Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Henry Birgir Gunnarsson í Rússlandi skrifar 10. júní 2018 10:00 Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi og markaðsstjóri KSÍ. visir/vilhelm Það er í mörg horn að líta hjá Ómari Smárasyni í Rússlandi enda sér hann um samskipti við fjölmiðla og margir sem vilja heyra í og fylgjast með okkar mönnum. „Það gengur prýðilega enn sem komið er. Það eru margir miðlar komnir hingað og ansi margt fólk," segir Ómar en langar vegalengdir gera það að verkum að hingað koma færri en fleiri fjölmiðlar. „Ég veit ekki hversu margir erlendir miðlar eru komnir en það er gríðarlega mikið um fyrirspurnir. Það er mikið að gera bæði í símanum og að svara tölvupóstum. Við reynum að hafa sem mest af upplýsingum inn á vefnum okkar svo hægt sé að fækka fyrirspurnum." Ómar og félagar þurfa að vera vel skipulagðir enda ýmislegt sem getur komið upp á. „Við undirbúum okkur á kvöldin fyrir komandi dag. Svo þarf að mæta snemma á svæðið til þess að undirbúa fjölmiðlaviðburð dagsins. Svo er kannski smá hvíld áður en við gerum það sama næsta dag," segir Ómar og veit sem er að álagið mun aukast eftir því sem líður á. „Það er smá pressa fyrst og framkvæmdaaðilarnir frá FIFA eru svolítið stressaðir. Samstarfið við heimamenn getur verið strembið því það eru ekki margir sem tala ensku. Það eru kannski 2-3 sem tala ensku sem betur fer og allt hefst þetta á endanum. Svæðið lítur vel út hérna og allt að verða klárt. Við getum ekki kvartað." Landsliðið lenti í Gelendzhik klukkan korter í níu í gærkvöldi á rússneskum tíma, eftir um sex klukkutíma flug. Því næst var ferðinni heitið á hótelið sem landsliðið dvelur í á meðan mótinu stendur, en þar fékk hópurinn höfðinglegar móttökur. „Héraðsstjórinn í Gelendzhik tók á móti okkur og einhver sendinefnd frá honum. Við fengum að smakka á einhverju brauði dýft í salt og olíu. Það voru tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur, þetta var bara mjög skemmtilegt,“ segir Ómar Smárason.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Það er í mörg horn að líta hjá Ómari Smárasyni í Rússlandi enda sér hann um samskipti við fjölmiðla og margir sem vilja heyra í og fylgjast með okkar mönnum. „Það gengur prýðilega enn sem komið er. Það eru margir miðlar komnir hingað og ansi margt fólk," segir Ómar en langar vegalengdir gera það að verkum að hingað koma færri en fleiri fjölmiðlar. „Ég veit ekki hversu margir erlendir miðlar eru komnir en það er gríðarlega mikið um fyrirspurnir. Það er mikið að gera bæði í símanum og að svara tölvupóstum. Við reynum að hafa sem mest af upplýsingum inn á vefnum okkar svo hægt sé að fækka fyrirspurnum." Ómar og félagar þurfa að vera vel skipulagðir enda ýmislegt sem getur komið upp á. „Við undirbúum okkur á kvöldin fyrir komandi dag. Svo þarf að mæta snemma á svæðið til þess að undirbúa fjölmiðlaviðburð dagsins. Svo er kannski smá hvíld áður en við gerum það sama næsta dag," segir Ómar og veit sem er að álagið mun aukast eftir því sem líður á. „Það er smá pressa fyrst og framkvæmdaaðilarnir frá FIFA eru svolítið stressaðir. Samstarfið við heimamenn getur verið strembið því það eru ekki margir sem tala ensku. Það eru kannski 2-3 sem tala ensku sem betur fer og allt hefst þetta á endanum. Svæðið lítur vel út hérna og allt að verða klárt. Við getum ekki kvartað." Landsliðið lenti í Gelendzhik klukkan korter í níu í gærkvöldi á rússneskum tíma, eftir um sex klukkutíma flug. Því næst var ferðinni heitið á hótelið sem landsliðið dvelur í á meðan mótinu stendur, en þar fékk hópurinn höfðinglegar móttökur. „Héraðsstjórinn í Gelendzhik tók á móti okkur og einhver sendinefnd frá honum. Við fengum að smakka á einhverju brauði dýft í salt og olíu. Það voru tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur, þetta var bara mjög skemmtilegt,“ segir Ómar Smárason.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira