Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 10:00 Arron Banks og Nigel Farage. Vísir/EPA Auðjöfurinn Arron Banks, sem stofnaði samtökin Leave.EU, segist vera fórnarlamb „pólitískra nornaveiða“ eftir að í ljós kom að hann var í samskiptum við starfsmenn sendiráðs Rússlands í Bretlandi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Banks, sem gef minnst tólf milljónir punda til samtaka gegn aðild að Evrópusambandinu, mun svara spurningum þingmanna um málið í vikunni. Hann hefur ítrekað neitað fyrir aðkomu Rússa að hreyfingunni og sömuleiðis hefur hann neitað því að peningar frá Rússlandi hafi verið notaðir. Í yfirlýsingu í fyrra sagðist hann hafa átt einn hádegisverð í sendiráði Rússlands. Á vef Guardian er farið yfir um 40 þúsund tölvupósta sem varpa ljósi á ítrekaða fundi Banks með rússneskum embættismönnum. Þar á meðal eru tveir fundir í sömu vikunni og Leave.EU var stofnað, ferð til Moskvu og að fundirnir hafi haldið áfram í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna. Banks, Farage og Andy Wigmore, viðskiptafélagi Banks og talsmaður Leave, tóku þátt í kosningabaráttu Donald Trump.Banks birti í fyrstu bréf þar sem hann sagðist ekki ætla að svara spurningum þingmanna og sakaði þá, ásamt fjölmiðlum og þeim sem börðust fyrir því að Bretland yrði áfram í ESB, um samsæri gegn sér.Haft er eftir Banks á vef BBC að hann hafi farið í „tvo hádegisverði með sendiherra Rússland og einu sinni drukkið te með honum. Bíttu mig. Þetta eru hefðbundnar pólitískar nornaveiðar, bæði vegna Brexit og Trump.“Sendiráð Rússlands segist ekki hafa haft afskipti af stjórnmálum Bretlands. Það sé hlutverk allra sendiráða að vera í samskiptum við öll stjórnmálaöfl Brexit Donald Trump Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Auðjöfurinn Arron Banks, sem stofnaði samtökin Leave.EU, segist vera fórnarlamb „pólitískra nornaveiða“ eftir að í ljós kom að hann var í samskiptum við starfsmenn sendiráðs Rússlands í Bretlandi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Banks, sem gef minnst tólf milljónir punda til samtaka gegn aðild að Evrópusambandinu, mun svara spurningum þingmanna um málið í vikunni. Hann hefur ítrekað neitað fyrir aðkomu Rússa að hreyfingunni og sömuleiðis hefur hann neitað því að peningar frá Rússlandi hafi verið notaðir. Í yfirlýsingu í fyrra sagðist hann hafa átt einn hádegisverð í sendiráði Rússlands. Á vef Guardian er farið yfir um 40 þúsund tölvupósta sem varpa ljósi á ítrekaða fundi Banks með rússneskum embættismönnum. Þar á meðal eru tveir fundir í sömu vikunni og Leave.EU var stofnað, ferð til Moskvu og að fundirnir hafi haldið áfram í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna. Banks, Farage og Andy Wigmore, viðskiptafélagi Banks og talsmaður Leave, tóku þátt í kosningabaráttu Donald Trump.Banks birti í fyrstu bréf þar sem hann sagðist ekki ætla að svara spurningum þingmanna og sakaði þá, ásamt fjölmiðlum og þeim sem börðust fyrir því að Bretland yrði áfram í ESB, um samsæri gegn sér.Haft er eftir Banks á vef BBC að hann hafi farið í „tvo hádegisverði með sendiherra Rússland og einu sinni drukkið te með honum. Bíttu mig. Þetta eru hefðbundnar pólitískar nornaveiðar, bæði vegna Brexit og Trump.“Sendiráð Rússlands segist ekki hafa haft afskipti af stjórnmálum Bretlands. Það sé hlutverk allra sendiráða að vera í samskiptum við öll stjórnmálaöfl
Brexit Donald Trump Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira