Pútín tilbúinn í fund með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 12:26 Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segist tilbúinn til að hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um leið og Bandaríkjamenn „væru tilbúnir“, eins og hann orðaði það. Pútín sagði koma til greina að halda fund þeirra í Vínarborg í Austurríki. „Um leið og þeir í Bandaríkjunum eru tilbúnir getur þessi fundur átt sér stað, eftir því hvernig dagskráin mín mun líta út auðvitað,“ sagði Pútín við blaðamenn í Kína í dag. „Bandaríski forsetinn hefur ítrekað sagt að slíkur fundur yrði hjálpsamur. Ég get staðfest það. Það er satt.“Fregnir hafa borist af því að Pútín hafi beðið Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, um hjálp við að skipuleggja fund hans og Trump og að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri að íhuga fundarhöld með Pútín. Trump hefur á undanförnum dögum kallað eftir því að Rússlandi verði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu, svo þau yrðu aftur G8. Rússum var vísað úr hópnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Þegar Trump var spurður að því í gær hvort hann væri tilbúinn til að viðurkenna eignarrétt Rússa á Krímskaga, skammaðist hann út í Barack Obama, forvera sinn, og sagði hann hafa leyft Rússum að taka svæðið. Þá sagði hann Rússa hafa eytt miklum peningum í Krímskaga og svaraði í raun ekki spurningunni. Hann ítrekaði þó að réttast væri að hleypa Rússum aftur inn í hópinn. Því eru hinir þjóðarleiðtogarnir sex hins vegar ósammála. Donald Trump Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segist tilbúinn til að hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um leið og Bandaríkjamenn „væru tilbúnir“, eins og hann orðaði það. Pútín sagði koma til greina að halda fund þeirra í Vínarborg í Austurríki. „Um leið og þeir í Bandaríkjunum eru tilbúnir getur þessi fundur átt sér stað, eftir því hvernig dagskráin mín mun líta út auðvitað,“ sagði Pútín við blaðamenn í Kína í dag. „Bandaríski forsetinn hefur ítrekað sagt að slíkur fundur yrði hjálpsamur. Ég get staðfest það. Það er satt.“Fregnir hafa borist af því að Pútín hafi beðið Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, um hjálp við að skipuleggja fund hans og Trump og að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri að íhuga fundarhöld með Pútín. Trump hefur á undanförnum dögum kallað eftir því að Rússlandi verði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu, svo þau yrðu aftur G8. Rússum var vísað úr hópnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Þegar Trump var spurður að því í gær hvort hann væri tilbúinn til að viðurkenna eignarrétt Rússa á Krímskaga, skammaðist hann út í Barack Obama, forvera sinn, og sagði hann hafa leyft Rússum að taka svæðið. Þá sagði hann Rússa hafa eytt miklum peningum í Krímskaga og svaraði í raun ekki spurningunni. Hann ítrekaði þó að réttast væri að hleypa Rússum aftur inn í hópinn. Því eru hinir þjóðarleiðtogarnir sex hins vegar ósammála.
Donald Trump Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49