttu ekki séns í hann. Marcos Rojo náði rétt svo að hlaupa hann uppi en sá sér ekki annan leik á borði en að fella ungstirnið í teignum, réttmæt vítaspyrna dæmd. Antoine Griezmann steig á punktinn og skoraði af öryggi. Hann hefur ekki misnotað vítaspyrnu fyrir franska landsliðið og í öllum leikjum sem hann skorar í vinna Frakkar. Örfáum mínútum seinna fór Mbappe aftur niður í teignum. Dómarinn dæmdi. Brotið var hins vegar rétt fyrir utan vítateigslínuna og aukaspyrna dæmd. Hárrétt hjá dómaranum. Paul Pogba tók spyrnuna en hún var ekki sérstök. Giroud og Griezmann fagna fyrsta marki dagsinsvísir/gettyRétt fyrir hálfleikinn jafnaði Angel di Maria leikinn. Di Maria hefur fengið gagnrýni fyrir frekar slaka frammistöðu á mótinu en han nsvaraði henni svo sannarlega með algjörlega frábæru marki, þrumuskot fyrir utan teiginn og svo mikill snúningur á boltanum að Hugo Lloris átti ekki séns í markinu. Allt jafnt í hálfleik, 1-1. Seinni hálfleikur byrjaði með látum. Argentínumenn komust yfir eftir þrjár mínútur þegar Gabriel Mercado stýrði skoti Lionel Messi í netið. Stuttu seinna er hrikalegur misskilningur í vörn Argentínu, varamaðurinn Federico Fazio á glórulausa sendingu aftur á Franco Armani í markinu en sendingin er langt frá því að rata á Armani og Griezmann fljótur að hugsa og koma sér í baráttuna. Fazio nær að hlaupa til baka og trufla Griezmann með því að toga í treyjuna hans svo skotið fer framhjá. Hefði verið hægt að færa rök fyrir víti en ekkert dæmt.Di Maria skoraði glæsilegt markvísir/gettyFrakkar grétu það þó ekki lengi að hafa ekki fengið vítið því mínútu seinna kom bakvörðurinn Benjamin Pavard Frökkum yfir með stórbrotnu marki á pari við, ef ekki glæsilegra, en skotið frá di Maria. Boltinn berst til hans við hægra vítateigshornið og hann þrumaði boltanum viðstöðulaust út við fjærstöngina og inn, algjörlega óverjandi. Mark Pavard opnaði flóðgáttir og mörkin runnu inn hjá Frökkum. Maður leiksins Kylian Mbappe tók frákastið frá skoti Blaise Matuidi og kom Frökkum yfir. Armani hefði líklega átt að gera betur í markinu en vel klárað hjá Mbappe og forystan Frakka. Mbappe var svo aftur mættur stuttu seinna, Frakkar með virkilega vel spilaða sókn, boltinn flaut á milli manna upp völlinn, Olivier Giroud átti sendinguna inn í hlaupaleið Mbappe sem kláraði framhjá Armani og í netið. Staðan orðin 4-2 og leikurinn svo gott sem úti miðað við spilamennsku Argentínumanna.Mbappe fór á kostumvísir/gettyÞað dofnaði aðeins yfir leiknum eftir þessa markarunu Frakka. Argentínumenn þurftu að sækja mörk en voru ekki líklegir. Lionel Messi komst í upplagt marktækifæri á 85. mínútu en skot hans var lélegt. Kórónaði frekar slæman dag Messi. Í uppbótartíma skoraði varamaðurinn Sergio Aguero með skalla upp úr aukaspyrnu. Argentína hafði eina og hálfa mínútu til þess að jafna. Þeir fengu eitt færi, Aguero átti fyrirgjöf inn í teiginn, boltinn fór af Mazimiliano Meza en ekki á markrammann, vonin úti og Argentína úr leik. Frakkar fara verðskuldað áfram í 16-liða úrslitin eftir algjörlega frábæran leik þar sem ungstirnið Kylian Mbappe fór á kostum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti